Sveinstindur. Fjallaskíði

53.000 kr.68.000 kr.

Miðnæturganga á fjallaskíðum
1.-2. júní

Einhver almagnaðasta fjallaskíðaleið landsins skinnuð og skíðuð.

Hnappaleiðin er farin upp að Vestari Hnappi sem er toppaður með línutryggingum. Þá er þrammað á skinnunum yfir á Sveinstind sem er næst hæsti tindur landsins og alls ekki síðri en Hvannadalshnúkur sem blasir við okkur vestan til í Öræfajökulsöskjunni.

Skíðaleiðin okkar liggur síðan niður að Bræðrajökli, með viðkomu á Sveinsgnípu, og svo tekur við dásamleg skíðamennska eins langt niður og snjóalög leyfa. Hátt í 8 kílómetra löng skíðabrekka í ótrúlegu útsýni.

Í þessari ferð er farið á þrjá af hundrað hæstu tindum landsins, þ.e. Vestari Hnapp, Sveinstind og Sveinsgnípu. Þetta er skemmtilegur en krefjandi leiðangur og þátttakendur þurfa að vera í líkamlega góðu formi og kunna nokkuð vel á skíði.

Hópurinn hittist að kvöldi 1. júní við Kvísker í Öræfum, þar sem sameinast er í stóran fjallatrukk sem flytur hópinn upp að jökulrönd við Hnappaleiðina. Ferðinni lýkur svo aftur á upphafsstað, þar sem komið er niður við gamla bæinn í Kvískerjum.

Þátttakendur fá nánari upplýsingar í tölvupósti þegar nær dregur. Veður og snjóalög geta alltaf haft í för með sér breytingar á dagsetningum en haldinn verður rafrænn undirbúnings- og búnaðarfundur í aðdraganda ferðarinnar.

Ferðin kostar 53.000 kr. fyrir meðlimi Útihreyfingarinnar en 68.000 kr. fyrir aðra. Hægt er að greiða ferðina í einu lagi eða skipta greiðslum eins og hver og einn kýs inni í greiðsluferlinu sjálfu.

Innifalið í verði er akstur af láglendi og upp að jökulrönd, undirbúningsfundur og búnaðarskoðun, leiðsögn og utanumhald.

Title

Go to Top