Gengið um Dólómítana

80.000 kr.329.000 kr.

Fimm dagleiðir á göngu
29. ágúst-4. september

Ógleymanleg ævintýraferð þar sem áhersla er á að njóta og verja deginum saman í þessu stórfenglega umhverfi.

Í þessari ferð munum við heimsækja marga fallegustu staði Dólómítana, sérvaldir af Helgu Maríu sem hefur komið oftar en flestir til þessa fallega fjallgarðs.

Svæðið er ríkt af sögu m.a. frá fyrri heimsstyrjöldinni og bæði Tre Cimes og Cinque Torri á heimsminjaskrá UNESCO. Fjallgarðurinn er þekktur fyrir alla útvistarmöguleikana sem hann býður upp á og þar er hægt að ganga um dögunum saman, alltaf með nýtt útsýni fyrir augunum.

Gist verður á fjögurra stjörnu hóteli í Cortina d’Ampezzo allar næturnar og er morgunmatur innifalinn.  

Hópurinn hittist á flugvellinum í Feneyjum á degi 1 og endar þar á loka degi ferðar, athugið að besta flug frá Feneyjum er daginn eftir að ferð lýkur svo þátttakendur hafa einn dag á eigin vegum í Feneyjum ef þau kjósa að fljúga heim þann dag.

Leiðsögumaður í þessari ferð er Helga María en hún hefur mikla reynslu af því að ferðast og leiðsegja um Dólómítana – bæði sumar og vetur, gangandi, hlaupandi, skíðandi eða klifrandi. Hún er menntaður náttúruland- og jöklafræðingur, og er mjög fróð um náttúru, jarðfræði, menningu og sögu Dólómítana.

Innifalið Akstur til og frá flugvelli og á göngustaði, gisting á 4 stjörnu hóteli og morgunmatur, kláfur og sameiginlegur loka kvöldverður. Undirbúningsfundur, leiðsögn og utanumhald.

Ekki innifalið Flug, afþreying á hvíldardegi, gisting í Feneyjum nóttina fyrir flug og annað sem ekki er tiltekið í innifalið.

Verð 329.000 kr.
Hægt er að greiða ferð að fullu eða greiða staðfestingargjald 80.000 kr og eftirstöðvar í síðasta lagi sex vikum fyrir ferð. Lágmarksþátttaka miðar við 10 manns.

 

Title

Go to Top