Sérferð í ítölsku Dolomitana 
17.-23. september 2023

Það er bara eitthvað við ítölsku Dólómítana – útsýnið, náttúran, maturinn og sagan er eitthvað sem allir þurfa að upplifa að minnsta kosti einu sinni á ævinni.

Dólómítarnir eru heimsfrægir fyrir alla útvistarmöguleikana sem landslagið þar bíður upp á. Þar er hægt að ganga um dögunum saman og alltaf með eitthvað nýtt útsýni fyrir augunum (sem kallar á myndatökustopp), hjóla á frábærum stígum, klifra í klettum og svo auðvitað skíða á veturnar. 

Mörg svæði í Dólómítunum eru á heimsminjaskrá UNESCO, má þar nefna Tre Cimes og Cinque Torri. Saga Dólómítana er löng m.a. margar sögur frá fyrri heimsstyrjöldinni.

Þessi ferð er sérhönnuð fyrir ykkar hóp. Við sjáum um allt skipulag frá A-Ö og leiðsegjum hópnum um undraveröld Dólómítana. 

 

LEIÐSÖGUMAÐUR
Helga María hefur mikla reynslu af því að ferðast um Dólómítana – bæði sumar og vetur, gangandi, hlaupandi, skíðandi eða klifrandi. Hún er menntaður náttúruland- og jöklafræðingur, er mjög fróð um náttúru, jarðfræði, menningu og sögu Dólómítana og einn reynslumesti íslenski leiðsögumaðurinn á þessu svæði.

 

STAÐFESTINGARGJALD

Ganga þarf frá staðfestingargjaldi í ferðina fyrir 9. febrúar. Staðfestingargjaldið er 90.000 kr.

Vinsamlega fylgið þessum hlekk til að ganga frá greiðslu.
Staðfestingu á greiðslu skal senda á utihreyfingin@utihreyfingin.is.

Skoða Skilmála