Úti últra æfingahópur

25.000 kr.89.800 kr.

Æfinga- og undirbúningshópur fyrir löng fjallahlaup eða svokölluð últra hlaup. Það eru keppnir þar sem hlaupið er lengra en 50 km en undir þessa skilgreiningu falla til dæmis Hengill Ultra, Laugavegshlaupið, Úti últra Kerlingarfjöll og Austur Ultra.

Á svona markmiðstengdu ferðalagi skiptir höfuðmáli að æfingaferlið sé skemmtilegt og félagsskapurinn góður. Í þessum hópi finnur þú æfingafélagana sem halda þér við efnið, þjást með þér í gegnum súrt og sætt og deila með þér nördalegum áhuga á langhlaupum.

Sameiginlegar æfingar 1-2 sinnum í viku, oftast á þriðjudögum og laugardögum.

Þátttaka kostar 25.000 kr. fyrir þá sem eru nú þegar meðlimir í Útihreyfingunni eða 6.250 kr. á mánuði í fjóra mánuði. Aðrir borga 89.800 kr. sem er þátttökugjaldið plús fjögurra mánaða áskrift að Útihreyfingunni. Athugið að hægt er að greiða þátttökugjaldið í einu lagi eða skipta greiðslum eins og hver og einn kýs inni í greiðsluferlinu sjálfu.

Title

Go to Top