Þjáningabræður

64.800 kr.

Fjögurra mánaða æfingahópur

Fyrir stráka sem vilja koma sér af stað í hreyfingu og útivist

Hreyfinga- og ævintýrabræðralag fyrir stráka á öllum aldri sem vilja koma sér í og viðhalda góðu formi. Markmið hópsins er ná og tryggja líkamlega getu; þol, þrek, jafnvægi og liðleika fyrir útivist og ævintýri.

Æfingaáætlunin byggir á fjölbreyttri hreyfingu og útivist í lokuðum hópi fyrstu vikurnar en svo taka við æfingar með æfingahópi Útihreyfingarinnar tvisvar til þrisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:30 og aðra hvora helgi, til skiptis á laugardögum og sunnudögum kl. 9:30.

Þátttakendur taka fyrstu skrefin inn í nýjan lífsstíl þar sem hreyfing og útivera í samfélagi við aðra er megininntakið. Markmiðið er að koma sér í það form að geta æft með stærri hópum, gengið á fjöll, hlaupið, hjólað, synt og farið í sjóinn.

Vikulegar sameiginlegar göngur og styrktaræfingar ásamt hreyfingaáætlun þar sem áhersla er á stuttar daglegar göngur á virkum dögum. Persónulegt upphafsviðtal og eftirfylgni ásamt fyrirlestrum um hreyfingu, mataræði og markmiðasetningu. Á meðan á námskeiðinu stendur eru þátttakendur meðlimir í Útihreyfingunni og njóta forgangs og afsláttarkjara í ferðir hreyfingarinnar, Úti ævintýri.

Dagsetningar á sameiginlegum göngum hópsins eru þessar:

  • 13. september kl. 18
  • 17. september kl. 10
  • 20. september kl. 18
  • 30. september kl. 08
  • 7. október kl. 08
  • 14. október kl. 08
  • 19. október kl. 06
  • 28.-29. október, helgarferð í Þórsmörk (gisting greidd sérstaklega)

Að auki mun hópurinn stefna á gönguskíðaferð á milli skála í Hardangersvidda í Noregi í byrjun mars 2024. Boðið verður upp á námskeið á ferðaskíðum í aðdraganda leiðangursins.

Hægt er að greiða fyrir þátttökuna í einu lagi eða skipta greiðslum eins og hver og einn kýs inni í greiðsluferlinu sjálfu.

Þjáningabræður eru meðlimir í Útihreyfingunni og njóta forgangs og ríflegra afsláttarkjara í flestar ferðir og námskeið hreyfingarinnar, Úti ævintýri.

Title

Go to Top