Ævintýri og námskeið

Við viljum gjarnan að ævintýrin okkar séu svolítið utan fjölförnustu slóða. Við viljum kanna ný lönd. Upplifa fegurð allra árstíða og veðra.

Við æfum okkur í Útiræktinni til að geta lagt í þessa leiðangra og tekið þátt í alls konar áskorunum.

Auðvitað byggja mörg ævintýri ekki bara á líkamlegri getu heldur líka þekkingu og reynslu. Við bjóðum því einnig upp á alls konar námskeið svo hægt sé að ná sér í nýja hæfileika, læra meira og bæta færni.

  • Aðventuganga. Ferðaskíði

    Dagsferð í núvitund

    14. desember

    Haldið til fjalla þriðja sunnudag í aðventu á meðan hlustað er á bókina Aðventu

  • Útinaglinn 2026. Ævintýraáskorun

    Fjórar þrautir: Ferðaskíði. Fjallganga. Fjallahjól. Sundhlaup

    Skráningu lýkur 4. janúar

    Haltu þér í fjölbreyttu útivistarformi með besta félagsskapnum og stórskemmtilegum áskorunum. Nýjar þrautir á hverju ári

  • Úti brautarskíði. Námskeið

    Stutt byrjendanámskeið á brautarskíðum

    Hefst 5. janúar

    Fjögurra skipta snarpt grunnnámskeið í skíðagöngu í spori. Hefst með rafrænum fræðslufundi

  • Úti 101

    Fyrir byrjendur í útihreyfingu

    Kynning 8. jan. Fyrsta æfing 20. jan

    Áhersla á að móta nýjan lífsstíl, viðhalda áhuga og einbeitingu til breytinga

  • Úti ferðaskíði. Byrjendanámskeið

    Stutt námskeið á ferðaskíðum / utanbrautarskíðum

    Hefst 12. janúar

    Stutt og snarpt námskeið fyrir þá sem vilja læra grunntæknina á ferðaskíðum

  • Úti ferðaskíði. Æfingahópur

    Æfingaferðir á ferðaskíðum / utanbrautarskíðum

    Fyrsta ganga 17. janúar

    Fullkomnaðu tæknina á ferðaskíðunum í 6 æfingagöngum í nágrenni Reykjavíkur

  • Útigengið

    Fjallgönguhópur

    Níu göngur frá 18. janúar

    Fyrir öll sem elska fjöll og vilja nýta náttúruna til líkamsræktar

  • Ferðast á gönguskíðum. Námskeið

    Námskeið í vetrarferðalögum

    21. jan og 31. jan - 1. feb

    Lærðu öll trixin við að ferðast að vetri til, tjalda í snjó og halda á sér hita! Fræðslufundur og útilega

  • Norðurljósaganga. Ferðaskíði

    Kvöldganga í ljósadýrð

    23. janúar

    Stjörnu- og norðurljósaskoðun á gönguskíðum. Fræðsla, kakó og varðeldur

  • Vetrarfjallamennska. Námskeið

    Tveggja kvölda grunnnámskeið

    2. og 9. febrúar

    Grunnurinn í vetrarfjallamennsku og jöklatækni. Allt um brodda, ísaxir, línu og belti

  • Þingvellir. Ferðaskíði

    Dagsganga í jaðri þjóðgarðsins

    14. febrúar

    Gengið á ferðaskíðum í góðan hring um austurhluta þjóðgarðsins. Hentar flestum getustigum

  • Skaftártunga. Ferðaskíði

    Þriggja daga leiðangur

    20.-22. febrúar

    Skíðaleiðangur um stórbrotið svæði. Gist í eina nótt í tjaldi og eina nótt í skála

  • Úti 102

    Framhaldsnámskeið

    Næsti hópur byrjar í mars 2026

    Fyrir þau sem vilja bæta við sig; hlaupa lengra, fara hærra og vera aðeins lengur ofan í sjónum

  • Yfir Snæfellsnes. Ferðaskíði

    Dagsganga um gamla þjóðleið

    14. mars

    Dásemdar skíðaganga yfir innanvert Snæfellsnesið. Hentar flestum getustigum

  • Himneskir Jötunheimar. Ferðaskíði

    Skíðað á milli skála í Noregi

    19.-24. mars

    Ný gönguskíðaferð á milli jökla og hæstu fjalla Noregs í Jötunheimum, einu flottasta fjallasvæði Norðurlanda

  • Fjallastígar Mallorca. Gönguferð

    Upplifunarveisla fyrir sál og líkama

    19.-27. apríl

    Aldagamlir fjallastígar þræddir á milli friðsælla smáþorpa, klettaborga, blágrænna sandvíka og ólífu- og appelsínulunda

  • Eyjafjallajökull. Ferðaskíði

    Jöklaáskorun Útihreyfingarinnar

    23. apríl og næstu þrír dagar til vara!

    Gengið á ferðaskíðum á einum degi þvert yfir Eyjafjallajökul frá vestri til austurs. Ein fallegasta jökladagleið á Íslandi

  • Vatnajökull. Ferðaskíði

    Jöklaáskorun Útihreyfingarinnar

    30. apríl -7. maí

    Eitt af stærstu ævintýrum lífsins. Krefjandi vikulangur skíðaleiðangur yfir hvíta ógnarfegurð

  • Drangajökull. Ferðaskíði

    Jöklaáskorun Útihreyfingarinnar

    15.-17. maí

    Gengið á ferðaskíðum yfir Drangajökul í hinn draumfagra Reykjarfjörð þar sem gist er í tvær nætur

  • Kajaknámskeið

    Náðu tökum á tækninni

    1. júní

    Undirbúningsnámskeið fyrir kajakróður, bæði fyrir byrjendur og lengra komna

  • Hvítárvatn. Kajak og fjallganga

    Ein nótt í tjaldi

    25.-26. júlí

    Kajakróður að sjálfu krúnudjásni Hvítárvatns, Karlsdrætti og ganga á Sólkötlu

  • Norski skerjagarðurinn. Kajak

    Rólegt og nærandi ferðalag

    14.-18. ágúst

    Ferðast á kajak um afskekkt sker og eyjar á milli dásamlegra gistiskála

  • Jöklafarar. Áskorun

    Jöklaáskorun Útihreyfingarinnar

    Þriggja ára ferðalag

    Sex stærstu jöklar landsins á ferðaskíðum. Eyjafjallajökull, Drangajökull, Mýrdalsjökull, Hofsjökull, Langjökull og Vatnajökull

  • Gjafabréf Útihreyfingarinnar

    Ævintýralega góð gjöf

    Dýrmætasta gjöfin er samvera með þeim sem þér þykir vænt um. Gjafabréf í útihreyfingu, námskeið og ævintýri