Sveinstindur Fjallaskíði

49.000 kr.68.500 kr.

Dagsferð á fjallaskíðum
3. júní

Einhver almagnaðasta fjallaskíðaleið landsins og þó víðar væri leitað.

Hnappaleiðin er farin upp að Vestari Hnappi sem er toppaður með línutryggingum. Þá er þrammað á skinnunum yfir á Sveinstind sem er næst hæsti tindur landsins og alls ekki síðri en Hvannadalshnúkur sem blasir við okkur vestan til í Öræfajökulsöskjunni.

Skíðaleiðin okkar liggur síðan niður að Bræðrajökli, með viðkomu á Sveinsgnípu, og svo tekur við dásamleg skíðamennska eins langt niður og snjóalög leyfa í áttina að Kvískerjum. Hátt í 8 kílómetra löng skíðabrekka í ótrúlegu útsýni.

Í þessari ferð er farið á þrjá af hundrað hæstu tindum landsins, þ.e. Vestari Hnapp, Sveinstind og Sveinsgnípu.

Hópurinn hittist eldsnemma að morgni 3. júní við Kvísker, þar sem sameinast er í stóran fjallatrukk sem flytur hópinn upp að jökulrönd við Hnappaleiðina. Að ferð lokinni verður slegið upp grillveislu í hlöðunni hjá Glacier Adventure að Hala í Suðursveit.

Við mælum með gistingu á Hala bæði fyrir og eftir ferð. Þar er hægt að bóka gistingu hjá eftirfarandi:

www.skyrhusid.is
www.gerdi.is
www.hali.is

Einnig verður í boði að gista í tjaldi á túninu hjá Glacier Adventure fyrir 1500 krónur með aðgangi að salerni og útisturtu sem er auðvitað uppáhaldssturtan!

Þetta er langur skíðadagur og þátttakendur þurfa að vera í líkamlega góðu formi og kunna nokkuð vel á skíði. Við mælum með undirbúningsferðum eins og á Bláfell og Snæfellsjökul eða Fjallaskíðaferð á Tröllaskaga.

Ef veðurspá er óhagstæð fyrir laugardaginn, er möguleiki að ferðin verði færð yfir á sunnudag. Þátttakendur fá nánari upplýsingar í tölvupósti þegar nær dregur. Haldinn verður rafrænn undirbúningsfundur og búnaðarfundur í aðdraganda ferðarinnar.

Innifalið: Akstur af láglendi og upp að jökulrönd, undirbúningsfundur og búnaðarskoðun, leiðsögn og utanumhald.

Title

Go to Top