Útigengið

27.000 kr.49.900 kr.

Útigengið hefur aftur göngu sína!

Útigengið fer í vikulegar gönguferðir með gleðina í fyrirrúmi. Dagskráin er fyrir öll sem langar að kynnast fjöllum og stöðum í nágrenni Reykjavíkur.

Farið er í stuttar til meðallangar gönguferðir á miðvikudögum kl. 18 eða laugardögum kl. 9 og áhersla lögð á Esjuna og nágrenni, gengið á alla helstu toppa hennar og um ægifagra og fáfarnari dali sem liggja norðan megin. En einnig verða fjöll og fell í nágrenni hennar skoðuð. 

Útigengið er tilvalinn hópur fyrir fólk sem er að taka sín fyrstu skref í fjallgöngum eða þau sem langar að dusta rykið af göngubúnaðinum og vilja kynnast útivistarfólki, nýjum stöðum og bæta við færni sína á fjöllum. Þegar veturinn og myrkrið er hvað mest verður nauðsynlegt að vera með allan öryggisbúnað eins og höfuðljós, brodda, og gönguexi. Kennsla í notkun slíks búnaðar er hluti af gönguferðum Útigengisins sem og kennsla í undirstöðuatriðum í notkun á GPS tækjum. Hægt er að leigja stóran hluta af þessum búnaði en ekki þó höfuðljós sem þarf nota frá fyrsta degi. 

Dagskráin vorið 2024 er fjölbreytt og flestar göngurnar eru um 3-4 klst. langar. Dagskrá gengisins er fram í júní og endar á lokaferð þar sem hópurinn fer í lengri göngu með allt á bakinu og gistir í tjaldi eina nótt.

Dags- og tímasetningar á göngum hópsins vorið 2024:

  • Laugardagur 16. mars kl. 9
  • Miðvikudagur 20. mars kl. 18
  • Laugardagur 30. mars kl. 9
  • Miðvikudagur 3. apríl kl. 18
  • Laugardagur 13. apríl kl. 9
  • Miðvikudagur 17. apríl kl. 18
  • Laugardagur 27. apríl kl. 9
  • Miðvikudagur 1. maí kl. 18
  • Laugardagur 11. maí kl. 9
  • Miðvikudagur 15. maí kl. 18
  • Laugardagur 25. maí kl. 9
  • Miðvikudagur 29. maí kl. 18
  • Laugardagur-sunnudags 8.-9. júní

Umsjónarmenn Útigengisins eru þau Magnús Viðar Sigurðsson , Ilmur Kristjánsdóttir, Hrönn Ívarsdóttir og Hafsteinn Halldórsson.

Þátttaka í Útigenginu kostar 49.900 kr. sem felur í sér 13 göngur frá miðjum mars fram í júní byrjun. Einnig er hægt að velja bara laugardagsgöngurnar sem kosta þá 27.000 kr fyrir 7 göngur alla laugardaga fram í júní.

Þátttakendur njóta sérstakra afsláttarkjara Útihreyfingarinnar, auk forgangs og meðlimaverðs í flestar ferðir hreyfingarinnar, Úti ævintýri.

Title

Go to Top