Úti 101

87.600 kr.

Fjögurra mánaða upphafsnámskeið

Næsta námskeið hefst 5.  september
Rafrænn kynningarfundur 28. ágúst kl. 20

Námskeið fyrir fólk sem er að byrja að stunda útihreyfingu eða að fara af stað eftir langt hlé. Áhersla er á að móta nýjan lífsstíl, viðhalda áhuga og einbeitingu til breytinga. Við vitum að slíkt gerist ekki með stuttu átaki, heldur þróast yfir lengri tíma.

Æfingaáætlun Úti 101 byggir ofan á grunnæfingakerfi Útihreyfingarinnar og snýst um hóp- og einstaklingsæfingar ásamt kennslu, fræðslu og þéttu utanumhaldi. Mikið er um göngur, létt hlaup og þrekæfingar þar sem áhersla er á uppbyggingu þols og styrks fyrir útihreyfingu og ævintýri. Kennd eru undirstöðuatriðin í hjólreiðum, skíðagöngu og sjósundi og sú hreyfing smám saman fléttuð inn í æfingaáætlunina.

Hópurinn mætir tvisvar í viku á hraðaskiptar æfingar Útihreyfingarinnar en einu sinni í viku hittist hópurinn einn og sér og æfir með sínum þjálfara. Það er mismunandi eftir vikum hvaða æfingar eru teknar sér og hvaða æfingar eru sameiginlega með öðrum meðlimum Útihreyfingarinnar. Æfingadagar og tímasetningar eru þó alltaf eins:

  • Þriðjudagar kl. 17:30 – Úti þrek
    Styrktar- og þrekæfingar ásamt alls konar hraðasprettum. Oftast hlaupandi en stundum á hjólum. Æfingarnar fara fram í Elliðaárdal, Öskjuhlíð, Laugardal og víðar.
  • Fimmtudagar kl. 17:30 – Úti fimi
    Tækni- og gæðaæfingar. Hlaup, hjól eða gönguskíði. Á Hólmsheiðinni, Úlfarsfelli, í Heiðmörk, Bláfjöllum og víðar.
  • Laugardagar / sunnudagar kl. 9:30 – Úti að leika
    Lengri hreyfing til skiptis á laugardögum og sunnudögum. Fjallganga, hjólreiðar, fjallahlaup, fjallaskíði, gönguskíði, kajak, ferðaskíði, klifur, sjósund. Gamlir og nýir slóðar í nágrenni Reykjavíkur.

Á námskeiðinu er sérstök áhersla lögð á persónulegt utanumhald sem hefst með upphafsviðtali um markmið og væntingar þar sem vörður og áfangar eru skipulagðar til næstu 3ja ára. Þátttakendur fá svo reglulega endurgjöf og mat á stöðu og árangri.

Úti 101 endar á sameiginlegri útskriftarferð, þ.e. dagsferð þar sem áfanganum er fagnað.

Námskeiðið kostar 87.600 kr. eða 21.900 kr. á mánuði í fjóra mánuði. Á meðan á námskeiðinu stendur eru þátttakendur meðlimir í Útihreyfingunni og njóta forgangs og afsláttarkjara í ferðir hreyfingarinnar, Úti ævintýri.

Úti 101 námskeiðið er haldið tvisvar á ári og hefst í byrjun janúar og byrjun september.

16.106 kr. í 6 mánuði

Title

Go to Top