Námskeið

Ævintýrin okkar byggja mörg á þekkingu og getu. Reynslu. Svo er alltaf gaman að bæta færni sína. Hér setjum við inn tækifæri til að ná okkur í nýja hæfileika.
  • Landvættur 2025

    Skoraðu á sjálfan þig!

    Skráningu lýkur um áramót

    Þjálfun og undirbúningur til að ljúka heilum Landvætti. 4 þrautir í 4 landshlutum. Skíði, hjól, hlaup og sund

  • Hálfvættur 2025

    Besta áskorun lífs þíns!

    Skráningu lýkur um áramót

    Þjálfun og undirbúningur til að ljúka hálfum Landvætti. 4 þrautir í 4 landshlutum. Skíði, hjól, hlaup og sund

  • Jöklafarar. Áskorun

    Jöklaáskorun Útihreyfingarinnar

    Þriggja ára ferðalag

    Sex stærstu jöklar landsins á ferðaskíðum. Eyjafjallajökull, Drangajökull, Mýrdalsjökull, Hofsjökull, Langjökull og Vatnajökull

  • Úti brautarskíði. Námskeið

    Stutt byrjendanámskeið á brautarskíðum

    Hefst 2. janúar

    Fjögurra skipta snarpt grunnnámskeið í skíðagöngu í spori. Hefst með rafrænum fræðslufundi

  • Úti ferðaskíði. Námskeið

    Vikulegar æfingar á utanbrautarskíðum

    Hefst 8. janúar

    Fullkomnaðu tæknina á utanbrautarskíðunum með vikulegum æfingagöngum í nágrenni Reykjavíkur

  • Ferðast á gönguskíðum. Námskeið

    Námskeið í vetrarferðalögum

    13. jan og 25.-26. jan

    Lærðu öll trixin við að ferðast að vetri til, tjalda í snjó og halda á sér hita!

  • Útigengið

    Fjallgönguhópur

    Hefst 19. janúar

    Fyrir öll sem elska fjöll og vilja nýta náttúruna til líkamsræktar

  • Úti 101

    Fyrir byrjendur í útihreyfingu

    Hefst 21. janúar

    Áhersla á að móta nýjan lífsstíl, viðhalda áhuga og einbeitingu til breytinga

  • Úti 102

    Framhaldsnámskeið

    Hefst í mars

    Fyrir þau sem vilja bæta við sig; hlaupa lengra, fara hærra á fjöllum, og vera aðeins lengur ofan í sjónum

  • Vetrarfjallamennska. Námskeið

    Tveggja kvölda grunnnámskeið

    24. febrúar og 3. mars

    Grunnurinn í vetrarfjallamennsku og jöklatækni. Allt um brodda, ísaxir, línu og belti

  • Úti langhlaup

    Fjögurra mánaða æfingahópur

    Hefst 1. apríl

    Æfinga- og undirbúningshópur fyrir Kerlingarfjöll Ultra (22 og 60 km) og önnur löng fjallahlaup

  • Úti fjallahjól. Námskeið

    Vikulegar fjallahjólaæfingar

    Hefst 23. apríl

    Náðu fullkomnum tökum á fjallahjólinu. Bæði fyrir byrjendur og lengra komna

  • Kajaknámskeið

    Náðu tökum á tækninni

    Haldið 2. júní

    Undirbúningsnámskeið fyrir kajakróður, bæði fyrir byrjendur og lengra komna

  • Þjáningabræður

    Æfingahópur fyrir stráka

    Hefst í september 2025

    Fyrir stráka á öllum aldri sem vilja koma sér af stað í hreyfingu og útivist