Aðild
Vertu með okkur úti að leika allan ársins hring. Þú getur slegist í hópinn hvenær sem er!
Við æfum 2-3 í viku og okkur finnst gaman að gera alls konar. Við æfum því utanvegahlaup og fjallahjólreiðar, skíðamennsku (brautarskíði, ferðaskíði og fjallaskíði), villisund, fjallgöngur og að minnsta kosti einu sinni í viku tökum við styrktaræfingar og þjálfum þrek og hreyfanleika. Allar æfingarnar eru getu- og hraðaskiptar en markmiðið er að tryggja líkamlega getu, þol og þrek fyrir alls konar útivist og ævintýramennsku.
Meðlimir í Útihreyfingunni fá síðan allt að 40% afslátt í flest Útiævintýri hreyfingarinnar. Aðildin er því fljót að borga sig fyrir ævintýraglatt útivistarfólk.
Boðið er upp á þrjár mislangar áskriftarleiðir í Útihreyfingunni: 4 mánuði, 8 mánuði, og 12 mánuði.
Hagstæðast er að vera í ársáskrift og ef fleiri en einn frá sama lögheimili skráir sig í Útihreyfinguna í 12 mánuði bjóðum við upp á 20% fjölskylduafslátt.
Persónulegt utanumhald er mikilvægur þáttur í Útihreyfingunni og strax eftir skráningu er öllum meðlimum boðið í rafrænt upphafsviðtal um markmið og væntingar.
Úti 101 er sex vikna grunnnámskeið fyrir fólk sem er að byrja að stunda útihreyfingu eða að fara af stað eftir langt hlé og vill læra undirstöðuatriði í útihlaupi, kynnast sjósundi og byggja upp þol og styrk fyrir frekari útihreyfingu og ævintýri.