Blákollur. Fjallganga
5.900 kr.
Fjallganga
27. október
Blákollur er fjall sem kemur á óvart! Þetta er sjaldfarinn tindur en samt í alfaraleið því við höfum öll ekið þarna framhjá mörg hundruð sinnum.
Leiðin á tindinn opnar á útsýni á fjalllendi sem hulið er sjónum þegar ekið er framhjá Hafnarfjalli. Landsýnin á tindinum er stórfengleg. Í suðri er Akrafjall, Esjan og Reykjanesið, í vestri allt Snæfellsnesið, Baula og Holtavörðuheiði í norður og allir tindar Skarðsheiðarinnar í austur.
Góður stígur hefur myndast á hryggnum á leið upp á Blákoll en búast má við að gangan taki 3-4 tíma með um það bil 700 metra hækkun yfir rúma 5 kílómetra.
Útigengið er fjallgönguhópur þar sem gleðin er í fyrirrúmi. Dagskráin er fyrir öll sem langar að kynnast fjöllum og stöðum í nágrenni Reykjavíkur. Tilvalinn hópur fyrir fólk sem er að taka sín fyrstu skref í fjallgöngum eða þau sem langar að dusta rykið af göngubúnaðinum og vilja kynnast útivistarfólki, nýjum stöðum og bæta við færni sína á fjöllum.