Úti últra æfingahópur

35.000 kr.99.800 kr.

NÆSTA NÁMSKEIÐ HEFST 2. APRÍL, 2025

Hlaupa- og undirbúningshópur fyrir Kerlingarfjöll Ultra eða önnur löng fjallahlaup

Fjögurra mánaða æfinga- og undirbúningshópur sem er sérstaklega hugsaður fyrir þau sem stefna að því að taka þátt í Kerlingarfjöll Ultra hlaupinu sem haldið verður laugardaginn 26. júlí, 2025.

Æfingaáætlunin hentar bæði fyrir 22 km og 60 km vegalengdina en má líka nota fyrir önnur löng fjallahlaup sem haldin eru á svipuðum tíma. Löng fjallahlaup eða svokölluð últra hlaup eru keppnir þar sem hlaupið er lengra en 50 km en undir þessa skilgreiningu falla til dæmis Hengill Ultra, Laugavegshlaupið, Dyrfjallahlaupið og Súlur Vertical.

Á svona markmiðstengdu ferðalagi skiptir höfuðmáli að æfingaferlið sé skemmtilegt og félagsskapurinn góður. Í þessum hópi finnur þú æfingafélagana sem halda þér við efnið, þjást með þér í gegnum súrt og sætt og deila með þér nördalegum áhuga á langhlaupum.

Æskilegt er að þeir sem ætla að hlaupa 60 km í Kerlingarfjallahlaupinu, hafi hlaupið reglulega í þó nokkurn tíma fram að upphafi námskeiðs og geti a.m.k. hlaupið 15 km án vandræða. Þeir sem stefna á 22 km í Kerlingarfjallahlaupinu, þurfa að treysta sér í að hlaupa 5 km í upphafi námskeiðsins.

Sameiginlegar æfingar hefjast 2. apríl, 2025 og standa til mánaðarmóta júlí/ágúst. Hópurinn æfir saman tvisvar sinnum í viku, kl. 18 á miðvikudögum og kl. 10 á sunnudögum. Að auki æfir hópurinn með Útihreyfingunni 2-3 sinnum í viku (kl. 17:30 á þriðjudögum og fimmtudögum og kl. 9:30 til skiptis á laugardögum og sunnudögum). Í æfingaáætlun hópsins er líka gert ráð fyrir einu hlaupi í viku á eigin vegum.

Þátttaka kostar 35.000 kr. fyrir þá sem eru nú þegar meðlimir í Útihreyfingunni eða 8.750 kr. á mánuði í fjóra mánuði. Aðrir borga 99.800 kr. sem er þátttökugjaldið plús fjögurra mánaða áskrift að Útihreyfingunni. Meðlimir í Útihreyfingunni hafa aðgang að 2-3 alls konar útiæfingum í hverri viku, fá allt að 40% afslátt í ferðir hreyfingarinnar, Úti ævintýri, auk góðra afsláttarkjara í völdum verslunum.

Athugið að hægt er að greiða þátttökugjaldið í einu lagi eða skipta greiðslum eins og hver og einn kýs inni í greiðsluferlinu sjálfu.

Þjálfarar hópsins eru Helga María Heiðarsdóttir, Róbert Marshall og Kjartan Salómonsson, allt þrautreyndir langhlauparar og útivistarfólk. Útihreyfingin er framkvæmdaraðili Kerlingarfjallahlaupsins og þjálfarar hópsins þekkja því leiðina, landslag og aðstæður gríðarlega vel.

Skráðir þátttakendur fá ítarlegan upplýsingapóst og boð á undirbúningsfund í aðdraganda námskeiðsins.

Title

Go to Top