- Við biðjumst innilegrar afsökunar, en það er ekki hægt að kaupa þessa vöru.
-
Jöklaáskorun Útihreyfingarinnar Þriggja ára stórbrotið ferðalag Jöklafarar er heitið á nýrri áskorun Útihreyfingarinnar þar sem þátttakendur ganga á ferðaskíðum þvert yfir sex stærstu jökla landsins, þ.e. Eyjafjallajökul, Drangajökul, Mýrdalsjökul, Hofsjökul, Langjökul og Vatnajökul. Markmiðið er ekki að fara upp á hæsta tind hvers jökuls fyrir sig, þ.e. fram og til baka, heldur að skíða þvert yfir jöklana þannig að endað sé á öðrum stað en ferðin hófst. Hægt er að klára áskorunina á eigin hraða, þ.e. á eins skömmum eða löngum tíma og hentar hverjum og einum. Hins vegar skipuleggur Útihreyfingin verkefnið og mælir með því að það sé klárað á alls þremur árum frá upphafi til enda, þannig að byrjað sé á æfingum á ferðaskíðum og minni jöklum áður en ráðist er í flóknari og lengri ferðir og jöklaútilegur. Í hnotskurn Þeir sem hafa enga reynslu og eru að byrja frá grunni, geta hafið vegferðina strax í janúar á næsta ári, 2025 með því að læra á ferðaskíði þ.e. utanbrautargönguskíði með stálköntum og æfa sig svo vikulega nágrenni Reykjavíkur með Úti ferðaskíðahópnum. Að auki þurfa óvanir að taka kvöldnámskeið þar sem kennd er línuhegðun á jökli og notkun á jöklabroddum og ísöxi. Að vori verða svo þrír jöklar þveraðir: Drangajökull, Eyjafjallajökull og Langjökull. Þessa jökla er hægt að þvera hvern um sig á einum löngum skíðadegi og því þarf ekki að gista í tjaldi á jökli þetta fyrsta árið. Annað árið hefst á námskeiðinu Ferðast á gönguskíðum þar sem þátttakendur læra öll trixin við að ferðast með púlku í eftirdragi og tjalda í snjó auk þess sem farið er í æfingaútilegu til að þjálfa handtökin. Að vori er síðan haldið í 3-4 daga ferðir á Hofsjökul annars vegar og Mýrdalsjökul hins vegar. Síðasta árið er svo komið að konungi íslenskra jökla, sjálfum Vatnajökli. Það er ferðalag sem tekur heila viku og þarfnast góðs undirbúnings og æfinga. Ekki aðeins þurfa þátttakendur að vera í góðu líkamlegu formi og þekkja búnaðinn sinn vel, heldur er líka nauðsynlegt að undirbúa hausinn fyrir átökin og langa daga á jökli. Að lokum fá þátttakendur viðurkenningarskjal og heiðursnafnbótina Jöklafari og eru þá komnir með fullan og óskoraðan rétt til að grobba sig á alla jöklakanta, jafnvel á alþjóðavettvangi 🙂 Síðasta tækifærið? Markmið þessa verkefnis er þó ekki eingöngu að vera þátttakendum til skemmtunar og áskorunar. Með frásögnum af ferðunum í máli og myndum, viljum við líka vekja athygli almennings, heima og erlendis, á hraðri bráðnun jöklanna af völdum loftslagshlýnunar. Myndum leiðangursmanna verður m.a. safnað á sameiginlega myndasíðu á samfélagsmiðlum undir samheitinu #lastoftheglaciers eða síðustu jöklarnir. Hópurinn reynir þannig að leggja sín lóð á vogarskálarnar svo að okkar kynslóð verði ekki síðasta kynslóðin sem nýtur þess að ferðast á skíðum um jökla landsins. Skráning Athugið að hvorki er nauðsynlegt að klára áskorunina í ofangreindri röð né á þremur árum. Ef fólk er vant því að ferðast á skíðum þá er hægt að raða jöklaferðunum saman á hvern þann hátt sem hentar og jafnvel byrja á Vatnajökli! Að auki geta þeir sem þegar eru búnir að þvera einhverja jökla auðvitað líka verið með og bætt í safnið. Til að taka þátt þarf aðeins að skrá sig til leiks með því að smella hér. Í kjölfarið verður þér boðið inn í sérstakan FB hóp allra þátttakanda og ævintýrið hefst. Hér að neðan eru linkar inn á viðeigandi jöklaferðir og undirbúningsnámskeið auk ferða sem hægt er að nýta til að æfa skíðatæknina og handtökin. JÖKLAFERÐIR 2025 Eyjafjallajökull. 29. mars Drangajökull. 12.-14. apríl Vatnajökull. 8.-15. maí. UPPSELT Langjökull. 14.-15. júní Mýrdalsjökull. Á dagskrá 2026 Hofsjökull. Á dagskrá 2026 UNDIRBÚNINGSNÁMSKEIÐ 2025 Úti ferðaskíði. Námskeið og æfingahópur. Hefst 8. jan. Námskeiði er lokið en verður aftur á dagskrá 2026 Ferðast á gönguskíðum. Námskeið og útilega. 13. jan. og 25.-26. jan. Námskeiði er lokið en verður aftur á dagskrá 2026 Vetrarfjallamennska. Grunnnámskeið. 24. feb og 3. mars ÆFINGAFERÐIR 2025 Norðurljósaganga á ferðaskíðum. Kvöldganga. 18. jan. Ferð er lokið Þingvellir. Dagsferð. 8. feb. Ferð er lokið Undir Tröllakirkju. Púlkuferðalag. 15.-16. feb. Ferð er lokið Yfir Snæfellsnes. Dagsferð. 22. feb. Ferð er lokið Tvídægra. Skíðað á milli skála. 28. feb-2. mars. Ferð er lokið Ok. Dagsferð. 15. mars Jötunheimar í Noregi. Skíðað á milli skála. 20.-25. mars. UPPSELT
-
UPPSELT Jöklaáskorun Útihreyfingarinnar 8.-15. maí Stórkostlegur vikulangur leiðangur þar sem sjálfur konungur jöklanna, Vatnajökull, er genginn endilangur á ferðaskíðum. Svona leiðangrar verða jafnan eitt af stærstu ævintýrunum í lífi hverrar manneskju. Við lofum ógleymanlegu, valdeflandi og krefjandi ferðalagi, fyrir bæði líkama og sál. Þátttakendur ganga á svokölluðum ferðaskíðum (utanbrautargönguskíðum með stálköntum) og draga púlkur / sleða með öllum farangrinum á eftir sér. Gist er í tjöldum á jöklinum í fjórar nætur en eina nótt í skála á Grímsfjalli. Gert er ráð fyrir að jöklagangan sjálf taki 6-7 daga en nokkrir dagar eru hafðir til vara ef hópurinn þarf að hafast við á jöklinum og bíða af sér veður og jafnframt til að gera ráð fyrir ferðalögum til og frá jökli. Það fer eftir færð og veðri í aðdraganda ferðar hvort gengið verður frá austri til vesturs eða frá vestri til austurs. Leiðangurinn hefst því annað hvort við Jöklasel á Skálafellsjökli við suðurbrún Vatnajökuls eða upp frá Jökulheimum undir Tungnaárjökli við vesturbrún jökulsins. Ógnarfegurð, alger kyrrð og mikil núvitund felst í svona löngu ferðalagi yfir jökul. Fegurðin getur stundum verið yfirþyrmandi. Rósrauð sólris og sólsetur einkenna jökulinn og á leiðinni gefst stórkostlegt útsýni á marga af hæstu tindum landsins. Oft er þó líka gengið í hrímþoku eða algerri hvítablindu sem reynir á skilningarvitin á allt annan hátt. Þegar ferðalagið er nokkurn veginn hálfnað, nánast á miðjum jöklinum, er komið á Grímsfjall við Grímsvatnaeldstöðina. Þar bíður vistlegur skáli Jöklarannsóknarfélagsins eftir göngufólkinu, hlýr og notalegur. Í skálanum er hægt að kjarna sig, elda dýrindismat, þurrka föt ef á þarf að halda og síðast en ekki síst láta þreytuna líða úr sér í goðsagnakenndu jöklagufubaði! Heildarvegalengd leiðangursins er 130 km og gert er ráð fyrir að hópurinn skíði 20-25 km á hverjum degi, eftir færð og veðri. Þetta er krefjandi ferð sem hentar vönu ferðafólki með reynslu af vetrarferðalögum eða fólki sem ætlar að nota veturinn fyrir leiðangurinn til að læra og æfa sig. Við bendum fólki á að nota æfingahópinn Úti ferðaskíði og námskeiðið Ferðast á gönguskíðum. Þeir sem ekki eru vanir jöklaferðum þurfa að auki að hafa tekið námskeiðið Vetrarfjallamennska. Gert er ráð fyrir að hópurinn hittist töluvert og kynnist fyrir ferð og æfi sig að einhverju leyti saman, en stungið verður upp á sameiginlegum ferðum og æfingum í aðdraganda leiðangursins. Róbert Marshall, (AIMG í fjalla-, jökla-, og skíðaleiðsögn plús gilt Wilderness First Responder skírteini) leiðir ferðina og honum til halds og trausts er Kjartan Salómonsson, þrautvanur skíða- og fjallagarpur. Jöklafarar Þessi ferð telst hluti af verkefninu Jöklafarar sem er jöklaáskorun Útihreyfingarinnar, þar sem gengið er á ferðaskíðum yfir sex stærstu jökla landsins. Sjá nánar hér.
-
Hlaupagleði og grill 30. maí - 1. júní Sameiginleg helgarferð í hið stórskemmtilega og fjölbreytta utanvegahlaup, Mýrdalshlaupið, sem haldið er í Vík í Mýrdal, laugardaginn 31. maí. Gist verður í félagsheimilinu Eyrarlandi í Reynishverfi, steinsnar frá Reynisfjöru, Dyrhólaey og öðrum náttúruperlum. Bæði er hægt að gista í svefpokum á dýnum í félagsheimilinu eða tjalda fyrir utan, allt eftir því hvað þátttakendur kjósa. Eyrarland verður miðstöð hópsins þessa helgi en þar er fullbúið eldhús og góð aðstaða til að borða saman, syngja og fagna hlaupinu. Þátttakendur sameinast í bíla og aka austur seinnipartinn á föstudag og koma sér fyrir í félagsheimilinu. Eftir sameiginlegan morgunverð á laugardag er haldið að rásmarki hlaupsins í Vík þar sem ræst er í hlaupið kl. 11. Boðið er upp á þrjár miskrefjandi vegalengdir, 21 km, 10 km og 3 km. Eftir hlaupið er sundlaugin í Vík heimsótt áður en haldið er aftur að Eyrarlandi þar sem slegið verður upp veglegri grillveislu til að fagna áfanganum. Sunnudagurinn hefst á staðgóðum morgunmat og svo verður farið í stutt endurheimtarhlaup m.a. um Reynisfjöru og Dyrhólaós, áður en haldið er heim á leið. Innifalið í verðinu er utanumhald, svefnpokagisting og aðgangur að allri aðstöðu í eða við Eyrarland frá föstudegi til sunnudags, morgunmatur bæði laugardag og sunnudag, grillveisla á laugardagskvöld og leiðsagt endurheimtarhlaup á sunnudaginn. Athugið að verðið er það sama, hvort sem þátttakendur nýta sér gistinguna bæði föstudags- og laugardagsnótt eða bara aðra nóttina. Þátttökugjaldið í Mýrdalshlaupinu er ekki innifalið og við hvetjum alla til að tryggja sér miða strax með því að smella hér.
-
Löng en heillandi dagsganga 31. maí Fáir tindar á Íslandi bjóða uppá jafn heillandi háfjallaumhverfi og Hrútfellstindar í Öræfasveit. Þetta er ganga sem að erfiðleikastigi er á pari við Hvannadalshnjúk en er fjölbreyttari og að margra mati mun skemmtilegri leið en á hæsta tind Íslands. Þessi fjallaleiðangur lifir lengi í minningunni enda útheimtir hann góðan undirbúning og góðar veðuraðstæður. Gangan krefst jöklabrodda, beltis og ísaxar og í næringu þarf að gera ráð fyrir að vera á fjalli í 10 til 15 tíma. Gengið verður í línu síðustu kílómetrana en efsti hluti leiðarinnar er á jökli. Gengið verður á hæsta tind Hrútfjallstinda, Norðurtindinn, sem er 1852 metra hár. Þetta er erfið leið og ætti enginn að leggja í þessa fjallgöngu án þess að hafa þjálfað vel í aðdragandanum og geta að minnsta kosti gengið upp að steini í Esjunni á undir klukkutíma. Þeir sem ekki eru vanir jöklaferðum, þurfa að auki að hafa tekið námskeiðið Vetrarfjallamennska. Athugið að ef veðurspá er óhagstæð fyrir þennan laugardag, er mögulegt að ferðin verði færð yfir á sunnudag. Gert er ráð fyrir að þátttakendur komi og gisti á eigin vegum í Öræfunum og við mælum sterklega með að fólk geri ráð fyrir gistingu bæði fyrir og eftir ferð. Tjaldstæðið í Svínafelli er t.d. í miklu uppáhaldi hjá okkur í Útihreyfingunni. Skráðir þátttakendur verða boðaðir á rafrænan upplýsingafund og fá ítarlegan upplýsinga- og búnaðarpóst í aðdraganda ferðar. Að lágmarki er nauðsynlegt að eiga góða gönguskó, dagpoka og jöklaþrennuna; belti, brodda og ísöxi. Hægt er að leigja jöklaþrennuna, m.a. hjá Útilífi. Ferðin kostar 45.000 kr. Innifalið í verði er leiðsögn, utanumhald og rafrænn upplýsingafundur í aðdraganda ferðar, auk þess sem hópurinn mun hittast kvöldið fyrir gönguna í undirbúningsspjall og búnaðarskoðun. Lágmarksþátttaka miðar við fjóra.
-
ÖRFÁ SÆTI LAUS Jöklaáskorun Útihreyfingarinnar Nóttina 14.-15. júní Einstök næturskíðaferð yfir þveran Langjökul á meðan sólin sest fyrir aftan hópinn og rís á sama tíma fyrir framan hann! Það er varla hægt að hugsa sér magnaðri upplifun en að vaka og skíða um bjarta sumarnóttina undir litaskiptum jökulsins sem logar í roðaglóð. Hópurinn ekur á eigin bílum úr Reykjavík seinnipart laugardagsins 14. júní, upp að Skálpanesi á Kili, austan megin við Langjökul. Þar eru bílarnir skildir eftir en jepparúta flytur hópinn að upphafsstað göngunnar, vestan Langjökuls. Rétt við jökulröndina vestan megin þar sem vegurinn endar, stendur skálinn Jaki. Þar er tími til kominn að spenna á sig skíðin, axla byrðar og leggja af stað upp í mót. Mesta hækkunin er tekin út í upphafi ferðarinnar, upp fremur þægilega brekku á hæsta punkt leiðarinnar. Þaðan er að mestu aflíðandi leið, alla leið niður jökulinn að austanverðu og að bílunum sem bíða vestan megin. Leiðin er 42-46 km löng og gera má ráð fyrir að hún taki hópinn 10-12 klukkustundir, allt eftir aðstæðum á jöklinum. Gert er ráð fyrir að lagt sé af stað úr Reykjavík skömmu fyrir kvöldmat á laugardag og komið heim um hádegisbil á sunnudag eftir óviðjafnanlega hásumarnótt! Þátttakendur þurfa að vera í góðu líkamlegu formi og hafa einhverja reynslu af ferðalögum á skíðum. Við bendum fólki á að nota æfingahópinn Úti ferðaskíði og fjölbreyttar ferðaskíðaferðir Úthreyfingarinnar til að æfa sig á skíðunum. Þeir sem ekki eru vanir jöklaferðum þurfa að auki að hafa tekið námskeiðið Vetrarfjallamennska. Athugið að dagsetningin gæti hnikast eitthvað til eða frá, ef veðurspáin er betri dagana í kring. Skráðir þátttakendur fá ítarlegan upplýsinga- og pökkunarpóst í aðdraganda ferðarinnar en nauðsynlegt er að eiga ferðaskíði, stafi með stórri kringlu og skinn undir skíðin, jöklaþrennuna; belti, brodda og ísöxi ásamt þægilegum dagpoka sem hægt er að hengja skíðin utan á, ef svo ber undir. Ferðin kostar 58.000 kr. og innifalið er skutl með jepparútu á upphafsstað, utanumhald og leiðsögn. Jöklafarar Þessi ferð telst hluti af verkefninu Jöklafarar sem er jöklaáskorun Útihreyfingarinnar, þar sem gengið er á ferðaskíðum yfir sex stærstu jökla landsins. Sjá nánar hér.
-
Fjórir göngudagar á Austfjörðum 1.-4. júlí Gerpissvæðið, svokallaða, er landssvæðið á milli Norðfjarðar og Reyðarfjarðar, kennt við Gerpi, sem ber þann sæmdartitil að vera austasti tangi á meginlandi Íslands. Svæðið er allt á náttúruminjaskrá og var friðlýst árið 2021. Landssvæðið minnir að nokkru leyti á Hornstrandir, því áður stóðu þarna blómlegir bæir með gróin tún og bátum í fjöru en nú er allt í eyði og aðeins fuglinn fljúgandi og stöku göngumann að sjá. Víða á svæðinu má finna stórbrotin jarðlög, stuðlabergsmyndanir og litfögur líparítbjörg og tignarlegir tindar gnæfa svo yfir öllu og gefa svæðinu hrikalega ásýnd. Tvær víkur og tveir firðir skerast inn í landið og á milli þeirra liggja nes og múlar sem sumir hverjir ganga þverhnípt beint í sjó fram. Í þessari ferð verður leitast við að ganga sem víðast um svæðið og kynnast því sem mest og best í fylgd heimafólks sem þekkir svæðið vel og alla sögu þess. Gengið verður fjóra daga og gist í vel búnum skála/húsi í þrjár nætur, þar af tvær nætur í húsi sem státar ekki bara af sturtum heldur líka gufubaði! Göngufólk þarf aðeins að bera léttan dagpoka hvern göngudag en farangur og matur verður trússaður á milli næturstaða. Að auki verður bátur til taks til að aðstoða göngufólk. Í upphafi og í lok ferðar þarf hópurinn að hjálpast að við að flytja bíla á milli staða, því ferðin byrjar á öðrum stað en hún endar. Fyrsta daginn verður gengið frá Karlsskála, þar sem vegurinn endar norðan Reyðarfjarðar, fyrir Krossanes og að Karlsstöðum, sem er vel búinn skáli Ferðafélags Fjarðarmanna í Vöðlavík. Um 20 km. Annan daginn verður gengið upp í Gerpisskarð þaðan sem stórbrotið útsýni býðst yfir Gerpi og Sandvík, svo yfir Nónskarð og endað í húsi í Viðfirði. Um 17 km. Þriðja daginn verður genginn hringur um Barðsnesið, út á Barðsneshornið og um hin fögru Rauðubjörg. Gist aftur í Viðfirði þar sem slegið verður upp veglegri grillveislu. Um 15 km. Fjórða og síðasta daginn er svo gengið út Viðfjörð, um Hellisfjörð og fyrir Hellisfjarðarmúla til Norðfjarðar. Þar lýkur ferðinni á því að náð verður í þá bíla sem skildir voru eftir fyrsta daginn, við upphafsstað göngunnar. Um 17 km. Ferðin kostar 118 þúsund kr og innifalið er utanumhald og leiðsögn, gisting í húsi í þrjár nætur, bíla- og bátatrúss og ein sameiginleg grillmáltíð. Skráðir þátttakendur fá ítarlegan búnaðarlista og boð á undirbúningsfund í aðdraganda ferðar. Fararstjórar og leiðsögumenn eru Brynhildur Ólafsdóttir og Róbert Marshall ásamt heimafólki.
-
Tjaldnótt í krúnudjásni Hvítárvatns, Karlsdrætti 19.-20. júlí Sólkatla, Baldheiði og Hrefnubúðir. Örnefnin í kringum Karlsdrátt í Hvítárvatni eru nánast óþekkt og það er ótrúlegt til þess að hugsa að við séum rétt hjá Kili, Hvítárnesi og Bláfellshálsi en samt á svo framandi slóðum. Karlsdráttur er lítill og aflokaður, gróðursæll vogur í norðurenda Hvítárvatns þar sem fjölbreytt plöntulíf birtist óvænt milli jökulvatns og eyðisanda. Hér vex birki upp í miðjar hlíðar og einkennisblóm staðarins, eyrarrósin er alltumlykjandi. Alls vaxa hér 82 aðrar plöntutegundir í rúmlega 400 metra hæð yfir sjávarmáli sem þykir einstakt á Íslandi. Gegnt voginum skríður Norðurjökull út úr Langjökli við hlið Skriðufells og kelfir næstum því ofan í fölgrænt jökulvatnið. Neðar fellur sama jökulvatn í foss allra íslenskra fossa, Gullfoss í gljúfri Hvítár, sem Hvítárvatnið dregur nafn sitt af. Við leggjum í hann með vistir og viðlegubúnað til tveggja daga frá bökkum Hvítárvatns og róum 8-10 kílómetra leið að höfðanum sem lokar af voginum. Þarna sláum við upp tjöldum og gistum eina töfranótt í þessari vin á hálendinu. Þau allra hörðustu baða sig að sjálfsögðu í Hvítárvatni eða velta sér í það minnsta upp úr dögginni á þessum kyngimagnaða stað! Í morgunsárið daginn eftir, fyllum við á brúsa með tæru lindarvatni og göngum á Sólkötlu sem rís í ríflega 1000 metra hæð yfir sjávarmáli. Þaðan er stórkostlegt útsýni yfir Langjökul og jökulskerin Þursaborg og Fjallkirkju auk þess sem Hrútfellið, Hvítárvatnið sjálft og sögufrægt umhverfi Kjalvegar blasir við frá afar sjaldséðu sjónarhorni. Gangan er um 10 km fram og til baka. Að göngu lokinni, seinnipart sunnudags tökum við saman tjaldbúðir og róum til baka sömu leið og við komum. Athugið að kajaknámskeið og/eða kajakreynsla er forkrafa inn í ferðina. Við bendum á undirbúningsnámskeið Útihreyfingarinnar. Skráðir þátttakendur fá ítarlegan upplýsinga- og pökkunarpóst í aðdraganda ferðarinnar. Ferðin kostar 83.000 kr. og innifalið í verðinu er leiðsögn og utanumhald, leiga og flutningur á kajak, ár, toppi, svuntu og björgunarvesti. Sérhæfðir kajakleiðsögumenn fylgja hópnum alla leið.
-
Fjórir göngudagar á hjara veraldar 24.-27. júlí Á Hornströndum rennur hrikaleg náttúrufegurð saman við dulmagnað andrúmsloft horfinna tíma á svo ólýsanlegan hátt að ferðalangar fá ekki nóg og þurfa að koma aftur og aftur. Þetta er náttúruperla sem sannarlega liggur við endimörk hins byggilega heims og hér háðu ábúendur fyrri tíma hreint ótrúlega lífsbaráttu. Á Hornströndum fær fólk enda á tilfinninguna að náttúruöflin sýni annað hvort sínar allra bestu eða allra verstu hliðar, en lítið þar á milli! Í þessari ferð verður gist í tjöldum í þrjár nætur og gengið í fjóra daga um svæði sem margir líta á sem hjarta Hornstranda, þ.e. svæðið umhverfis Hornbjarg og Hælavíkurbjarg. Þetta er svokölluð hægferð, þ.e. aðalmarkmiðið er að njóta þess að vera á staðnum, ganga á eigin hraða, hlusta á fuglana og gaggið í friðaðri tófunni. Tvo fyrstu dagana er gengið með allan viðlegubúnað á bakinu en tvo seinni dagana með léttan dagpoka. Hópurinn fær svo sendar vistir fyrir sameiginlega grillveislu síðasta kvöldið. Snemma fyrsta daginn er siglt frá Ísafirði yfir á Hesteyri og samdægurs gengið yfir Kjaransvíkurskarð í Hlöðuvík (16 km) þar sem tjaldað er. Á öðrum degi er gengið upp Skálakamb og um Atlaskarð yfir í Höfn í Hornvík (12 km) þar sem tjaldað verður til tveggja nátta. Veður og skýjalög fá að ráða gönguskipulagi síðustu daganna. Annan daginn verður að minnsta kosti gengið á Hornbjarg (18 km) og hinn yfir í Látravík (12 km) eða Rekavík bak Höfn (10 km), allt eftir veðri og vindum. Síðla síðasta daginn, eftir hressandi sjóbað, nær bátur í hópinn og komið verður til baka til Ísafjarðar um kvöldmatarleytið. Fararstjórar í þessari ferð eru frænkurnar og garparnir Andrea Sigrún Harðardóttir og Hildur Jóna Gylfadóttir sem rekja ættir sínar í Hornvík og dvelja þar hvert einasta sumar. Þær þekkja þarna hvern krók og kima og bókstaflega allar sögur svæðisins og kunna að auki þá list að segja skemmtilega frá :) Ferðin kostar 112 þúsund kr. Athugið að hægt er að greiða ferðina í einu lagi eða skipta greiðslum eins og hver og einn kýs inni í greiðsluferlinu sjálfu. Innifalið er siglingin, leiðsögn og utanumhald plús grillmáltíð síðasta kvöldið. Skráðir þátttakendur verða boðaðir á rafrænan upplýsingafund í aðdraganda ferðar og fá að auki ítarlegan tölvupóst með búnaðarlista og góðum undirbúningsráðum.
-
Fjórir himneskir ferðadagar á kajak 6.-10. ágúst, 2025 Róleg og nærandi kajakferð til Suður-Noregs þar sem ferðast er á milli fallegra og afskekktra eyja og skerja. Aðeins er róið stutt í einu, mikið staldrað við, skoðað, gengið, synt og slappað af. Svæðið er þekkt fyrir mikla náttúrufegurð og er hluti þess friðaður. Yfir öllu liggur andi gamals tíma, ró og friður. Fátt er eins viðeigandi og að ferðast á kajak um þetta svæði, renna hljóðlaust yfir hafflötinn og njóta nálægðarinnar við náttúruna og fjörlegt fuglalíf. Dagleiðirnar eru mjög stuttar eða frá 2 til 12 km og róið er innan skerjagarðsins í vari fyrir öldum úthafsins. Hópurinn stoppar oft til að njóta umhverfisins, fara í land, ganga og skoða sig um. Þeir sem vilja, geta róið meira útfrá náttstað. Að auki verðum við með veiðistangir og línur svo allir geta reynt sig við að veiða í matinn. Svo er auðvitað ómissandi að skella sér að minnsta kosti einu sinni á dag í hressandi sjósund en sjórinn er að öllu jöfnu um 20° á þessum árstíma. Gist er í þrjár nætur í skálum sem eru hver öðrum glæsilegri og standa allir á draumfögrum og afskekktum eyjum sem aðeins eru aðgengilegar sjóleiðina. Í öllum skálunum er fyrirtaks aðstaða og uppábúin rúm en fólk þarf að koma með eigin skálapoka / lakpoka. Hver og einn flytur sinn eigin farangur í kajaknum á milli gistiskálanna. Hópurinn flytur líka með sér mat og eldar saman í náttstað en auk þess verður stoppað á kaffihúsum og veitingastöðum sem finna má á sumum þeirra eyja sem heimsóttar verða. Ferðin tekur í heild fimm daga. Þar af er róið á kajak í fjóra daga en fyrsti dagurinn er ferðadagur. Þátttakendur koma sér til og frá Noregi á eigin vegum og gista í Osló eina nótt fyrir ferð og ef vill, eftir ferð. Hópurinn heldur af stað frá Osló með rútu snemma fimmtudaginn 7. ágúst og ferðinni lýkur í Osló sunnudagskvöldið 10. ágúst. Þátttakendur þurfa því að vera komnir til Oslóar í síðasta lagi miðvikudagskvöldið 6. ágúst og geta annað hvort flogið heim seint á sunnudagskvöld eða á mánudagsmorgun 11. ágúst. Athugið að kajaknámskeið og/eða einhver kajakreynsla er forkrafa inn í ferðina. Við bendum á byrjendanámskeið Útihreyfingarinnar sem tekur eitt kvöld og verður haldið 2. júní, 2025. Verð 197.000 kr. Innifalið: Gisting í 3 nætur, ferðir innan Noregs með rútum, strætóum og leigubílum, kajakleiga og allur tilheyrandi búnaður. Undirbúningsfundur, leiðsögn og utanumhald. Ekki innifalið: Flug til Noregs og gisting í Osló fyrir og eftir ferð. Hægt er að greiða ferð að fullu eða staðfestingargjald 50.000 kr. og eftirstöðvar í síðasta lagi sex vikum fyrir ferð. Lágmarksþátttaka miðar við 10 manns.
-
Átta dýrðardagar á stórbrotnum fjallastígum 22. - 29. ágúst Ferðast um eitt mikilfenglegasta svæði Alpanna, fjallasalina sem liggja um hið heimsfræga Matterhorn, fjallið sem stundum er kallað Toblerone-fjallið, enda er súkkulaðið mótað eftir þríhyrndri lögun fjallsins! Í þessari ferð er gengið á milli vinalegra og vel útbúinna fjallaskála og m.a. gengið á hæsta Alpatindinn sem hægt er að sækja heim án sérstaks háfjallaútbúnaðar, 3.600 metra yfir sjávarmáli. Við reynum okkur líka við auðvelda klettagönguleið (via ferrata), dáumst að umhverfinu speglast í blátærum fjallavötnum og böðum okkur að sjálfsögðu í einu þeirra, göngum yfir lengstu hengibrú í Ölpunum, ferðumst í kláfum og úðum í okkur svissnesku súkkulaði og bráðnum osti á meðan við fræðumst um sviplega fjallgöngusögu héraðsins og kapphlaupið um hver yrði fyrstur upp á Matterhorn. Við köllum þennan ferðamáta snargöngu, sem er íslenskun á fyrirbærinu fast hiking og liggur á milli hefðbundinnar fjallgöngu og fjallahlaups. Í snargönguferðum er verið að njóta náttúrunnar og hraði er ekki takmark í sjálfu sér. Hins vegar er gengið í léttum utanbrautahlaupaskóm en ekki gönguskóm og leitast við að ferðast með eins léttan bakpoka og kostur er auk þess sem stundum er valhoppað við fót, því Sviss er jú heimaland sjálfrar Heidi :) Hópurinn hittist á flugvellinum í Genf og ferðast saman í lest inn í Rhonedalinn, þaðan sem farið er með lítilli rútu upp í enn þrengri háfjallasal. Þar hefst svo gangan strax síðdegis á því að gengið er stuttan spöl upp í fyrsta fjallaskálann. Ferðin tekur í heild átta daga og þar af er gengið um stórkostlega fjallastíga í sjö daga. Dagleiðirnar eru um 10-13 km langar og oftast gefst tækifæri til að borða góðan hádegismat í skálum á leiðinni. Eftir því sem líður á ferðina, færist Matterhornið stöðugt nær og síðustu þrjá dagana er varla hægt að komast úr sporunum fyrir óviðjafnanlegu útsýni og fjallafegurð. Okkar mottó er að það eigi alltaf að ljúka svona fjallaskálaferðum með góðu dekri. Hópurinn endar því í miklum vellystingum á lúxushóteli í Zermatt, þar sem hægt er að láta ferðaþreytuna líða úr sér í heitum nuddpotti á meðan sólin sest á bak við fjallið fagra. Ef fólk hefur tök á því, þá mælum við heilshugar með því að framlengja dvölinni í Zermatt um nokkra daga. Þar eru frábærir fjallahjólastígar, klettagönguleiðir og endalaus tækifæri til frekari útivistar. En svo má líka bara liggja í leti, nuddi og dekri :) Daglegur farangur er ekki trússaður á milli skála, enda liggja þeir flestir langt utan akvega og alfaraleiða. Í upphafi ferðar, þ.e. á flugvellinum í Genf, eru töskur þátttakenda hins vegar sendar til Zermatt, svo að þar gefst tækifæri til að klæða sig í spariföt fyrir síðustu kvöldmáltíðina. Ferðin er skipulögð með þeim hætti að fólk getur flogið frá Íslandi til Genfar sama dag og ferðin hefst, þ.e. 22. ágúst og jafnframt náð flugi heim frá Sviss daginn sem ferðinni lýkur, þ.e. 29. ágúst. Athugið að líka er hægt að fljúga til og frá Zurich eða Milano, allt eftir því sem hentar best. Hafið samband ef spurningar vakna. Fararstjórar eru Brynhildur Ólafsdóttir og Róbert Marshall. Innifalið í ferðinni sem kostar 334 þúsund er lestarferð til og frá Genf í upphafi og lok ferðar, skutl með rútu að upphafsstað göngunnar, gisting í sjö nætur, þar af fimm í fjallaskálum, ein á fjallahóteli og ein á lúxushóteli. Kvöldmatur öll kvöld nema tvö. Morgunmatur alla morgna og nesti þá daga sem ekki gefst tækifæri til að stoppa í hádegismat. Flutningur á farangri til Zermatt, far með kláfum, undirbúningsfundur, leiðsögn og utanumhald. Athugið að flug til og frá Sviss er ekki innifalið í verði. Hægt er að greiða ferð að fullu eða staðfestingargjald 80.000 kr. og eftirstöðvar í síðasta lagi sex vikum fyrir ferð. Lágmarksþátttaka miðar við 10 manns.
-
Ævintýri lífsins! 5.-17. nóvember 2025 Komdu með okkur í hið fullkomna Himalaya ævintýri upp í hinar goðsagnakenndu grunnbúðir Everest! Að komast upp í Everest Base Camp er alltaf mikið afrek og í raun lífsbreytandi ferðalag. Þessi ferð bíður upp á að haka þetta ævintýri út af draumaferðalistanum - undir faglegri og öruggri fararstjórn. Á níu dögum göngum við í gegnum fögur Sherpa þorp, forn klaustur og mismunandi gróðurlendi í stórkostlegum fjallasölum Himalaya. Við göngum í skugga hæstu fjalla jarðar, yfir hengibrýr sem hanga yfir beljandi jökulfljótum og njótum útsýnisins á Everestfjall og nágranna þess, útsýni sem mun gera þig orðlausa. Hópurinn gistir á krúttlegum tehúsum á leiðinni og kynnist hinni dásamlegu nepölsku menningu og upplifir nepalska matargerð. Á boðstólum er líka nóg af afslöppun og gæðatíma. Á leiðinni til baka gefst svo einstakt tækifæri til að skoða gönguleiðina og hæstu tinda veraldar úr lofti. Því af hverju að ganga sömu leið til baka þegar þú getur svifið yfir hið stórkostlega landslag Himalaya og skoðað útsýnið í einkaþyrlu? Ferðin byrjar og endar í höfuðborg Nepal, Katmandu þar sem gist verður á fimm stjörnu hóteli. Í lok ferðar verða litríkar og fjölskrúðugar götur Kathmandu skoðaðar, ásamt fornum musterum, og stöðum sem eru á heimsminjaskrá UNESCO. Þessi ferð er svo miklu meira en bara gönguferð. Þetta er ævintýraferð sem skilur eftir sig fullan poka af ógleymanlegum minningum. Helga María, leiðsögukona Útihreyfingarinnar í þessari ferð, hefur ferðast og gengið víða í Nepal og meðal annars mikið á þessu svæði og er að auki með mikla reynslu af ferðalögum í hæð. Helga María er með réttindi frá Félagi íslenskra fjallaleiðsögumanna og gilt Wilderness First Responder skírteini, áratuga reynslu af leiðsögn og hefur leiðsagt óteljandi ferðir bæði hérlendis sem erlendis. Hún er einnig land- og jöklafræðingur, þekkir jarðfræði og sögu Himalaya vel og hefur einstaklega gaman að því að deila þeim fróðleik með þeim sem ferðast með henni. Innifalið í ferðinni sem kostar 565 þúsund er íslensk fararstjórn, undirbúningsfundir og aðstoð við undirbúning, nepalskur leiðsögumaður og burðarmenn, öll ferðalög innanlands í Nepal (rútur, flug, þyrluferð), matur á meðan göngu stendur, gisting í tehúsum í göngunni, gisting á 5 stjörnu hótelum í Kathmandu, þjóðgarðsgjöld, skoðunarferð um sögufræga staði í Kathmandu og sameiginlegur kveðju kvöldverður. Athugið að flug til að frá Nepal er ekki innifalið. Heldur ekki vegabréfsáritun, ferðatryggingar, þjórfé fyrir nepalskt starfsfólk, matur í Kathmandu (fyrir utan loka kvöldverð), öll persónuleg útgjöld og annað sem ekki er tekið fram að sé innifalið. Ferðin er unnin í samstarfi við vini okkar hjá Himalayan Outdoor Project. Lágmarksþátttaka miðar við 8 manns en hópurinn getur að hámarki talið 12 manns. Staðfestingargjald skal greiða í síðasta lagi fyrir 1. maí en eftirstöðvar ferðarinnar eru greiddar í síðasta lagi sex vikum fyrir ferð. Einfalt er að dreifa greiðslum með því að senda póst á Útihreyfinguna.
-
Jöklaáskorun Útihreyfingarinnar 30. apríl - 7. maí Stórkostlegur vikulangur leiðangur þar sem sjálfur konungur jöklanna, Vatnajökull, er genginn endilangur á ferðaskíðum. Svona leiðangrar verða jafnan eitt af stærstu ævintýrunum í lífi hverrar manneskju. Við lofum ógleymanlegu, valdeflandi og krefjandi ferðalagi, fyrir bæði líkama og sál. Þátttakendur ganga á svokölluðum ferðaskíðum (utanbrautargönguskíðum með stálköntum) og draga púlkur / sleða með öllum farangrinum á eftir sér. Gist er í tjöldum á jöklinum í fjórar nætur en eina nótt í skála á Grímsfjalli. Gert er ráð fyrir að jöklagangan sjálf taki 6-7 daga en nokkrir dagar eru hafðir til vara ef hópurinn þarf að hafast við á jöklinum og bíða af sér veður og jafnframt til að gera ráð fyrir ferðalögum til og frá jökli. Það fer eftir færð og veðri í aðdraganda ferðar hvort gengið verður frá austri til vesturs eða frá vestri til austurs. Leiðangurinn hefst því annað hvort við Jöklasel á Skálafellsjökli við suðurbrún Vatnajökuls eða upp frá Jökulheimum undir Tungnaárjökli við vesturbrún jökulsins. Ógnarfegurð, alger kyrrð og mikil núvitund felst í svona löngu ferðalagi yfir jökul. Fegurðin getur stundum verið yfirþyrmandi. Rósrauð sólris og sólsetur einkenna jökulinn og á leiðinni gefst stórkostlegt útsýni á marga af hæstu tindum landsins. Oft er þó líka gengið í hrímþoku eða algerri hvítablindu sem reynir á skilningarvitin á allt annan hátt. Þegar ferðalagið er nokkurn veginn hálfnað, nánast á miðjum jöklinum, er komið á Grímsfjall við Grímsvatnaeldstöðina. Þar bíður vistlegur skáli Jöklarannsóknarfélagsins eftir göngufólkinu, hlýr og notalegur. Í skálanum er hægt að kjarna sig, elda dýrindismat, þurrka föt ef á þarf að halda og síðast en ekki síst láta þreytuna líða úr sér í goðsagnakenndu jöklagufubaði! Heildarvegalengd leiðangursins er 130 km og gert er ráð fyrir að hópurinn skíði 20-25 km á hverjum degi, eftir færð og veðri. Þetta er krefjandi ferð sem hentar vönu ferðafólki með reynslu af vetrarferðalögum eða fólki sem ætlar að nota veturinn fyrir leiðangurinn til að læra og æfa sig. Við bendum fólki á að nota æfingahópinn Úti ferðaskíði og námskeiðið Ferðast á gönguskíðum. Þeir sem ekki eru vanir jöklaferðum þurfa að auki að hafa tekið námskeiðið Vetrarfjallamennska. Gert er ráð fyrir að hópurinn hittist töluvert og kynnist fyrir ferð og æfi sig að einhverju leyti saman, en stungið verður upp á sameiginlegum ferðum og æfingum í aðdraganda leiðangursins. Brynhildur Ólafsdóttir og Helga María Heiðarsdóttir leiða ferðina en báðar eru mjög reynslumiklar og hafa leiðsagt fjölmargar ævintýraferðir, bæði hérlendis og erlendis. Þær eru með gilt Wilderness First Responder skírteini og hafa lokið réttindanámi hjá Félagi íslenskra fjallaleiðsögumanna (AIMG), bæði í fjalla- og jöklaleiðsögn. Ferðin kostar 265.000 kr. Athugið að hægt er að greiða ferðina í einu lagi eða skipta greiðslum eins og hver og einn kýs inni í greiðsluferlinu sjálfu. Innifalið í verðinu er gisting í eina nótt á Grímsfjalli, far með jepparútum til og frá Reykjavík og að og frá jökli, nokkrir undirbúningsfundir, aðstoð með búnað, næringu, æfingaáætlun og pökkun, ein óveðursútilega í aðraganda ferðar ásamt leiðsögn og utanumhaldi í sjálfum leiðangrinum. Jöklafarar Þessi ferð telst hluti af verkefninu Jöklafarar sem er jöklaáskorun Útihreyfingarinnar, þar sem gengið er á ferðaskíðum yfir sex stærstu jökla landsins. Sjá nánar hér.
-
Fyrsta æfing kl. 17:30, 6. maí
Sex vikna grunnnámskeið, haldið þrisvar á ári, í janúar, maí og september. Næsta námskeið hefst með rafrænum kynningarfundi kl. 18:30, þriðjudaginn 22. apríl og fyrsta æfingin hefst kl. 17:30, þriðjudaginn 6. maí. Námskeiðið er fyrir fólk sem er að byrja að stunda útihreyfingu eða að fara af stað eftir langt hlé og vill læra undirstöðuatriði í útihlaupi, kynnast sjósundi og byggja upp þol og styrk fyrir útihreyfingu og ævintýri. Æft er tvisvar til þrisvar í viku og mikið er um göngur, létt hlaup og þrekæfingar. Æfingarnar fara fram á útivistarsvæðum víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu, svo sem í Elliðaárdal, Öskjuhlíð og Laugardal en líka er gengið á lægri fjöll í nágrenni Reykjavíkur svo sem upp á Mosfell og Úlfarsfell og víðar.Dagskrá námskeiðsins- Kynning þriðjudaginn 22. apríl, kl. 18:30 Kynningin verður haldin á netinu.
- Alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:30
- Laugardagar / sunnudagar kl. 9:30 Lengri hreyfing aðra hvora helgi, á laugardögum eða sunnudögum. Helgaræfingarnar á næsta námskeiði verða laugardaginn 17. maí, sunnudaginn 1. júní og laugardaginn 14. júní.
Á Úti 101 er sérstök áhersla lögð á persónulegt utanumhald sem hefst með upphafsviðtali um markmið og væntingar. Námskeiðið er því tilvalið fyrir þá sem vilja koma sér af stað í útihreyfingu og að því loknu er hægt að skrá sig á framhaldsnámskeið Úti 102 eða jafnvel taka þátt í Hálfvættanámskeiði Útihreyfingarinnar. Úti 101 endar á sameiginlegri útskriftaræfingu þar sem áfanganum er fagnað. Umsjón með námskeiðinu hefur Kristín Ýr Lyngdal ásamt Helgu Maríu Heiðarsdóttur. -
Náðu tökum á tækninni 2. júní, 2025 Fátt er eins nærandi, draumkennt og dásamlegt og að líða hljóðlaust áfram á kajak í fullkominni sátt og tengingu við náttúruna. Á þessu þriggja klukkustunda námskeiði verður farið yfir þann grunn sem þarf til að geta bjargað sér á kajak og byrjað að lifa drauminn! Farið er yfir búnaðinn og áratökin útskýrð áður en allir koma sér fyrir, hver í sínum kajak og ýtt er úr vör. Í framhaldi eru áratökin æfð ásamt mismunandi aðferðum við að stýra kajaknum, halda réttri stefnu, beygja og snúa við. Farið er yfir undirstöðuatriðin í félagabjörgun og að lokum eru allir látnir velta kajaknum sínum til að æfa sig í því að komast klakklaust úr honum og upp í hann aftur. Mæting er við höfnina á Stokkseyri kl. 18 þar sem byrjað verður á því að taka til kajakana og klæða sig í viðeigandi fatnað áður en kennsla hefst. Þátttakendur fá allan nauðsynlegan búnað á námskeiðinu og þurfa aðeins að mæta í hlýjum fötum og með aukaföt til skiptanna. Ítarlegur upplýsingapóstur er sendur á þátttakendur í aðdraganda námskeiðs. Athugið að þetta námskeið eða sambærilegt námskeið og/eða reynsla er forkrafa inn í allar kajakferðir Útihreyfingarinnar svo sem Kajakferð á Hvítárvatn og Kajakferð í norska skerjagarðinn. Námskeiðið kostar 26.000 kr. og innifalið er kajakleiga, ár, toppur, svunta og björgunarvesti ásamt kennslu faglærðra kajakkennara.
-
Fjögurra mánaða æfingahópur fyrir stráka sem vilja koma sér af stað í hreyfingu og útivist. Haldið einu sinni á ári og hefst í september. Hreyfinga- og ævintýrabræðralag fyrir stráka á öllum aldri sem vilja koma sér í og viðhalda góðu formi. Markmið hópsins er ná og tryggja líkamlega getu; þol, þrek, jafnvægi og liðleika fyrir útivist og ævintýri. Æfingaáætlunin byggir á fjölbreyttri hreyfingu og útivist í lokuðum hópi fyrstu vikurnar en svo taka við æfingar með æfingahópi Útihreyfingarinnar sem æfir tvisvar til þrisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:30 og aðra hvora helgi, til skiptis á laugardögum og sunnudögum kl. 9:30. Þátttakendur taka fyrstu skrefin inn í nýjan lífsstíl þar sem hreyfing og útivera í samfélagi við aðra er megininntakið. Markmiðið er að koma sér í það form að geta æft með stærri hópum, gengið á fjöll, hlaupið, hjólað, synt og farið í sjóinn. Sameiginlegar göngur og styrktaræfingar ásamt hreyfingaáætlun þar sem áhersla er á stuttar daglegar göngur á virkum dögum. Í hádeginu alla miðvikudaga er hist í sjósundi í Nauthólsvík. Persónulegt upphafsviðtal og eftirfylgni ásamt fyrirlestrum um hreyfingu, mataræði og markmiðasetningu. Á meðan á námskeiðinu stendur eru þátttakendur meðlimir í Útihreyfingunni og njóta forgangs og afsláttarkjara í ferðir hreyfingarinnar, Úti ævintýri, auk góðra afsláttarkjara í völdum verslunum. Aðgangur að sjóbaðsaðstöðunni í Nauthólsvík er ekki innifalinn í verði. Hægt er að greiða fyrir þátttökuna í einu lagi eða skipta greiðslum eins og hver og einn kýs inni í greiðsluferlinu sjálfu. Umsjón með námskeiðinu hefur Róbert Marshall. Skráðir þátttakendur fá ítarlegan upplýsingapóst í aðdraganda námskeiðs.
-
NÆSTI HÓPUR HEFUR GÖNGUR SÍNAR Í SEPTEMBER Fyrir öll sem elska fjöll og vilja nýta náttúruna til líkamsræktar Útigengið er fyrir fólk sem finnst gaman að vera úti í náttúrunni, kynnast nýjum stöðum, bæta við færni sína á fjöllum, eða þau sem langar að dusta rykið af göngubúnaðinum. Dagskráin er fjölbreytt og áhersla á stuttar til meðallangar fjallgöngur. Síðasta vor leit dagskrá Útigengisins svona út: Gengið er á sunnudögum, tvær helgar í mánuði og flestar göngurnar taka 3-5 klst. Þátttakendum gefst þó einnig tækifæri til að ganga sig í form fyrir erfiðari og flóknari göngu því haldið er á Eyjafjallajökul í lok apríl þar sem reynir meira á færni og form. Útigengið er einnig tilvalin æfingahópur fyrir lengri göngur að vori eins og til dæmis á Hrútsfjallstinda. Dagskrá eftir áramót
- 19. jan. Helgafell í Hfj.
- 2. feb. Mosfellsbæjarfjöll hringleið
- 23. feb. Esjuhringur
- 9. mar. Geirmundartindur í Akrafjalli. Hægt að kaupa sem staka ferð
- 23. mar. Stóra Kóngsfell, Drottning og Eldborg. Hægt að kaupa sem staka ferð
- 6. apr. Hellutindar/Stapatindar
- 26. apr. Eyjafjallajökull. Hægt að kaupa sem staka ferð
- 11. maí. Vífilsfell
-
NÆSTA NÁMSKEIÐ HEFST Í LOK OKTÓBER Fjögurra vikna framhaldsnámskeið fyrir fólk sem hefur farið á Úti 101 námskeið Útihreyfingarinnar eða er með einhvern grunn í útivist og langar til að bæta við sig; hlaupa lengra, fara hærra á fjöllum, og vera aðeins lengur ofan í sjónum. Æft er tvisvar til þrisvar í viku og mikið er um göngur, létt hlaup og þrekæfingar.
Dagskrá námskeiðsins- Alla þriðjudaga kl. 17:30 Styrktar- og þrekæfingar með Útihreyfingunni. Æfingarnar fara fram á grænum svæðum í Reykjavík og nágrenni.
- Alla fimmtudaga kl. 17:30 Tækni- og gæðaæfingar með Úti 102 þjálfara. Æfingarnar fara fram á grænum svæðum í Reykjavík og nágrenni.
- Laugardagar / sunnudagar kl. 9:30 Tvær lengri helgaræfingar.
Námskeiðið kostar 22.900 kr. og umsjón með því hefur Kristín Ýr Lyngdal. -
Ævintýralega góð gjöf Dýrmætasta gjöfin er alltaf samvera með þeim sem þér þykir vænt um. Og það verður ekki betra en þegar samveran er í formi skemmtilegrar útivistar þar sem allir leika sér saman. Gefðu þér eða þínum gjafabréf sem gildir í alla útihreyfingu, námskeið eða ævintýri Útihreyfingarinnar. Það er hægt er að velja upphæð hér að neðan. Svo má senda póst á utihreyfingin@utihreyfingin.is til að gefa gjafabréf með upphæð að eigin vali eða til að panta gjafabréf inn í sérstaka ævintýraferð með Útihreyfingunni. Gjafabréfið kemur fallega uppsett í tölvupósti til útprentunar.