Ævintýri

Við viljum gjarnan að ævintýrin okkar séu svolítið utan fjölförnustu slóða. Við viljum kanna ný lönd. Upplifa fegurð allra árstíða og veðra. Við æfum okkur til að geta lagt í þessa leiðangra.

 • Aðventuganga Ferðaskíði

  Dagsferð í núvitund

  10. desember

  Haldið til fjalla annan sunnudag í aðventu á meðan hlustað er á bókina Aðventu

 • Skautaævintýri

  Dagsferð á skautum

  6. janúar

  Slengjum skautum um öxl og finnum gott skautasvell til að leika okkur á

 • Ferðast á gönguskíðum

  Námskeið í vetrarferðalögum

  15. jan og 27.-28. jan

  Lærðu öll trixin við að ferðast að vetri til, tjalda í snjó og halda á sér hita!

 • Sólheimajökull Jöklaganga

  Dagsferð á skriðjökul

  20. janúar

  Upplifunarferð inn í leyndardóma og óviðjafnanlega fegurð bláíssins

 • Kerlingarfjöll Gönguskíðafestival

  Skíðaganga og dekur á hálendinu

  9.-11. febrúar

  Þriggja daga dekurnámskeið í kósí vetrarstemningu á hálendi Íslands

 • Fjallaskíðanámskeið

  Einstaklingsmiðað námskeið

  Hefst 23. janúar

  Námskeiðið er fjögur skipti, haldið í nágrenni Reykjavíkur, og hentar bæði byrjendum og lengra komnum

 • Vestfjarðarkjálkinn Ferðaskíði

  Tveggja daga púlkuleiðangur

  24.-25. febrúar

  Skíðaleiðangur með púlkur í eftirdragi þar sem Vestfjarðarkjálkinn er þveraður 2 sinnum. Gist í tjaldi 1 nótt

 • Klassíska Rondane leiðin Ferðaskíði

  Skíðað á milli skála í Noregi

  15.-20. mars

  Sígild gönguskíðaperla sem hentar öllum getustigum. Mikil náttúrufegurð og frábær snjóalög

 • Lundahlaupið

  Hlaupaferð til Vestmannaeyja

  3.-5. maí

  Hópferð í eitt af skemmtilegri keppnishlaupum landsins. Gisting, matur og partý að hætti heimamanna

 • Vatnajökull endilangur Ferðaskíði

  ÖRFÁ SÆTI LAUS

  8.-16. maí

  Krefjandi vikulangur skíðaleiðangur yfir hvíta ógnarfegurð þessa mesta jökuls landsins

 • Sveinstindur Fjallaskíði

  Hæstu tindar landsins skíðaðir

  Næturganga 1.-2. júní

  Miðnæturferð um einhverja almögnuðustu fjallaskíðaleið landsins 

 • Langjökull Ferðaskíði

  Hásumarnótt á jökli

  Næturganga 15.-16. júní

  Jökullinn þveraður að nóttu til, á meðan sólin bæði sest og rís!

 • Gengið um Dólómítana

  Fimm dagleiðir á göngu

  29. ágúst -4. sept

  Gengið um þennan fallega fjallgarð og gist á fjögurra stjörnu hóteli í Cortina d'Ampezzo

 • Hlaupaferð um Dólómítana

  Vikulöng hlaupaferð

  5.-12. september

  Hlaupið um hina rómuðu Dólómíta og staði á heimsminjaskrá UNESCO

 • Gjafabréf Útihreyfingarinnar

  Ævintýralega góð gjöf

  Dýrmætasta gjöfin er samvera með þeim sem þér þykir vænt um. Gjafabréf í útihreyfingu, námskeið og ævintýri