Töfrar Nepal

Sérferð fyrir hópa 

Þetta er ferð fyrir ævintýraþyrsta ferðalanga á öllum aldri þar sem gengið er um Mardi Himal gönguleiðina, farið í flúðasiglingu, svifflug, hellaskoðun, frumskógar-safari, og jóga í Himalaya fjallgarðinum.

Mardi Himal er mun fáfarnari og því gefst tækifæri til að upplifa Himalaya án fjöldans. Þetta er einstök gönguleið og frábær leið til þess að kynnast Himalaya fjallgarðinum á auðveldari máta en með því að ganga til að mynda upp í Everest Base camp. Gönguleiðin fer í gegnum gamla lyngrósarskóga, umkringd fjallarisunum Annapurna, Machhapuchhre, Mardi Himal og Gangapurna.

Hópurinn gistir á krúttlegum tehúsum á leiðinni og kynnist hinni dásamlegu nepölsku menningu og upplifir nepalska matargerð en á boðstólnum er líka nóg af afslöppun og gæðatíma.

Litríkar og fjölskrúðugar götur Kathmandu eru einnig skoðaðar, ásamt fornum musterum, og stöðum á heimsminjaskrá UNESCO. Ævintýraferð sem skilur eftir sig fullan poka af ógleymanlegum minningum.

Þessi ferð er skipulögð í samstarfi við Himalayan Adventure. Leiðsögumenn eru Helga María ásamt nepölskum leiðsögmanni.

Sendu okkur póst á utihreyfingin@utihreyfingin.is fyrir allar frekari upplýsingar og verð.



Title

Go to Top