Stóra Kóngsfell. Fjallganga

7.900 kr.

Stóra Kóngsfell, Drottning og Eldborg
23. mars

Stóra Kóngsfell, Drottning og Eldborg í nágrenni Bláfjalla blasa við öllum sem aka á skíðavæði höfuðborgarinnar en færri gera sér ferð þangað. Það er synd því þessi snotru fjöll eru svo sannarlega þess virði að skoða nánar.

Oft er gengið á alla þrenninguna í einu og það ætlum við að gera í þessari ferð, enda eru þessir þrír toppar hver öðrum ólíkari og útsýnið mismunandi. Það er einstaklega gaman að ganga um þetta fjölbreytta svæði sem allt er undirlagt dramatískum og óvæntum gígum og smáhnjúkum. Magnaður vitnisburður um eldsumbrot og jarðhræringa fyrri tíma. En hér þarf líka að huga vel að því hvar stigið er niður fæti, því stundum leynast holur undir mjúkum mosa!

Gangan hefst kl. 9 frá Bláfjallaafleggjaranum og gert er ráð fyrir því að ganga í góðan hring, fyrst á Eldborg, svo Drottningu og enda á Stóra Kóngsfelli áður en hringnum er lokað aftur við bíla. Leiðin er um 5 km með um 300 m hækkun og gera má ráð fyrir að gangan taki um 3 klst með góðri nestispásu.

Skráðir þátttakendur fá ítarlegan tölvupóst með ferðalýsingu og búnaðarlista í aðdraganda ferðar.

Í þessari fjallgöngu er gengið með Útigenginu, fjallgönguhópi Útihreyfingarinnar. Í Útigenginu er gleðin í fyrirrúmi og dagskráin hentar fyrir þau sem langar að kynnast fjöllum og stöðum í nágrenni Reykjavíkur. Tilvalinn hópur fyrir fólk sem er að taka sín fyrstu skref í fjallgöngum eða þau sem langar að dusta rykið af göngubúnaðinum og vilja kynnast öðru útivistarfólki, nýjum stöðum og bæta við færni sína á fjöllum.

Title

Go to Top