Útinaglinn 2026. Ævintýraáskorun

128.000 kr.

Fjórar þrautir: Ferðaskíði. Fjallganga. Fjallahjól. Sundhlaup
Æfingar hefjast 2. nóv.

Útinaglinn er ný útivistar- og ævintýraáskorun, hönnuð fyrir þau sem vilja sameina útivist og þol, halda sér í formi og stíga örlítið út fyrir þægindarammann í þéttum og skemmtilegum félagsskap.

Þetta er ferðalag í fjórum áföngum því þátttakendur taka þátt í fjórum mismunandi þrautum yfir árið. Árið 2026 eru það ferðaskíði, fjallganga, fjallahjól og sundhlaup. Þau sem klára allar fjórar þrautir ársins fá heiðursnafnbótina Útinaglinn 2026.

Á hverju ári verða svo nýjar áskoranir og þrautir á nýjum slóðum, því markmiðið er að halda sér í frábæru útivistarformi með því að hafa alltaf skemmtileg, krefjandi og fjölbreytt verkefni til að stefna að.

Útinaglaþrautirnar eru ekki keppnir, heldur alvöru útivistaráskoranir. Þetta eru ólíkar áskoranir en allar krefjast bæði úthalds og þrautseigju þar sem þú sjálf/ur ert þinn eini keppandi. Í leiðinni kynnistu nýju fólki, nýjum stöðum, lærir eitthvað nýtt, styrkir þig og bætir og færð mögulega nýja sýn á þig og þína getu!

Naglaþrautir 2026

11. apríl. Ferðaskíði um Tröllakirkju
Einn dagur. 10., 11. eða 12. apríl*
Skíðað umhverfis Tröllakirkju á Holtavörðuheiði. 32 km
Ekið samdægurs til og frá Rvk

23. maí. Fjallganga á Þverártindsegg
Einn dagur. 22., 23. eða 24. maí*
Jöklaganga á Þverártindsegg. 17 km
Gist í Öræfum á eigin vegum

20. júní. Fjallahjól að Fjallabaki
Einn dagur. 19., 20. eða 21. júní*
Hjólað frá Landmannahelli í Hvanngil. 53 km
Gist að Fjallabaki á eigin vegum

18. júlí. Sundhlaup í Gufunesi og Viðey**
Einn dagur. 17., 18. eða 19. júlí*
Hlaupið í Gufunesi. 2 km
Synt frá Gufunesi í Viðey. 750 m
Hlaupið í Viðey. 4,5 km
Synt frá Viðey í Gufunes. 750 m

Hvernig virkar þetta?

  • Árið 2026 er prufukeyrsla og aðeins 40 pláss í boði
  • Þátttaka í öllum fjórum Naglaþrautunum kostar 128 þúsund og þátttakendur skrá sig skuldbindandi inn í allar fjórar þrautirnar í einu lagi
  • Ef hópurinn fyllist ekki, er mögulegt að selt verði inn í stakar þrautir
  • Æfingar og undirbúningur fyrir þrautirnar fara fram í Útiræktinni og þátttakendur þurfa því að vera áskrifendur í aðdraganda þrautanna
  • Fyrsta formlega æfingin fyrir Útinaglann verður 2. nóvember, en hægt er að slást í hópinn til áramóta, ef pláss leyfir

Vertu með frá upphafi og komdu þér í frábært útivistarform til að geta tekist á við öll þau dásamlegu útivistarævintýri sem íslensk náttúra býður upp á.
Skráning hér að neðan!

 

*Athugaðu að við tökum þrjár dagsetningar frá fyrir hverja þraut. Stefnt er að því að halda þær allar á laugardegi, en ef veðrið er ekki að spila með, þá eru föstudagar og sunnudagar hafðir til vara. Ef veður er ekki hagstætt alla þessa þrjá daga, þá reynum við að flytja þrautina á milli landshluta. Og ef svo ólíklega vill til að það verði óveður um allt land, þá finnum við nýja dagsetningu fyrir uppbótarþraut, innan ársins.

**Sundhlaup, hvað er nú það? Þetta er íþrótt sem rekur rætur sínar til fjögurra vina sem skoruðu hvert á annað að synda og hlaupa um 75 km leið í sænska skerjagarðinum. Og já, þau voru víst dálítið við skál þegar þetta var ákveðið 🙂 Hér eru flottar upplýsingar frá áströlsku sundhlaupssamtökunum. Annars höldum við hjá Útihreyfingunni að mögulega sé þetta í fyrsta sinn sem sundhlaupsþraut er sett á dagskrá á Íslandi!