Úti 101

Fjögurra mánaða upphafsnámskeið fyrir fólk sem er að byrja að stunda útihreyfingu eða að fara af stað eftir langt hlé. Áhersla er á að móta nýjan lífstíl, viðhalda áhuga og einbeitingu til breytinga. Við vitum að slíkt gerist ekki með stuttu átaki, heldur þróast yfir lengri tíma.

Æfingaáætlun Úti 101 byggir á grunnæfingum Útihreyfingarinnar og snýst um hóp- og einstaklingsæfingar ásamt fræðslu. Mikið er um göngur, létt hlaup og þrekæfingar þar sem áhersla er á uppbyggingu þols og styrks fyrir útihreyfingu og ævintýri. Kennd eru undirstöðuatriðin í hjólreiðum, skíðagöngu og sjósundi og sú hreyfing smám saman fléttuð inn í æfingaáætlunina.

Áhersla er lögð á persónulegt utanumhald sem hefst með upphafsviðtali um markmið og væntingar þar sem vörður og áfangar eru skipulagðar til næstu 3ja ára. Þátttakendur fá svo reglulega endurgjöf og mat á stöðu og árangri. Námskeiðið endar á sameiginlegri útskriftarferð, þ.e. dagsferð þar sem áfanganum er fagnað.

Námskeiðið kostar 87.600 kr. eða 21.900 kr. á mánuði í fjóra mánuði. Innifalið er 4ra mánaða áskrift af Útihreyfingunni.

Úti 101 námskeiðið er haldið tvisvar á ári, í janúar og september. Næsta námskeið hefst laugardaginn 7. janúar.

  • 4 mánuðir

  • 21.900 kr. á mánuði

  • Persónuleg ráðgjöf

  • Regluleg endurgjöf

  • Mikil fræðsla og stuðningur

  • Göngur og hlaup

  • Hjólreiðar

  • Skíðaganga

  • Sjósund

  • Þrekæfingar

Skráning. Úti 101. Verð 87.600 kr.