Úti 101

29.900 kr.

Sex vikna grunnnámskeið.

Úti 101 er haldið þrisvar á ári, í janúar, apríl og september.

Næsta námskeið hefst 17. september og við höldum kynningarfund þriðjudaginn 10. september.

Námskeiðið er fyrir fólk sem er að byrja að stunda útihreyfingu eða að fara af stað eftir langt hlé og vill læra undirstöðuatriði í útihlaupi, kynnast sjósundi og byggja upp þol og styrk fyrir útihreyfingu og ævintýri.

Við æfum tvisvar til þrisvar í viku á þessu námskeiði og mikið er um göngur, létt hlaup og þrekæfingar. Æfingadagar og tímasetningar:

  • Alla þriðjudaga kl. 17:30
    Styrktar- og þrekæfingar. Æfingarnar fara fram í Elliðaárdal, Öskjuhlíð, Laugardal og víðar.
  • Alla fimmtudaga kl. 17:30
    Tækni- og gæðaæfingar. Á Hólmsheiðinni, Úlfarsfelli, í Heiðmörk, Bláfjöllum og víðar.
  • Laugardagar / sunnudagar kl. 9:30
    Lengri hreyfing aðra hvora helgi, til skiptis á laugardögum og sunnudögum. Gamlir og nýir slóðar í nágrenni Reykjavíkur

Á Úti 101 er sérstök áhersla lögð á persónulegt utanumhald sem hefst með upphafsviðtali um markmið og væntingar. Námskeiðið er því tilvalið fyrir þá sem vilja koma sér af stað í útihreyfingu og jafnvel þá sem hafa áhuga á að taka síðan þátt í Hálfvættanámskeiði Útihreyfingarinnar.

Úti 101 endar á sameiginlegri útskriftarferð þar sem áfanganum er fagnað.

Hægt er að greiða fyrir námskeiðið í einu lagi eða skipta greiðslum eins og hver og einn kýs inni í greiðsluferlinu sjálfu.

Á meðan á námskeiðinu stendur njóta þátttakendur sérstakra afsláttarkjara Útihreyfingarinnar, auk forgangs og meðlimaverðs í flestar ferðir hreyfingarinnar, Úti ævintýri.

Umsjón með námskeiðinu hefur Kristín Ýr Lyngdal ásamt Helgu Maríu Heiðarsdóttur.

Title

Go to Top