Nepal Ævintýraferð
85.000 kr. – 452.000 kr.
Fimmtán daga stútfull ævintýraferð
21. mars – 4. apríl
Mardi Himal gönguleiðin, flúðasigling, svifflug, hellaskoðun, frumskógar-safari, og jóga í Himalaya fjallgarðinum. Ásamt hinni dásamlegu nepölsku menningu, matargerð, bæjarrölti og nóg af afslöppun.
Þetta er ferð fyrir ævintýraþyrsta ferðalanga á öllum aldri.
Dagur 1, 21. mars Komið til Kathmandu (KTM)
Akstur frá Tribhuvan alþjóðaflugvellinum í Katmandu á hótel. Gengið um litríkar og fjölskrúðugar götur Kathmandu. Hópurinn aðlagast nýju umhverfi.
Gist á þriggja stjörnu hóteli og kvöldverður innifalinn.
Dagur 2 Flug til Pokhara
Stórkostleg flugleið með útsýni yfir Himalaya fjöllin. Við nýtum það sem eftir lifir dags í að skoða okkur um, en Pokhara er dásamlegur bær sem er frægur fyrir hið fallega Phewa vatn og einstaka Himalaya fjallasýn. Tvímælalaust ein fallegasta borg Nepal.
Gist á þriggja stjörnu hóteli, morgunmatur og kvöldverður innifalinn.
Dagar 3-7 Mardi Himal ganga
Mardi Himal er einstök Himalaya ganga og frábær leið til þess að kynnast Himalaya fjallgarðinum á auðveldari máta en með því að ganga til að mynda upp í Everest Base camp. Fimm dagar á göngu í gegnum gamla lyngrósarskóga, umkringd fjallarisunum Annapurna, Machhapuchhre (eitt fallegasta fjall heims og kallast einnig Fishtail), Mardi Himal og Gangapurna.
Hópurinn gistir á krúttlegum tehúsum á leiðinni og dagleiðirnar eru stuttar eða frá 3-5 klst og því nægur tími til að njóta náttúrunnar og stunda jóga seinnipart dags undir leiðsögn jógakennara.
Mardi Himal gangan er falinn fjarsjóður sem liggur rétt við aðra frægari og fjölfarnari gönguleið sem kallast ABC (Annapurna Base Camp trek). Mardi Himal er mun fáfarnari og hér er því einstakt tækifæri til að upplifa Himalaya án fjöldans.
Dagur 3 Ganga til Dhampus
Ekið frá Pokhara til Phedi í byrjun dags en þar hefst gangan til Dhampus sem er í 1650 m hæð. Fallegt útsýni yfir Annapurna og Dhaulagiri fjallgarðana fylgir okkur allan daginn. Í lok dags verður boðið upp á jógatíma utandyra þar sem við mýkjum líkamann og drögum í okkur orku þessa stórkostlega fjallgarðs!
Gist á tehúsi, morgunmatur og kvöldverður innifalinn.
Dagur 4 Ganga til Forest Camp
Í dag er gengið frá Dhampus til Forest Camp í 2500 m y.s. Gengið er í gegnum lyngrósarskóg og afar fjölbreytt landslag.
Gist á tehúsi, morgunmatur og kvöldverður innifalinn
Dagur 5 Jóga á Skýjahæð
Hópurinn færir sig hærra og stórkostlegt fjallaútsýni birtist er við náum Skýjahæð (Cloud hill). Í boði verður að taka þátt í jógatíma á Skýjahæð áður en við klárum gönguna í Badal Danda sem liggur í 3210 m y.s.
Gist á tehúsi, morgunmatur og kvöldverður innifalinn.
Dagur 6 Hæsta punkti náð
Hópurinn nær hæstu hæðum í 4200 m.y.s. og fær stórkostlegt útsýni yfir Mardi Himal, Fishtail og fleiri tinda. Þegar við erum búin að taka helling af myndum og drekka í okkur útsýnið hefjum við gönguna aftur niður til Pokhara.
Gist á tehúsi, morgunmatur og kvöldverður innifalinn.
Dagur 7 Ekið til Pokhara
Göngu um Mardi Himal lýkur, hópnum ekið frá Kalimati til Pokhara. Líflegt kvöldlífið við vatnið í Pokhara skoðað.
Gist á þriggja stjörnu hóteli, morgunmatur og kvöldverður innifalinn
Dagur 8 Rafting og fallhlífarsigling í Pokhara
Í dag geta ferðalangar valið um að slaka á í Pokhara eða skella sér í flúðasiglingu (rafting) eða svifflug (paraglide) en hvoru tveggja er vinsæl og spennandi afþreying í Pokhara.
Þau sem ekki hafa áhuga á siglingu eða flugi þurfa ekki að örvænta, því af nægri afþreyingu er að taka í Pokhara.
Gist á þriggja stjörnu hóteli, morgunmatur og kvöldverður innifalinn
Dagur 9 Hellaskoðun í Pokhara
Hópurinn skoðar einn fallegasta helli Nepals er kallast Gupteswar Gupha og lærir að búa til Momo, nepölsk smáhorn (dumplings).
Gist á þriggja stjörnu hóteli, morgunmatur og kvöldverður innifalinn.
Dagur 10 Ekið til Chitwan
Í dag er ekið um Nepal á ferð frá Pokhara til Chitwan þjóðgarðsins (4-5 klst akstur). Þar kemur hópurinn sér fyrir í frumskóginum og slakar á. Um kvöldið er farið í stutta göngu í nágrenninu og hópurinn fær að kynnast Tharu samfélaginu.
Gist á fjögurra stjörnu hóteli, morgunmatur og kvöldverður innifalinn
Dagur 11 Frumskógar safari í Chitwan
Dagurinn í dag verður ógleymanlegur! Hópurinn skellir sér í frumskógar-safari-ævintýraferð í Chitwan þjóðgarðinum. Keyrt er um á jeppa og fylgst með dýralífinu, en hægt er að sjá nashyrninga, fíla, dádýr og margar framandi fuglategundir.
Gist á fjögurra stjörnu hóteli, morgunmatur og kvöldverður innifalinn.
Dagur 12 Friðsæll og rólegur dagur í Chitwan
Slakað á við sundlaugarbakkann og jóga stundað umkringd friðsælli og ævintýralegri náttúru.
Gist á fjögurra stjörnu hóteli, morgunmatur og kvöldverður innifalinn.
Dagur 13 Flogið til Kathmandu
Stutt innanlandsflug til Kathmandu. Áhugaverðir staðir sem eiga sér ríka sögu í Katmandu skoðaðir, rölt um þröngar götur Thamel og Kathmandu Durbar Square heimsótt m.a.
Gist á fjögurra stjörnu hóteli, morgunmatur og kvöldverður innifalinn.
Dagur 14 Kathmandu
Hópurinn heldur áfram að kynnast Katmandu og nágrenni og skoða staði sem eru á heimsminjaskrá UNESCO. Rölt um þröngar götur, forn musteri og hefðbundinn nepalskur arkitektúr skoðaður. Í dag er einnig tilvalið að versla handverk, minjagripi og síðast en ekki síst að borða síðustu nepölsku kvöldmáltíðina.
Gist á fjögurra stjörnu hóteli, morgunmatur og kvöldverður innifalinn.
Dagur 15 Flogið heim
Kveðjum Nepal með fullan poka af ógleymanlegum minningum og fljúgum frá Tribhuvan alþjóðaflugvellinum áleiðis heim til Íslands.
Verð: 452.000 kr. (á mann m.v. tvo í herbergi).
Innifalið: Innanlandsflug, allur akstur og leiðsögn. Gisting og fæði ásamt:
- Safari jeppaferð
- Hellaskoðun
- Momo kennslu
- Flúðasiglingu eða svifflugi
- Jógatímum
- Flutningi á farangri í Mardi Himal göngu
Ekki innifalið: Millilandaflug til og frá Nepal, hádegismatur, tryggingar, bólusetningar, vegabréfsáritun og annað sem ekki er upptalið hér að ofan.
Leiðsögukona: Helga María ásamt nepölskum leiðsögmanni frá Himalayan Adventure.
Ferðin er skipulögð í samstarfi við Himalayan Adventure. Athugið að ferðaáætlunin getur tekið einhverjum breytingum vegna veðurs og aðstæðna.
Hægt er að greiða ferð að fullu eða staðfestingargjald 85.000 kr. og eftirstöðvar í síðasta lagi sex vikum fyrir ferð. Hægt er að skipta greiðslum eins og hver og einn kýs inni í greiðsluferlinu sjálfu.
Lágmarksþátttaka miðar við 8 manns.
Fyrir allar frekari upplýsingar er hægt að senda póst utihreyfingin@utihreyfingin.is.