
Um Útihreyfinguna
Fólkið sem stendur að Útihreyfingunni kemur úr ólíkum áttum en hefur náð tengingu í þjálfun, hreyfingu og fjallaævintýrum undanfarin ár. Öll illa haldin af hreyfiofsa og ævintýraþrá.
Við viljum halda okkur í formi til að geta lagt í ævintýri, unnið áfangasigra og náð markmiðum okkar. Við vitum að með góðum æfingafélögum, skotheldri og fjölbreyttri æfingaáætlun og stórum skammti af gleði þá er auðvelt að halda sér að verki.
Að auki þá finnst okkur ekki gaman að æfa inni við. Við viljum vera úti, hitta skemmtilegt fólk og stunda alls konar hreyfingu. Ekki bara hlaup eða fjallgöngur. Ekki bara skíði, hjólreiðar eða styrktarþjálfun. Heldur allt þetta og meira til. Og allt úti við.
Við vitum að það eru fleiri á nákvæmlega sama stað og þess vegna varð Útihreyfingin til.
Útihreyfingin er hreyfing um hreyfingu. Alls konar hreyfingu. Í stærsta æfingasal landsins. Úti.