Útiæfingar

Æfðu með Útihreyfingunni

Komdu með okkur út að æfa og leika allan ársins hring. Þú getur slegist í hópinn hvenær sem er!

Æfingahópur Útihreyfingarinnar hittist 4-5 sinnum í viku á sameiginlegum krossþjálfunaræfingum þar sem blandað er saman mismunandi æfingum og mismunandi hreyfingu. Markmiðið er að tryggja líkamlega getu, þol og þrek fyrir alls konar útivist og ævintýramennsku.

  • Mánudagar kl. 6:30. 60-90 mín.
    Fjall fyrir vinnu, ganga eða hlaup. Oftast á Úlfarsfell en líka upp að Steini í Esju, á Helgafell, Mosfell etc.
  • Þriðjudagar kl. 17:30. 60 mín.
    Styrkur, liðleiki og líkamsþyngdaræfingar. Æfingarnar fara fram í Elliðaárdal, Laugardal, Öskjuhlíð og Árbæ
  • Miðvikudagar kl. 12:15. 30-40 mín.
    Sjósund/sjóbað, öndun og teygjur. Ylströndin í Nauthólsvík
  • Fimmtudagar kl. 17:30. 60 mín.
    Þrek, sprettir og þol. Við HÍ, í Himnastiganum í Kópavogi, við Vífilsvatn og Reynisvatn
  • Laugardagar / sunnudagar
    Tvær helgaræfingar í mánuði. Helgi nr. 2 í hverjum mánuð er 1-2 klst. æfing. Stundum er hlaupið, stundum er hjólað eða farið á gönguskíði í braut eða stutta fjallgöngu. Helgi nr. 4 í hverjum mánuði er lengra ævintýri sem getur tekið 2-6 klst. Þetta geta verið lengri fjallgöngur, ferðaskíðaferðir eða hjólaferðir.
    Upphafstími helgaræfinga fer að einhverju leyti eftir því hvað er gert og hvenær árs. Við byrjum fyrr á sumrin en seinna á veturnar þegar birtir seint. Þessar æfingar eru líka ýmist á laugardögum eða sunnudögum en áætlunin liggur alltaf fyrir 3-4 mánuði fram í tímann.

Að auki býðst æfingahópi Útihreyfingarinnar nokkrum sinnum á ári að taka þátt í því að hlaupa sig upp í 10 km form.

Æfingar okkar eru alltaf hraðaskiptar og henta öllum getustigum. Við bendum þó byrjendum og þeim sem eru að fara af stað eftir langt hlé, á Úti 101, 2ja mánaða byrjendanámskeið sem hefjast í janúar og september á hverju ári. Þar er lögð áhersla á hæga uppbyggingu með auknu utanumhaldi, kennslu og fræðslu.

Þátttaka í æfingahópi Útihreyfingarinnar kostar 7.500 kr. á mánuði með 12 mánaða binditíma, annars 9.500 kr. á mánuði. Verðmunurinn á þessum tveimur áskriftarleiðum er áskrift í 2,5 mánuð. Allir meðlimir í Útihreyfingunni njóta ríflegra afsláttarkjara í völdum verslunum.

Ársáskrift
Ársáskrift að Útihreyfingunni er bæði hægt að greiða í einni greiðslu, 90 þúsund kr. eða mánaðarlega 7.500 kr. Lágmarksbinding er 12 mánuðir en áskriftin endurnýjast sjálfkrafa ef henni er ekki sagt upp með því að senda tölvupóst á utihreyfingin@utihreyfingin.is með að minnsta kosti mánaðarlöngum fyrirvara áður en að endurnýjum kemur eftir 12 mánuði.

Mánaðaráskrift
Áskrift að Útihreyfingunni án bindingar kostar 9.500 kr. á mánuði. Þetta er ótímabundin áskrift sem er greidd mánaðarlega og endurnýjast sjálfkrafa ef henni er ekki sagt upp með tölvupósti á á utihreyfingin@utihreyfingin.is með að minnsta kosti mánaðarlöngum fyrirvara. Lágmarksbinditími er 2 mánuðir.

Ársáskrift – Greitt árlega
Ársáskrift – Greitt mánaðarlega

Title

Go to Top