Útigengið
32.000 kr.
HÓPURINN HEFUR GÖNGU 20. SEPT
Fyrir öll sem elska fjöll og vilja nýta náttúruna til líkamsræktar
Útigengið er fyrir fólk sem finnst gaman að vera úti í náttúrunni, kynnast nýjum stöðum, bæta við færni sína á fjöllum, eða þau sem langar að dusta rykið af göngubúnaðinum.
Haustdagskráin er fjölbreytt. Áhersla er lögð á góða blöndu af kunnuglegum fjöllum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og fjöllum sem eru sjaldfarnari og krefjast aðeins lengri aksturs.
Gengið er á laugardögum, tvær helgar í mánuði og flestar göngurnar taka 3-6 klst.
Haustdagskrá Útigengisins
- 20. sept. Hlöðufell
- 4. okt. Ármannsfell
- 18. okt. Bjólfell
- 1. nóv. Litla-Sandfell
- 15. nóv. Sveifluháls
- 6. des. Eyrarfjall
Athugið að ef veður hamlar för á laugardegi, getur verið að göngu verði seinkað til sunnudags.
Þátttaka í haustdagskrá Útigengisins kostar 32.000 kr.
Umsjónarmenn Útigengisins eru Brynhildur Ólafsdóttir og Róbert Marshall ásamt öðru leiðsögufólki Útihreyfingarinnar.
Skráðir þátttakendur fá upplýsingapóst í aðdraganda námskeiðsins.