Landvættur 2025

161.100 kr.

Æfingar eru hafnar
Hægt er að slást í hópinn til áramóta

Skoraðu á sjálfan þig!

Þjálfun og undirbúningur til að ljúka heilum Landvætti sem kallar á að þátttakendur ljúki fjórum þrautum í fjórum landshlutum á innan við ári. Þrautirnar felast í skíðagöngukeppni, hjólreiðakeppni, fjallahlaupi og vatnasundskeppni.

Þetta er frábær áskorun fyrir þá sem eru nú þegar í sæmilega góðu formi, vilja komast í sitt besta lífsform og þjálfa sig í alls konar útiíþróttum. Jafnframt heppilegur næsti áfangi fyrir þá sem hafa lokið hálfum Landvætti.

Dagsetningar þrautanna fjögurra

  • Fossavatnsgangan 12. apríl 2025
    50 km skíðaganga
  • Bláalónsþrautin, dagsetning 2025 ekki staðfest en síðast 8. júní 2024
    60 km hjólreiðar
  • Þorvaldsdalsskokkið, dagsetning ekki staðfest 2025 en síðast 6. júlí 2024
    25 km fjallahlaup
  • Urriðavatnssundið, dagsetning ekki staðfest 2025 en síðast 27. júlí 2024
    2500 m vatnasund

Æfingaáætlunin

Fyrstu tvo mánuðina byggir æfingaáætlun Landvættahópsins alfarið á æfingagrunni Útihreyfingarinnar þar sem fjórar til fimm sameiginlegar æfingar eru í boði í hverri viku.

  • Á mánudagsmorgnum kl. 6:30 er farið á fjall fyrir vinnu. Mismunandi fjöll í nágrenni höfuðborgarsvæðisins verða fyrir valinu.1-1,5 klst.
  • Á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:30 eru styrktar-, liðleika-, þrek- og sprettæfingar.1 klst.
  • Í hádeginu á miðvikudögum, kl. 12:15 er farið í sjóinn, oftast í Nauthólsvík. 30-40 mín.
  • Aðra helgi (helgi 2) í hverjum mánuði er æfing sem byrjar oftast kl. 9:30. Þetta getur verið gönguskíðaæfing í braut, hjólaæfing, hlaup eða stuttar fjallgöngur. 1-2 klst.
  • Fjórðu helgi (helgi 4) í hverjum mánuði er svo lengra helgarævintýri sem byrjar oftast kl. 9:30. Þetta geta verið lengri fjallgöngur, hjólaferðir eða ferðaskíðaferðir. 2-4 klst.

Að auki er gert ráð fyrir að þátttakendur byrji strax þessa fyrstu mánuði á sérstöku prógrammi þar sem þeir hlaupa sig upp í gott 10 km form.

Eftir því sem líður á prógrammið og nær dregur keppnunum sjálfum verður þjálfunin sérhæfðari með sértækari æfingaáætlun og þjálfun og aukaæfingum. Meðal annars taka allir í hópnum fjögur mislöng námskeið sem eru innifalin í þátttökugjaldinu:

Þessi námskeið eru öll skipulögð þannig að þau henta bæði byrjendum sem og þeim sem eru lengra komnir. Þátttakendur þurfa því t.d. ekki að hafa grunn í skíðagöngu til að taka þátt.

Þátttakendur í Landvættahópnum fara í gegnum upphafsviðtal um stöðu sína og markmið og fá markvissa endurgjöf, eftirfylgni og utanumhald allt tímabilið. Í gegnum allt námskeiðið er mikil kennsla og fræðsla, m.a. um tækni, búnað, keppnisundirbúning og keppnisnæringu. Þá eru fræðslu- og upplýsingafundir haldnir fyrir hverja keppnisgrein og þátttakendur fá stuðning og fylgni í gegnum keppnirnar sjálfar.

Þjálfarar

Sérmenntaðir þjálfarar og sérfræðingar með mikla þekkingu og reynslu í hverri grein fyrir sig koma að þjálfun Landvættahópsins. Þannig eru þjálfarar Útihreyfingarinnar allir með margfalda Landvættatitla og hafa þjálfað vel yfir 50% af öllum sem klárað hafa Landvættaþrautirnar frá upphafi. Það er því fyrir löngu búið að besta þetta æfingaprógram!

Námskeiðið tekur 9 mánuði og kostar 161.100 kr. eða 17.900 kr. á mánuði. Hægt er greiða fyrir námskeiðið í einu lagi eða skipta greiðslum eins og hver og einn kýs inni í greiðsluferlinu sjálfu.

Á meðan á námskeiðinu stendur eru þátttakendur meðlimir í Útihreyfingunni og njóta góðra afsláttarkjara í völdum verslunum.

Viltu vita meira? Hér getur þú lesið allt um hvað það þýðir að verða Landvættur.

Title

Go to Top