• Jöklaáskorun Útihreyfingarinnar Þriggja ára stórbrotið ferðalag Jöklafarar er heitið á nýrri áskorun Útihreyfingarinnar þar sem þátttakendur ganga á ferðaskíðum þvert yfir sex stærstu jökla landsins, þ.e. Eyjafjallajökul, Drangajökul, Mýrdalsjökul, Hofsjökul, Langjökul og Vatnajökul. Markmiðið er ekki að fara upp á hæsta tind hvers jökuls fyrir sig, þ.e. fram og til baka, heldur að skíða þvert yfir jöklana þannig að endað sé á öðrum stað en ferðin hófst. Hægt er að klára áskorunina á eigin hraða, þ.e. á eins skömmum eða löngum tíma og hentar hverjum og einum. Hins vegar skipuleggur Útihreyfingin verkefnið og mælir með því að það sé klárað á alls þremur árum frá upphafi til enda, þannig að byrjað sé á æfingum á ferðaskíðum og minni jöklum áður en ráðist er í flóknari og lengri ferðir og jöklaútilegur. Í hnotskurn Þeir sem hafa enga reynslu og eru að byrja frá grunni, geta hafið vegferðina strax í janúar á næsta ári, 2025 með því að læra á ferðaskíði þ.e. utanbrautargönguskíði með stálköntum og æfa sig svo vikulega nágrenni Reykjavíkur með Úti ferðaskíðahópnum. Að auki þurfa óvanir að taka kvöldnámskeið þar sem kennd er línuhegðun á jökli og notkun á jöklabroddum og ísöxi. Að vori verða svo þrír jöklar þveraðir: Drangajökull, Eyjafjallajökull og Langjökull. Þessa jökla er hægt að þvera hvern um sig á einum löngum skíðadegi og því þarf ekki að gista í tjaldi á jökli þetta fyrsta árið. Annað árið hefst á námskeiðinu Ferðast á gönguskíðum þar sem þátttakendur læra öll trixin við að ferðast með púlku í eftirdragi og tjalda í snjó auk þess sem farið er í æfingaútilegu til að þjálfa handtökin. Að vori er síðan haldið í 3-4 daga ferðir á Hofsjökul annars vegar og Mýrdalsjökul hins vegar. Síðasta árið er svo komið að konungi íslenskra jökla, sjálfum Vatnajökli. Það er ferðalag sem tekur heila viku og þarfnast góðs undirbúnings og æfinga. Ekki aðeins þurfa þátttakendur að vera í góðu líkamlegu formi og þekkja búnaðinn sinn vel, heldur er líka nauðsynlegt að undirbúa hausinn fyrir átökin og langa daga á jökli. Að lokum fá þátttakendur viðurkenningarskjal og heiðursnafnbótina Jöklafari og eru þá komnir með fullan og óskoraðan rétt til að grobba sig á alla jöklakanta, jafnvel á alþjóðavettvangi 🙂 Síðasta tækifærið? Markmið þessa verkefnis er þó ekki eingöngu að vera þátttakendum til skemmtunar og áskorunar. Með frásögnum af ferðunum í máli og myndum, viljum við líka vekja athygli almennings, heima og erlendis, á hraðri bráðnun jöklanna af völdum loftslagshlýnunar. Myndum leiðangursmanna verður m.a. safnað á sameiginlega myndasíðu á samfélagsmiðlum undir samheitinu #lastoftheglaciers eða síðustu jöklarnir. Hópurinn reynir þannig að leggja sín lóð á vogarskálarnar svo að okkar kynslóð verði ekki síðasta kynslóðin sem nýtur þess að ferðast á skíðum um jökla landsins. Skráning Athugið að hvorki er nauðsynlegt að klára áskorunina í ofangreindri röð né á þremur árum. Ef fólk er vant því að ferðast á skíðum þá er hægt að raða jöklaferðunum saman á hvern þann hátt sem hentar og jafnvel byrja á Vatnajökli! Að auki geta þeir sem þegar eru búnir að þvera einhverja jökla auðvitað líka verið með og bætt í safnið. Til að taka þátt þarf aðeins að skrá sig til leiks með því að smella hér. Í kjölfarið verður þér boðið inn í sérstakan FB hóp allra þátttakanda og ævintýrið hefst. Hér að neðan eru linkar inn á viðeigandi jöklaferðir og undirbúningsnámskeið auk ferða sem hægt er að nýta til að æfa skíðatæknina og handtökin. JÖKLAFERÐIR 2025 Eyjafjallajökull. 29. mars Drangajökull. 12.-14. apríl Vatnajökull. 30. apríl - 7. maí Langjökull. 14.-15. júní Mýrdalsjökull. Á dagskrá 2026 Hofsjökull. Á dagskrá 2026 UNDIRBÚNINGSNÁMSKEIÐ 2025 Úti ferðaskíði. Námskeið og æfingahópur. Hefst 8. jan. Vetrarfjallamennska. Grunnnámskeið. 24. feb og 3. mars Ferðast á gönguskíðum. Námskeið og útilega. 13. jan. og 25.-26. jan. ÆFINGAFERÐIR 2025 Norðurljósaganga á ferðaskíðum. Kvöldganga. 18. jan. Þingvellir. Dagsferð. 8. feb. Undir Tröllakirkju. Púlkuferðalag. 15.-16. feb. Yfir Snæfellsnes. Dagsferð. 22. feb. Tvídægra. Skíðað á milli skála. 28. feb-2. mars. Ok. Dagsferð. 15. mars Jötunheimar í Noregi. Skíðað á milli skála. 20.-25. mars
  • Hálfvættur 2025

    161.100 kr.

    Æfingar eru hafnar Hægt er að slást í hópinn til áramóta

    ... Besta áskorun lífs þíns! Þjálfun og undirbúningur til að ljúka hálfum vegalengdum Landvættaáskorunarinnar sem kallar á að þátttakendur ljúki fjórum þrautum í fjórum landshlutum á innan við ári. Þrautirnar felast í skíðagöngukeppni, hjólreiðakeppni, fjallahlaupi og vatnasundskeppni. Stórskemmtileg áskorun til að komast í gott form og þjálfa sig í alls konar útiíþróttum. Þetta er til dæmis heppilegur næsti áfangi fyrir þá sem hafa lokið Úti 101 námskeiðinu. Dagsetningar þrautanna fjögurra
    • Fossavatnsgangan 12. apríl 2025 25 km skíðaganga
    • Bláalónsþrautin, dagsetning ekki staðfest en síðast 8. júní 2024 30 km hjólreiðar
    • Þorvaldsdalsskokkið, dagsetning ekki staðfest en síðast 6. júlí 2024 16 km fjallahlaup
    • Urriðavatnssundið, dagsetning ekki staðfest en síðast 27. júlí 2024 1250 m vatnasund
    Æfingaáætlunin Fyrstu tvo mánuðina byggir æfingaáætlun Landvættahópsins alfarið á æfingagrunni Útihreyfingarinnar þar sem fjórar til fimm sameiginlegar æfingar eru í boði í hverri viku.
    • Á mánudagsmorgnum kl. 6:30 er farið á fjall fyrir vinnu. Mismunandi fjöll í nágrenni höfuðborgarsvæðisins verða fyrir valinu. 1-1,5 klst.
    • Á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:30 eru styrktar-, liðleika-, þrek- og sprettæfingar. 1 klst.
    • Í hádeginu á miðvikudögum, kl. 12:15 er farið í sjóinn, oftast í Nauthólsvík. 30-40 mín.
    • Aðra helgi (helgi 2) í hverjum mánuði er æfing sem byrjar oftast kl. 9:30. Þetta getur verið gönguskíðaæfing í braut, hjólaæfing, hlaup eða stuttar fjallgöngur. 1-2 klst.
    • Fjórðu helgi (helgi 4) í hverjum mánuði er svo lengra helgarævintýri sem byrjar oftast kl. 9:30. Þetta geta verið lengri fjallgöngur, hjólaferðir eða ferðaskíðaferðir. 2-4 klst.
    Að auki er gert ráð fyrir að þátttakendur byrji strax þessa fyrstu mánuði á sérstöku prógrammi þar sem þeir hlaupa sig upp í gott 5-10 km form. Eftir því sem líður á prógrammið og nær dregur keppnunum sjálfum verður þjálfunin sérhæfðari með sértækari æfingaáætlun og þjálfun og aukaæfingum. Meðal annars taka allir í hópnum fjögur mislöng námskeið sem eru innifalin í þátttökugjaldinu: Þessi námskeið eru öll skipulögð þannig að þau henta bæði byrjendum sem og þeim sem eru lengra komnir. Þátttakendur þurfa því t.d. ekki að hafa grunn í skíðagöngu til að taka þátt. Þátttakendur í Landvættahópnum fara í gegnum upphafsviðtal um stöðu sína og markmið og fá markvissa endurgjöf, eftirfylgni og utanumhald allt tímabilið. Í gegnum allt námskeiðið er mikil kennsla og fræðsla, m.a. um tækni, búnað, keppnisundirbúning og keppnisnæringu. Þá eru fræðslu- og upplýsingafundir haldnir fyrir hverja keppnisgrein og þátttakendur fá stuðning og fylgni í gegnum keppnirnar sjálfar. Þjálfarar Sérmenntaðir þjálfarar og sérfræðingar með mikla þekkingu og reynslu í hverri grein fyrir sig koma að þjálfun Landvættahópsins. Þannig eru þjálfarar Útihreyfingarinnar allir með margfalda Landvættatitla og hafa þjálfað vel yfir 50% af öllum sem klárað hafa Landvættaþrautirnar frá upphafi. Það er því fyrir löngu búið að besta þetta æfingaprógram! Námskeiðið tekur 9 mánuði og kostar 161.100 kr. eða 17.900 kr. á mánuði. Hægt er greiða fyrir námskeiðið í einu lagi eða skipta greiðslum eins og hver og einn kýs inni í greiðsluferlinu sjálfu. Á meðan á námskeiðinu stendur eru þátttakendur meðlimir í Útihreyfingunni og njóta góðra afsláttarkjara í völdum verslunum. Viltu vita meira? Hér getur þú lesið allt um hvað það þýðir að verða Landvættur.
  • Landvættur 2025

    161.100 kr.

    Æfingar eru hafnar Hægt er að slást í hópinn til áramóta

    ... Skoraðu á sjálfan þig! Þjálfun og undirbúningur til að ljúka heilum Landvætti sem kallar á að þátttakendur ljúki fjórum þrautum í fjórum landshlutum á innan við ári. Þrautirnar felast í skíðagöngukeppni, hjólreiðakeppni, fjallahlaupi og vatnasundskeppni. Þetta er frábær áskorun fyrir þá sem eru nú þegar í sæmilega góðu formi, vilja komast í sitt besta lífsform og þjálfa sig í alls konar útiíþróttum. Jafnframt heppilegur næsti áfangi fyrir þá sem hafa lokið hálfum Landvætti. Dagsetningar þrautanna fjögurra
    • Fossavatnsgangan 12. apríl 2025 50 km skíðaganga
    • Bláalónsþrautin, dagsetning 2025 ekki staðfest en síðast 8. júní 2024 60 km hjólreiðar
    • Þorvaldsdalsskokkið, dagsetning ekki staðfest 2025 en síðast 6. júlí 2024 25 km fjallahlaup
    • Urriðavatnssundið, dagsetning ekki staðfest 2025 en síðast 27. júlí 2024 2500 m vatnasund
    Æfingaáætlunin Fyrstu tvo mánuðina byggir æfingaáætlun Landvættahópsins alfarið á æfingagrunni Útihreyfingarinnar þar sem fjórar til fimm sameiginlegar æfingar eru í boði í hverri viku.
    • Á mánudagsmorgnum kl. 6:30 er farið á fjall fyrir vinnu. Mismunandi fjöll í nágrenni höfuðborgarsvæðisins verða fyrir valinu.1-1,5 klst.
    • Á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:30 eru styrktar-, liðleika-, þrek- og sprettæfingar.1 klst.
    • Í hádeginu á miðvikudögum, kl. 12:15 er farið í sjóinn, oftast í Nauthólsvík. 30-40 mín.
    • Aðra helgi (helgi 2) í hverjum mánuði er æfing sem byrjar oftast kl. 9:30. Þetta getur verið gönguskíðaæfing í braut, hjólaæfing, hlaup eða stuttar fjallgöngur. 1-2 klst.
    • Fjórðu helgi (helgi 4) í hverjum mánuði er svo lengra helgarævintýri sem byrjar oftast kl. 9:30. Þetta geta verið lengri fjallgöngur, hjólaferðir eða ferðaskíðaferðir. 2-4 klst.
    Að auki er gert ráð fyrir að þátttakendur byrji strax þessa fyrstu mánuði á sérstöku prógrammi þar sem þeir hlaupa sig upp í gott 10 km form. Eftir því sem líður á prógrammið og nær dregur keppnunum sjálfum verður þjálfunin sérhæfðari með sértækari æfingaáætlun og þjálfun og aukaæfingum. Meðal annars taka allir í hópnum fjögur mislöng námskeið sem eru innifalin í þátttökugjaldinu: Þessi námskeið eru öll skipulögð þannig að þau henta bæði byrjendum sem og þeim sem eru lengra komnir. Þátttakendur þurfa því t.d. ekki að hafa grunn í skíðagöngu til að taka þátt. Þátttakendur í Landvættahópnum fara í gegnum upphafsviðtal um stöðu sína og markmið og fá markvissa endurgjöf, eftirfylgni og utanumhald allt tímabilið. Í gegnum allt námskeiðið er mikil kennsla og fræðsla, m.a. um tækni, búnað, keppnisundirbúning og keppnisnæringu. Þá eru fræðslu- og upplýsingafundir haldnir fyrir hverja keppnisgrein og þátttakendur fá stuðning og fylgni í gegnum keppnirnar sjálfar. Þjálfarar Sérmenntaðir þjálfarar og sérfræðingar með mikla þekkingu og reynslu í hverri grein fyrir sig koma að þjálfun Landvættahópsins. Þannig eru þjálfarar Útihreyfingarinnar allir með margfalda Landvættatitla og hafa þjálfað vel yfir 50% af öllum sem klárað hafa Landvættaþrautirnar frá upphafi. Það er því fyrir löngu búið að besta þetta æfingaprógram! Námskeiðið tekur 9 mánuði og kostar 161.100 kr. eða 17.900 kr. á mánuði. Hægt er greiða fyrir námskeiðið í einu lagi eða skipta greiðslum eins og hver og einn kýs inni í greiðsluferlinu sjálfu. Á meðan á námskeiðinu stendur eru þátttakendur meðlimir í Útihreyfingunni og njóta góðra afsláttarkjara í völdum verslunum. Viltu vita meira? Hér getur þú lesið allt um hvað það þýðir að verða Landvættur.

Title

Go to Top