Útihreyfingin

Þjálfunarkerfi Útihreyfingarinnar byggist upp á alhliða krossþjálfun þar sem blandað er saman mismunandi æfingum og mismunandi hreyfingu. Markmiðið er að tryggja líkamlega getu, þol og þrek fyrir alls konar útivist og ævintýramennsku.

Meðlimir Útihreyfingarinnar æfa tvisvar til þrisvar í viku, allt árið um kring.

 • Þriðjudagar kl. 17:30 – Úti þrek
  Styrktar- og þrekæfingar ásamt alls konar hraðasprettum. Oftast hlaupandi en stundum á hjólum. Æfingarnar fara fram í Elliðaárdal, Öskjuhlíð, Laugardal og víðar.
 • Fimmtudagar kl. 17:30 – Úti fimi
  Tækni- og gæðaæfingar. Hlaup, hjól eða skíði. Á Hólmsheiðinni, Úlfarsfelli, í Heiðmörk, Bláfjöllum og víðar.
 • Laugardagar / sunnudagar kl. 9:30 – Úti að leika
  Lengri hreyfing til skiptis á laugardögum og sunnudögum. Fjallganga, hjólreiðar, fjallahlaup, fjallaskíði, gönguskíði, kajak, ferðaskíði, klifur, sjósund. Gamlir og nýir slóðar í nágrenni Reykjavíkur.

Æfingarnar eru hraðaskiptar og henta öllum getustigum. Við bendum þó byrjendum og þeim sem eru að fara af stað eftir langt hlé, á Úti 101, 4ra mánaða byrjendanámskeið sem hefjast í janúar og september á hverju ári. Þar er lögð áhersla á hæga uppbyggingu með auknu utanumhaldi og fræðslu.

Við trúum ekki á átaksverkefni en vitum að það getur verið erfitt að halda sér að verki. Þess vegna er persónulegt utanumhald mikilvægur þáttur í Útihreyfingunni. Strax eftir skráningu er öllum boðið í rafrænt upphafsviðtal um markmið og væntingar, ásamt því að þrisvar á ári fá meðlimir endurgjöf og mat á stöðu sinni og árangri.

Meðlimir Útihreyfingarinnar fá aðgang að ítarlegri æfingaáætlun og geta því gert æfingarnar á eigin vegum, ef þeir komast ekki á hópæfingarnar. Við gerum okkur líka grein fyrir því að ekki geta allir stundað alla þá hreyfingu sem í boði er innan Útihreyfingarinnar. Þess vegna er oft val um mismunandi hreyfingu í æfingaáætluninni. Þetta virkar þannig að þeir sem geta til dæmis ekki hlaupið vegna meiðsla, fá tillögu í áætluninni um fjallgöngu eða hjólaæfingu á eigin vegum, í staðinn fyrir að taka sameiginlega hlaupaæfingu. Að sama skapi fá þeir sem vilja hlaupa meira á kostnað sameiginlegra hjóla- eða skíðaæfinga, tillögu um lengd og ákefð hlaupaæfingar sem kemur þá í stað hópæfingarinnar.

Hægt er að velja um þrjár mismunandi áskriftarleiðir að Útihreyfingunni og einfalt er að skipta greiðslum með því að senda póst á utihreyfingin@utihreyfingin.is

 • 12 mánaða Útihreyfing
  12.900 kr. á mánuði, alls 154.800 kr.

 • 8 mánaða Útihreyfing
  14.200 kr. á mánuði, alls 113.600 kr.

 • 4 mánaða Útihreyfing
  16.200 kr. á mánuði, alls 64.800 kr.

Ársáskriftin endurnýjast sjálfkrafa ef henni er ekki sagt upp með að minnsta kosti mánaðarlöngum fyrirvara. Ef fleiri en einn frá sama lögheimili skráir sig í Útihreyfinguna í 12 mánuði, fá viðbótarmeðlimir 20% fjölskylduafslátt.

Meðlimir í Útihreyfingunni njóta forgangs og afsláttar í allar ferðir hreyfingarinnar, Úti ævintýri, sem eru alls konar styttri og lengri ævintýraferðir, einu sinni til tvisvar í mánuði, bæði innanlands sem utan. Að auki stendur meðlimum til boða að taka fjölbreytt markmiðs- eða hæfnistengd námskeið, svo sem Landvætti og Hálfvætti, fjallaskíða– og fjallahlaupanámskeið o.s.frv.

 • Þrek

 • Tækni

 • Liðleiki

 • Þol

 • Styrkur

 • Hraði

 • Fimi

 • Jafnvægi

 • Fjallahlaup

 • Hjólreiðar

 • Fjallaskíði

 • Kajak

 • Gönguskíði

 • Klifur

 • Ferðaskíði

 • Sjó- og vatnasund

 • Getuskiptar æfingar

 • Ítarleg æfingaáætlun

 • Upphafsviðtal

 • Regluleg endurgjöf

 • Fjölskylduafsláttur

 • Forgangur og afsláttur í Úti ævintýri og námskeið

 • Afsláttarkjör í útivistarverslunum

Skráning í 12 mánaða Útihreyfingu
Skráning í 8 mánaða Útihreyfingu
Skráning í 4 mánaða Útihreyfingu