Skarðsheiðartvist

13. nóv. Fjallahjól

Fjallahjólaferð um Skarðsheiðarveg, gamla þjóðleið sem liggur á milli Hafnarfjalls og Skarðsheiðar.

Lagt er af stað Skorradalsmegin og hjólaðir rúmlega 20 kílómetrar um fáfarið fjalllendi í skugga Skessuhorns, Skarðshyrnu og Heiðarhorns. Slóðinn liggur um misgrófan malarveg og reiðgötu. Komið er niður í Leirársveit þar sem ferðinni lýkur við Ölver, undir Blákolli.

Fjallahjól henta best í þetta ferðalag, bæði fulldempuð og hardtail.

Þátttakendur sameinast í bíla í upphafi ferðar og þar sem ferðin endar á öðrum stað en hún byrjar, þá hjálpast allir að við að ná í bíla við lok ferðar.

Lagt er af stað úr Reykjavík kl. 8 að morgni og gert er ráð fyrir að komið verið aftur til Reykjavíkur fyrir kl. 17.

Ferðin kostar 10.000 kr fyrir meðlimi Útihreyfingarinnar en 14.000 kr fyrir aðra. Skráning fer fram með því að smella á viðeigandi gulan skráningarhnapp hér að neðan. Skráðir þátttakendur fá svo nánari upplýsingapóst þegar nær dregur ferð.

  • Lengd, 20-25 km

  • Hækkun um 400 m

  • 4-5 klst. á hjóli

  • Fulldempuð eða hardtail fjallahjól

Skráning. Meðlimur í Útihreyfingunni. 10.000 kr.
Skráning. Ekki meðlimur í Útihreyfingunni. 14.000 kr.