Ævintýri lífsins!
5.-17. nóvember 2025
Komdu með okkur í hið fullkomna Himalaya ævintýri upp í hinar goðsagnakenndu grunnbúðir Everest!
Að komast upp í Everest Base Camp er alltaf mikið afrek og í raun lífsbreytandi ferðalag. Þessi ferð bíður upp á að haka þetta ævintýri út af draumaferðalistanum - undir faglegri og öruggri fararstjórn.
Á níu dögum göngum við í gegnum fögur Sherpa þorp, forn klaustur og mismunandi gróðurlendi í stórkostlegum fjallasölum Himalaya. Við göngum í skugga hæstu fjalla jarðar, yfir hengibrýr sem hanga yfir beljandi jökulfljótum og njótum útsýnisins á Everestfjall og nágranna þess, útsýni sem mun gera þig orðlausa.
Hópurinn gistir á krúttlegum tehúsum á leiðinni og kynnist hinni dásamlegu nepölsku menningu og upplifir nepalska matargerð. Á boðstólum er líka nóg af afslöppun og gæðatíma.
Á leiðinni til baka gefst svo einstakt tækifæri til að skoða gönguleiðina og hæstu tinda veraldar úr lofti. Því af hverju að ganga sömu leið til baka þegar þú getur svifið yfir hið stórkostlega landslag Himalaya og skoðað útsýnið í einkaþyrlu?
Ferðin byrjar og endar í höfuðborg Nepal, Katmandu þar sem gist verður á fimm stjörnu hóteli. Í lok ferðar verða litríkar og fjölskrúðugar götur Kathmandu skoðaðar, ásamt fornum musterum, og stöðum sem eru á heimsminjaskrá UNESCO.
Þessi ferð er svo miklu meira en bara gönguferð. Þetta er ævintýraferð sem skilur eftir sig fullan poka af ógleymanlegum minningum.
Helga María, leiðsögukona Útihreyfingarinnar í þessari ferð, hefur ferðast og gengið víða í Nepal og meðal annars mikið á þessu svæði og er að auki með mikla reynslu af ferðalögum í hæð. Helga María er með réttindi frá Félagi íslenskra fjallaleiðsögumanna og gilt Wilderness First Responder skírteini, áratuga reynslu af leiðsögn og hefur leiðsagt óteljandi ferðir bæði hérlendis sem erlendis. Hún er einnig land- og jöklafræðingur, þekkir jarðfræði og sögu Himalaya vel og hefur einstaklega gaman að því að deila þeim fróðleik með þeim sem ferðast með henni.
Innifalið í ferðinni sem kostar 565 þúsund er íslensk fararstjórn, undirbúningsfundir og aðstoð við undirbúning, nepalskur leiðsögumaður og burðarmenn, öll ferðalög innanlands í Nepal (rútur, flug, þyrluferð), matur á meðan göngu stendur, gisting í tehúsum í göngunni, gisting á 5 stjörnu hótelum í Kathmandu, þjóðgarðsgjöld, skoðunarferð um sögufræga staði í Kathmandu og sameiginlegur kveðju kvöldverður.
Athugið að flug til að frá Nepal er ekki innifalið. Heldur ekki vegabréfsáritun, ferðatryggingar, þjórfé fyrir nepalskt starfsfólk, matur í Kathmandu (fyrir utan loka kvöldverð), öll persónuleg útgjöld og annað sem ekki er tekið fram að sé innifalið.
Ferðin er unnin í samstarfi við vini okkar hjá
Himalayan Outdoor Project.
Lágmarksþátttaka miðar við 8 manns en hópurinn getur að hámarki talið 12 manns. Staðfestingargjald skal greiða í síðasta lagi fyrir 1. maí en eftirstöðvar ferðarinnar eru greiddar í síðasta lagi sex vikum fyrir ferð. Einfalt er að dreifa greiðslum með því að senda póst á Útihreyfinguna.