Úti fjallahjól. Námskeið

20.000 kr.24.000 kr.

Vikulegar fjallahjólaæfingar
Hefst 23. apríl

Staðreynd: Besta leiðin til að verða góð á fjallahjóli er að hjóla á fjallahjóli. Mikið og oft. Þetta vita allir. En hvað og hvernig á að æfa til að verða enn betri?

Þetta getuskipta námskeið er skipulagt til að gera þig að betri hjólara og leggja góðan grunn að æfingum í fjallahjólreiðum. Bættu tæknina, fáðu meira út úr hverjum pedalahring og hjólaðu hraðar og lengra með þjálfurum Útihreyfingarinnar sem hafa í áraraðir miðlað af reynslu sinni og þekkingu í hjólafræðunum.

Hver er besta leiðin til að klífa langar brekkur, hvernig á að tækla bratta niður í móti, yfirstíga hindranir, bæta jafnvægið og almennt bara vera á hjólinu? Þetta og margt fleira á þessu 8 vikna námskeiði sem hentar bæði fyrir þau sem eru að taka sína fyrstu hjólahringi sem og hina sem vilja bæta tæknina og koma sér í gírinn fyrir komandi hjólasumar.

Hópurinn hittist alls sjö sinnum, fimm sinnum seinnipartinn á miðvikudögum á æfingu sem tekur 1.5-2 klst., einu sinni í lengri fjallahjólaferð á sunnudegi og einu sinni á nokkurs konar keppnisæfingu, þar sem þátttakendur geta hjólað annað hvort 30 km eða 60 km. Sú æfing gildir sem staðfestur hjólahluti Landvættaþrautanna og hægt er að kaupa sér aðgang bara að henni. Sjá að neðan.

Dagskrá námskeiðsins

  • Mið. 23. apríl. Kl. 18
  • Mið. 30. apríl. Kl. 18
  • Mið. 7. maí. Kl. 18
  • Mið. 14. maí. Kl. 18
  • Mið. 21. maí. Kl. 18
  • Sun. 25. maí. Kl. 10
  • Lau. 7. júní. Kl. 10. Keppnisæfing 30 km eða 60 km

Til að taka þátt í námskeiðinu þurfa þátttakendur að eiga eða leigja eftirfarandi hjólatýpu: Fulldempað fjallahjól eða fulldempað rafmagnsfjallahjól. Fjallahjól sem eru einungis með framdempara (svokallað hardtail) ganga líka en þá er gott að hafa möguleikann á því að geta lækkað sætið á hjólinu.

Miðvikudagana 14. og 21. maí verður hópnum skipt upp og þeir sem það vilja geta þá farið dýpra í tæknina, þ.e. læra grunntækni í tæknilegri leiðum / downhill. Athugið þá þarf að auki að eiga extra fjallahjólaöryggisbúnað, að lágmarki hnéhlífar, bakbrynju og hjálm með kjálka.

Helga María Heiðarsdóttir leiðir námskeiðið en henni til halds og trausts eru Kjartan Salómonsson og Róbert Marshall.

Námskeiðið kostar 20 þúsund kr. fyrir þau sem æfa með Útihreyfingunni en 24 þúsund kr. fyrir aðra, veljið rétta upphæð hér að neðan. Skráðir þátttakendur á námskeiðinu fá nánari upplýsingar í tölvupósti í aðdraganda námskeiðsins.

Keppnisæfing fyrir Landvætti 7. júní

Hægt er að kaupa sig sérstaklega inn í keppnisæfinguna, laugardaginn 7. júní, án þess að taka þátt í öllu námskeiðinu, og fá staðfestingu á þátttökunni fyrir Landvættatitilinn.

Þátttaka í 30 km hjólahring gildir inn í hálfan Landvætt og kostar 5900 kr. Þátttaka í 60 km hjólahring gildir inn í heilan Landvætt og kostar 7900 kr.

Athugið að til að fá æfinguna staðfesta inn í Landvætti þá má hjólið sem notað er, ekki vera rafmagnshjól. Skráðir þátttakendur fá allar upplýsingar um þrautina, brautina, búnað og drykkjarstöðvar etc. í aðdraganda æfingarinnar.

Smelltu hér til að skrá og greiða fyrir 30 km keppnisæfingu
Smelltu hér til að skrá og greiða fyrir 60 km keppnisæfingu

Til að skrá sig á allt námskeiðið smelltu á gráa kassann Veldu möguleika hér að neðan og veldu Meðlimir verð ef þú ert að æfa með Útihreyfingunni, annars Almennt verð.

Title

Go to Top