Útihreyfingin á Austurlandi

12 mánaða fjarþjálfun

Útihreyfingin ætlar að bjóða upp á ársáskrift í fjarþjálfun allt næsta ár, 2023.

Í áskriftinni felst aðgangur að æfingaáætlun sem byggir á tveimur til þremur krossþjálfunaræfingum á viku þar sem blandað er saman mismunandi æfingum og mismunandi hreyfingu. Markmiðið er að tryggja líkamlega getu, þol og þrek fyrir alls konar útivist og ævintýramennsku.

Á þriðjudögum eru styrktar- og þrekæfingar ásamt alls konar hraðasprettum, oftast hlaupandi en stundum á hjólum. Fimmtudagsæfingarnar eru tækni- og gæðaæfingar, hlaup, hjól eða skíði. Á laugardögum og sunnudögum til skiptis er lengri hreyfing sem er stundum fjallganga eða hjólreiðar, fjallahlaup, fjallaskíði, gönguskíði og jafnvel sjósund í bland!

Við trúum ekki á átaksverkefni en vitum að það getur verið erfitt að halda sér að verki. Þess vegna er persónulegt utanumhald mikilvægur þáttur í Útihreyfingunni. Strax eftir skráningu er meðlimum boðið í rafrænt upphafsviðtal um markmið og væntingar, ásamt því að þrisvar á ári fá allir endurgjöf og mat á stöðu sinni og árangri.

Ársáskriftin endurnýjast sjálfkrafa ef henni er ekki sagt upp með að minnsta kosti mánaðarlöngum fyrirvara. Ef fleiri en einn frá sama lögheimili skráir sig í Útihreyfinguna í 12 mánuði, fá viðbótarmeðlimir 20% fjölskylduafslátt.

Meðlimir í Útihreyfingunni njóta forgangs og afsláttar í flestar ferðir og námskeið hreyfingarinnar, Úti ævintýri.

Verð fyrir þátttöku í fjarþálfunarhópnum er 108.000 kr. eða 9.000 kr. á mánuði í 12 mánuði. Það er um 30% afsláttur af fullu verði sem er 154.800 kr.

Landvættur og Hálfvættur 2023

Landvættaþrautirnar fjórar eru frábær áskorun til að setja sér. Áskorunin felst í því að taka þátt í fjórum þrautum á einu ári: Skíðagöngu á Vestfjörðum í apríl, fjallahjólreiðum á Reykjanesi í júní, fjallahlaupi á Tröllaskaga í byrjun júlí og vatnasundi skammt frá Egilsstöðum undir lok júlí. 

Þetta er áskorun og markmið sem ekki bara kemur þér í fantagott form, þú lærir líka helling í leiðinni, ferðast um landið og bætir fullt af vinum og gleðistundum í líf þitt