Botnssúlur. Fjallganga
5.900 kr.
Fjallganga
29. september
Fáir fjallstoppar bjóða uppá jafn glæsilegt útsýni og Botnsúlur sem standa fyrir botni Hvalfjarðar og eru á sama tíma krúnudjásnið í fjallasýn Þingvalla.
Þessi þúsund metra hái fjallabálkur er skyldufag í íslenzkum fjallafræðum. Þarna þurfa allir að ganga upp og kynnast þessu risastóra útivistarsvæði í nágrenni höfuðborgarinnar.
Þetta er umtalsverð fjallganga um gróið land og skriður í töluverðum bratta en efst er greiður og breiður hryggur. Búast má við 4-5 tíma göngu yfir um það bil 6 til 7 km, með hækkun uppá 970 metra.
Útigengið er fjallgönguhópur þar sem gleðin er í fyrirrúmi. Dagskráin er fyrir öll sem langar að kynnast fjöllum og stöðum í nágrenni Reykjavíkur. Tilvalinn hópur fyrir fólk sem er að taka sín fyrstu skref í fjallgöngum eða þau sem langar að dusta rykið af göngubúnaðinum og vilja kynnast útivistarfólki, nýjum stöðum og bæta við færni sína á fjöllum.