Landvættur 2024
161.100 kr.
Skoraðu á sjálfan þig!
Næsta námskeið hefst 30. október
Þjálfun og undirbúningur til að ljúka heilum Landvætti. 4 þrautir í 4 landshlutum. Skíði, hjól, hlaup og sund.
Frábær áskorun fyrir þá sem eru nú þegar í sæmilega góðu formi, vilja komast í sitt besta lífsform og þjálfa sig í alls konar útiíþróttum. Jafnframt heppilegur næsti áfangi fyrir þá sem hafa lokið hálfum Landvætti.
Vörðurnar á leiðinni eru fjórar.
- Fossavatnsgangan 20. apríl 2024
50 km skíðaganga - Bláalónsþrautin, dagsetning ekki staðfest en var 10. júní 2023
60 km hjólreiðar - Þorvaldsdalsskokkið 6. júlí 2024
25 km fjallahlaup - Urriðavatnssundið, dagsetning ekki staðfest en var 22. júlí 2023
2500 m vatnasund
Æfingaáætlunin byggir á tveimur til þremur sameiginlegum æfingum á viku. Æft er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:30 og aðra hvora helgi til skiptis laugardag og sunnudag kl. 9:30.
Þjálfunin styðst við æfingagrunn Útihreyfingarinnar en verður því sérhæfðari er nær dregur keppnunum með sértækri æfingaáætlun og þjálfun. Athugið að þátttakendur þurfa ekki að hafa grunn í skíðagöngu til að vera með, því þær viðbótaræfingar sem bætast ofan á, snúa fyrst og fremst að því að kenna og ná upp færni á gönguskíðunum en einnig er um að ræða sundæfingar og kuldaþjálfun. Sérmenntaðir þjálfarar og sérfræðingar í skíðagöngu og sundi munu meðal annars koma inn á þessar æfingar.
Að öðru leyti koma margir þjálfarar með mikla þekkingu og reynslu í hverri grein fyrir sig að námskeiðinu. Landvættaþjálfarar Útihreyfingarinnar eru allir með margfalda Landvættatitla og hafa þjálfað vel yfir 50% af öllum sem klárað hafa Landvættaþrautirnar frá upphafi.
Þátttakendur fara í gegnum upphafsviðtal um stöðu sína og markmið og fá markvissa endurgjöf, eftirfylgni og utanumhald allt tímabilið. Sérstakt markþjálfunarnámskeið er haldið í janúar og í gegnum allt námskeiðið er mikil kennsla og fræðsla, m.a. um tækni, búnað, keppnisundirbúning og keppnisnæringu. Þá eru fræðslu- og upplýsingafundir haldnir fyrir hverja keppnisgrein og þátttakendur fá stuðning og fylgni í gegnum keppnirnar sjálfar.
Námskeiðið tekur 9 mánuði og kostar 161.100 kr. eða 17.900 kr. á mánuði. Hægt er greiða fyrir námskeiðið í einu lagi eða skipta greiðslum eins og hver og einn kýs inni í greiðsluferlinu sjálfu.
Meðan á námskeiðinu stendur eru þátttakendur meðlimir í Útihreyfingunni og njóta forgangs og ríflegra afsláttarkjara í flestar ferðir og námskeið hreyfingarinnar, Úti ævintýri.
Viltu vita meira? Hér getur þú lesið allt um hvað það þýðir að verða Landvættur.