Ævintýri

Við viljum gjarnan að ævintýrin okkar séu svolítið utan fjölförnustu slóða. Við viljum kanna ný lönd. Upplifa fegurð allra árstíða og veðra. Það skemmir ekki ef þau eru vel erfið. Við æfum til að geta klárað þessi verkefni. Þau reyna oft á þol og styrk. Það þarf haus í þau. Og litlir skammtar af þjáningu, kulda og hungri gera lífið bara skemmtilegra.

En við viljum líka gjarnan að allir borði sjúklega góðan mat saman að kvöldi dags.  Það má gjarnan segja sögur á kvöldvökunni og það er mjög oft sungið. Að það sé sameiginlegur lúxushafragrautur með rjóma og allskyns nammilaði útí að morgni.

Þannig viljum við hafa það.

Skarðsheiðartvist

13. nóv. Fjallahjól

Skoða

Sólheimajökull

26. nóv. Jöklaganga

Skoða

Aðventuganga

11. des. Ferðaskíði

Skoða