Útigengið
32.000 kr. – 64.000 kr.
NÆSTA NÁMSKEIÐ HEFST 15. SEPT
Fyrir öll sem elska fjöll og vilja nýta náttúruna til líkamsræktar
Útigengið er fyrir fólk sem finnst gaman að vera úti í náttúrunni, kynnast nýjum stöðum, bæta við færni sína á fjöllum, eða þau sem langar að dusta rykið af göngubúnaðinum.
Dagskráin er fjölbreytt að vanda. Áherslan í haust er á aðgengilegar stuttar til meðallangar fjallgöngur í nágrenni höfuðborgarinnar. Gengið er á sunnudögum, tvær helgar í mánuði og flestar göngurnar taka 3-5 klst. Eftir áramót gefst tækifæri til að bæta við færni sína og form með lengri og flóknari göngum eins og á Eyjafjallajökul í lok apríl.
Dagskrá til áramóta
- 15. sept. Móskarðshnúkar. Hringleið á alla hnúkana
- 29. sept. Botnssúlur
- 13. okt. Hengill
- 27. okt. Blákollur
- 10. nóv. Þyrill í Hvalfirði
- 24. nóv. Stóri Meitill
- 15. des. Stutt aðventuganga í nágrenni Rvk
Dagskrá eftir áramót
- 19. jan. Helgafell í Hfj.
- 2. feb. Mosfellsbæjarfjöll hringleið
- 23. feb. Esjuhringur
- 2. mar. Geirmundartindur í Akrafjalli
- 16. mar. Stóra Kóngsfell og Drottning
- 30. mar. Hellutindar/Stapatindar
- 12. apr. Eyjafjallajökull
- 4. maí. Vífilsfell
Athugið að ef veður hamlar för á sunnudegi, getur verið að göngu verði flýtt til laugardags.
Þátttaka í Útigenginu fram að áramótum kostar 32.000 kr. sem felur í sér 7 göngur frá miðjum september fram í desember byrjun. Einnig er hægt að taka þátt út veturinn með það að markmiði að æfa sig fyrir hæstu tinda landsins. Þátttaka í Útigenginu allan veturinn kostar 64.000 kr. sem felur í sér 15 göngur frá miðjum september allt til maí loka.
Þátttakendur njóta sérstakra afsláttarkjara Útihreyfingarinnar.
Umsjónarmenn Útigengisins eru allt vanir leiðsögumenn Útihreyfingarinnar
Skráðir þátttakendur fá upplýsingapóst í aðdraganda námskeiðsins.