21.-22. júní
ÆFINGAHELGI Í KERLINGARFJÖLLUM
Helgaræfing Útihreyfingarinnar 21. júní verður haldin í Kerlingarfjöllum og í boði er að lengja æfinguna í dúndur flotta helgarferð með mat, böðum og gistingu að ógleymdri alvöru Kerlingarfjallakvöldvöku og gleði.
Þetta verður stórskemmtileg æfingahelgi sem hentar öllum getustigum.
Þátttakendur sameinast í bíla í gegnum FB hópinn okkar og aka í Kerlingarfjöll á laugardagsmorgun. Þar verður hægt að velja mislangar, leiðsagðar hlaupavegalengdir, 5 km, 15 km og 22 km, allt eftir getu og vilja. Leiðirnar bjóða allar upp á stórkostlega náttúruupplifun.
Eftir hlaupin er hægt að skola af sér í nýju hálendisböðunum og borða saman tveggja rétta kvöldverð áður en ekið er aftur til Reykjavíkur. Við mælum samt eindregið með því að fólk leggi helgina undir ferðalagið og gisti á svæðinu enda getum höfum við fengið gríðargott tilboð á gistingu fyrir hópinn frá Kerlingarfjöllum Highland Base. Í boði er alls konar gisting fyrir alla vasa, þ.e. frá svefnpokagistingu í Nýpunum (sem eru misstórir A bústaðir) sem eru staðsettar á tjaldsvæðinu og upp í uppábúin rúm í deluxe herbergjum á sjálfu hótelinu.
Eftir kvöldmat á laugardaginn verður slegið í kvöldvöku með gítarspili og söng, jafnvel úti í bjartri sumarnóttinni, ef veður leyfir. Daginn eftir, þ.e. á sunnudaginn, verður svo boðið upp á stutt endurheimtarhlaup / skoðunarferð áður en haldið er heim á leið.
Þau sem ætla að keppa í Kerlingarfjöllum ultra hlaupinu 27. júlí ættu alls ekki að láta þessa æfingahelgi framhjá sér fara. Hlaupaleiðirnar liggja allar alfarið eða að hluta til eftir keppnisleiðunum sjálfum. Þetta er því kjörið tækifæri til að minnka aðeins kvíðahrollinn og vita nákvæmlega við hverju má búast þegar kemur að sjálfum keppnisdeginum.
Við mælum með að þau sem ætla að keppa í 11 km hlaupinu í Kerlingarfjöllum ultra, hlaupi 5 km. Þau sem ætla að keppa í 22 km, hlaupi 15 km og þau sem ætla í 60 km, hlaupi 22 km. Allir þátttakendur verða boðaðir á rafrænan undirbúningsfund í aðdraganda ferðarinnar og fá sendan góðan búnaðarlista.
Þátttaka í hlaupaæfingunni sjálfri á laugardag (5 km, 15 km eða 22 km) er ókeypis fyrir öll sem æfa með Útihreyfingunni og hægt er að taka bara þátt í henni og engu öðru. Hins vegar þarf að borga aukalega fyrir önnur gæði sem í boði eru, sjá að neðan.
Smellið á viðeigandi hlekk til að skrá ykkur til leiks og greiða. Athugið að takmarkað framboð er á gistingunni og viðbúið að hún seljist fljótt upp.
Matur og böð
– 2ja rétta kvöldverður og aðgangur að hálendisböðunum
– Hlaupaæfing á laugardag
– 12.900 pr. mann
6 manna skáli
– Svefnpokagisting í 6 manna skála / Nýpu
– 2ja rétta kvöldverður og aðgangur að hálendisböðunum
– Hlaupaæfing á laugardag, kvöldvaka og endurheimtarhlaup á sunnudag
– 21.000 pr. mann
3ja manna skáli
– Svefnpokagisting í 3ja manna skála / Nýpu
– 2ja rétta kvöldverður og aðgangur að hálendisböðunum
– Hlaupaæfing á laugardag, kvöldvaka og endurheimtarhlaup á sunnudag
– 24.900 pr. mann
Standard twin
– Gisting í standard twin herbergi
– 2ja rétta kvöldverður og aðgangur að hálendisböðunum
– Hlaupaæfing á laugardag, kvöldvaka og endurheimtarhlaup á sunnudag
– 31.500 pr. mann
Deluxe double
– Gisting í deluxe double herbergi
– 2ja rétta kvöldverður og aðgangur að hálendisböðunum
– Hlaupaæfing á laugardag, kvöldvaka og endurheimtarhlaup á sunnudag
– 43.900 pr. mann
Deluxe eins manns
– Gisting í deluxe eins manns herbergi
– 2ja rétta kvöldverður og aðgangur að hálendisböðunum
– Hlaupaæfing á laugardag, kvöldvaka og endurheimtarhlaup á sunnudag
– 62.000 pr. mann