Hlaupaferð um Dólómítana

80.000 kr.329.000 kr.

Vikulöng hlaupaferð
5.-12. september

Það er eitthvað við Dólómítana – útsýnið, náttúruna, matinn og söguna sem allir þurfa að upplifa.

Þetta er miðlungskrefjandi hlaupaferð og fólk þarf að vera í góðri þjálfun og þola að vera lengi á fótum nokkra daga í röð.

Hlaupaleiðirnar eru frá 10 km með 600 metra hækkun upp í 20 km með 1100 metra hækkun. Einstaka leiðir bjóða upp á styttingu fyrir þau sem vilja auðveldari dag á fótum. Einnig geta þau sem það kjósa geta sleppt hlaupadegi og notið þess sem Cortina d´Ampezzo hefur upp á að bjóða. Eins verður einn frjáls dagur sem fólki gefst kostur á að verja að vild, m.a. er hægt að leigja sér hjól, hlaupa meira eða fara í göngutúr á eigin vegum.

Í þessari ferð munum við heimsækja marga fallegustu staði Dólómítana, allir sérvaldir af Helgu Maríu sem hefur komið oftar en flestir til þessa fallega fjallgarðs. Svæðið er ríkt af sögu m.a. frá fyrri heimsstyrjöldinni og bæði Tre Cimes og Cinque Torri á heimsminjaskrá UNESCO.

Gist verður á fjögurra stjörnu hóteli í Cortina d’Ampezzo allar næturnar og er morgunmatur innifalinn. 

Hópurinn hittist á flugvellinum í Feneyjum á degi 1 og endar þar á loka degi ferðar, athugið að besta flug frá Feneyjum er daginn eftir að ferð lýkur svo þátttakendur hafa einn dag á eigin vegum í Feneyjum ef þau kjósa að fljúga heim þann dag.

Leiðsögumaður í þessari ferð er Helga María en hún hefur mikla reynslu af því að ferðast og leiðsegja um Dólómítana – bæði sumar og vetur, gangandi, hlaupandi, skíðandi eða klifrandi. Hún er menntaður náttúruland- og jöklafræðingur, og er mjög fróð um náttúru, jarðfræði, menningu og sögu Dólómítana.

Innifalið Akstur til og frá flugvelli og á hlaupastaði, gisting á 4 stjörnu hóteli og morgunmatur, kláfur og sameiginlegur loka kvöldverður. Undirbúningsfundur, leiðsögn og utanumhald.

Ekki innifalið Flug, afþreying á hvíldardegi, gisting í Feneyjum nóttina fyrir flug og annað sem ekki er tiltekið í innifalið.

Verð 329.000 kr.
Hægt er að greiða ferð að fullu eða greiða staðfestingargjald 80.000 kr og eftirstöðvar í síðasta lagi sex vikum fyrir ferð. Lágmarksþátttaka miðar við 10 manns.

Skoða gönguferð um Dólómítana í ágúst 2024

Title

Go to Top