Ok. Ferðaskíði

24.900 kr.

Dagsganga á horfin jökul
15. mars

Í þessari dagsferð verður gengið á ferðaskíðum upp á Ok sem gnæfir yfir Húsafelli og býður upp á gríðargott útsýni nær og fjær.

Okið missti jökultitil sinn fyrir skemmstu og er nú bara einföld og fábrotin dyngja! Engu að síður er feykigaman að koma þangað upp, skoða toppgíginn og þá stórfenglegu fjallasýn sem við blasir. Enda ætti allt fjallafólk að heimsækja Ok að minnsta kosti einu sinni á ævinni.

Þetta er löng dagsganga á skíðum, 25-35 km, allt eftir því hversu langt er hægt að aka upp á Kaldadal frá Húsafelli sökum snjóa. Það er þó sama hversu löng gangan verður, það má alltaf hlakka til þess að á bakaleiðinni hallar allt undan fæti enda er hæðarferill göngunnar er afar einfaldur: Upp. Upp. Upp. Niður. Niður. Niður 🙂

Lagt er af stað úr Reykjavík í rauðabítið á laugardagsmorgni til að nýta daginn sem best og ekki verður komið aftur til Reykjavíkur fyrr en undir kvöld.

Þátttakendur þurfa að vera tilbúnir í langan dag á skíðum auk þess að hafa nokkuð gott vald á ferðaskíðum. Við mælum með námskeiðinu Úti ferðaskíði til að koma sér í ferðaform æfa sig á skíðunum.

Athugið að endanleg ferðatilhögun þarf alltaf að taka tillit til bæði veðurs og snjóalaga. Þannig gæti þurft að breyta leiðarvali og ef veðurspáin er óhagstæð fyrir laugardaginn, er mögulegt að ferðin verði færð yfir á sunnudag.

Þátttakendur fá nánari upplýsingar og búnaðarlista í tölvupósti í aðdraganda ferðar en þurfa að lágmarki að eiga eftirfarandi búnað, fá hann lánaðan eða leigðan: Ferðaskíði, þ.e. utanbrautarskíði með stálköntum, skinn undir skíðin og skíðastafi. Hægt er að leigja skíði á nokkrum stöðum, m.a. hjá skíðaleigu Útilífs.

Ferðin kostar 24.900 kr. og innifalið í verðinu er leiðsögn og utanumhald.

Title

Go to Top