Fjallahjól. Keppnisæfing

Hjólahluti Landvættaþrautanna
7. júní

Hjólanámskeiði Útihreyfingarinnar Úti fjallahjól sem hófst í lok apríl lýkur með keppnisæfingu laugardaginn 7. júní. Sú keppni gildir sem hjólahluti Landvættanna.

Brautin liggur um græna trefilinn fyrir ofan höfuðborgarsvæðið, þ.e. Hólmsheiði, Hafravatn, Heiðmörk, Vífilsstaðavatn etc. og er fantaskemmtileg og fjölbreytt, stundum á þröngum moldar- og malarstígum, stundum á malarvegum en líka aðeins á malbiki.

Hægt er að kaupa sig sérstaklega inn í þessa keppnisæfingu án þess að taka þátt í öllu fjallahjólanámskeiðinu og fá staðfestingu á þátttökunni fyrir Landvættatitilinn.

Þátttaka í 30 km hjólahring gildir inn í hálfan Landvætt og kostar 5900 kr. Þátttaka í 60 km hjólahring gildir inn í heilan Landvætt og kostar 7900 kr.

Athugið að til að fá æfinguna staðfesta inn í Landvætti þá má hjólið sem notað er, ekki vera rafmagnshjól. Skráðir þátttakendur fá allar upplýsingar um þrautina, brautina, búnað og drykkjarstöðvar etc. í aðdraganda æfingarinnar.

Smelltu hér til að skrá og greiða fyrir 30 km keppnisæfingu
Smelltu hér til að skrá og greiða fyrir 60 km keppnisæfingu

Title

Go to Top