Ævintýri

Við viljum gjarnan að ævintýrin okkar séu svolítið utan fjölförnustu slóða. Við viljum kanna ný lönd. Upplifa fegurð allra árstíða og veðra. Við æfum okkur til að geta lagt í þessa leiðangra.

  • Jöklafarar. Áskorun

    Jöklaáskorun Útihreyfingarinnar

    Þriggja ára ferðalag

    Sex stærstu jöklar landsins á ferðaskíðum. Eyjafjallajökull, Drangajökull, Mýrdalsjökull, Hofsjökull, Langjökull og Vatnajökull

  • Fjallastígar Mallorca. Gönguferð

    UPPSELT

    21.-28. apríl

    Aldagamlir fjallastígar þræddir á milli friðsælla smáþorpa, klettaborga, blágrænna sandvíka og ólífu- og appelsínulunda

  • Vatnajökull. Ferðaskíði

    UPPSELT

    8.-15. maí

    Eitt af stærstu ævintýrum lífsins. Krefjandi vikulangur skíðaleiðangur yfir hvíta ógnarfegurð

  • Mýrdalshlaupið. Keppnisferð

    Hlaupagleði og grill

    30. maí-1. júní

    Helgarferð í stórskemmtilegt keppnishlaup, gist, grillað og fagnað saman

  • Hrútsfjallstindar. Fjallganga

    Löng dagsganga

    31. maí

    Krefjandi dagsganga í stórbrotnu háfjallaumhverfi, að hluta til á jökli. Ein allra fallegasta Öræfagangan

  • Langjökull. Ferðaskíði

    ÖRFÁ SÆTI LAUS

    Næturganga 14.-15. júní

    Jökullinn þveraður á ferðaskíðum að nóttu til, frá vestri til austurs, á meðan sólin bæði sest og rís!

  • Gerpissvæðið. Dekurganga

    Fjórir göngudagar á Austfjörðum

    1.-4. júlí

    Stórbrotið en fáfarið, friðlýst svæði á austasta odda Íslands

  • Hvítárvatn. Kajak og fjallganga

    Ein nótt í tjaldi

    19.-20. júlí

    Kajakróður að sjálfu krúnudjásni Hvítárvatns, Karlsdrætti og ganga á Sólkötlu

  • Hornstrandir. Allt á bakinu

    Fjórir göngudagar

    24.-27. júlí

    Hrikaleg náttúrufegurð og sálarró við endimörk hins byggilega heims

  • Norski skerjagarðurinn. Kajak

    Rólegt og nærandi ferðalag

    6.-10. ágúst

    Ferðast á kajak um afskekkt sker og eyjar á milli dásamlegra gistiskála

  • Undir Matterhorn. Snarganga

    Dýrðardagar undir Alpatindum

    22.-29. ágúst

    Átta göngudagar um stórbrotna fjallastíga í hæstu hæðum undir Matterhorn, einu fallegasta fjalli heims

  • Everest Base Camp. Gönguferð

    Ævintýri lífsins!

    5.-17. nóvember

    Draumaferð lífsins með lúxus ívafi. Ógleymanleg ævintýraganga og þyrluflug

  • Vatnajökull. Ferðaskíði 2026

    Jöklaáskorun Útihreyfingarinnar

    30. apríl -7. maí 2026

    Eitt af stærstu ævintýrum lífsins. Krefjandi vikulangur skíðaleiðangur yfir hvíta ógnarfegurð

  • Gjafabréf Útihreyfingarinnar

    Ævintýralega góð gjöf

    Dýrmætasta gjöfin er samvera með þeim sem þér þykir vænt um. Gjafabréf í útihreyfingu, námskeið og ævintýri