Ferðaskíði í fjallalúxus

Sérferð fyrir hópa

Vetrarævintýri af bestu gerð!

Hópurinn gistir í fjallalúxusskála á hálendi Íslands sem býður upp á allt það besta. Stórgóða aðstöðu til að borða saman, spjalla, syngja og dansa! Ef hópurinn vill hafa sinn einkakokk þá er það hægt.

Hópnum er kennt á ferðaskíði (utanbrautarskíði með stálköntum) og farið í ferðir út frá skálanum með óvæntum stopppum þar sem slegið er upp stóru tjaldi, með gærum og fjallakakói.

Í þessari ferð er líka farið yfir allt það helsta sem kunna þarf til að geta ferðast með öruggum hætti á ferðaskíðum s.s. leiðarval, rötun, búnað og ýmis öryggisatriði við undirbúning ferða. Þátttakendur fá að einnig að prufa að skíða með púlkur og sleða í eftirdragi ef áhugi og stemning er fyrir því. Hægt er að leigja allan nauðsynlegan búnað.

Ógleymanleg helgi þar sem ferðast er um ótroðnar slóðir íslenskra óbyggða.

Sendu okkur póst á utihreyfingin@utihreyfingin.is fyrir allar frekari upplýsingar og verð.

Title

Go to Top