Skarðsheiðarvegur. Rafmagnsfjallahjól

17.900 kr.

Kvöldhjólaferð á nýjum slóðum
20.
ágúst

Í þessari ferð þræðum við gamla malarvegi um Leirárdal undir Skarðsheiði og að hluta til aldagamla þjóðleið, svokallaðan Skarðsheiðarveg, sem tengir Hvalfjörð og Borgarfjörð.

Við hjólum hringleið sem býður upp á bæði bratt uppklifur og fantaskemmtilega, langa niðurleið, ásamt hreint út sagt stórkostlegu útsýni. Hér verður hægt að æfa sig í alls konar aðstæðum og læra vel inn á rafmagnshjólið og virkni þess.

Lagt er af stað úr Reykjavík stundvíslega kl. 18 og ekið í samfloti upp í Leirársveit, þar sem hjóleríið byrjar. Gera má ráð fyrir að ferðin taki 3-4 klst. Nauðsynlegt er að vera með viðgerðardót og gott nesti í bakpoka.

Við tökum fagnandi á móti bæði byrjendum og lengra komnum, því ferðin er skipulögð þannig að hver og einn getur hjólað á sínum hraða. Auk þess er fræðslu um hjólið og góða hjólatækni blandað inn í ferðalagið ásamt fróðleik um svæðið sem ferðast er um.

Til að taka þátt þarf að eiga eða leigja fulldempað rafmagnsfjallahjól og vera með heilhjálm með kjálka (fullface hjálm) og hjólabrynju.

Skráðir þátttakendur fá tölvupóst með ítarlegum upplýsingum og búnaðarlista í aðdraganda ferðar.

Fararstjóri er Helga María Heiðarsdóttir.

Title

Go to Top