Múlarönd upp á Þórnýjartind

5.900 kr.

Fjallganga
11. maí

Gangan hefst við bæinn Kleif í minni Eilífsdal. Þaðan er gengið í suður að lægri Múla og síðan upp Múlaröndina, hrygg sem liggur nær beint upp á Þórnýjartind. Eftir að toppunum er náð verður áð og síðan gengið áfram í suður og dáðst að ægifögru útsýni yfir Einstakaklett, Djúpagil og Hrafnagil á leið upp á Kistufell.

Þessi ganga er um 9 km fram og tilbaka með hækkun upp á ca 710 mtr. Lagt er af stað úr bænum um kl. 9:00 um morguninn en allar frekari upplýsingar eru sendar á skráða þátttakendur þegar nær dregur.

Útigengið fer í vikulegar gönguferðir með gleðina í fyrirrúmi. Dagskráin er fyrir öll sem langar að kynnast fjöllum og stöðum í nágrenni Reykjavíkur. Tilvalinn gönguhópur fyrir fólk sem er að taka sín fyrstu skref í fjallgöngum eða þau sem langar að dusta rykið af göngubúnaðinum og vilja kynnast útivistarfólki, nýjum stöðum og bæta við færni sína á fjöllum.

Title

Go to Top