Útigengið
32.000 kr.
HÓPURINN HEFUR GÖNGU 20. SEPT
Fyrir öll sem elska fjöll og vilja nýta náttúruna til líkamsræktar
Útigengið er fyrir fólk sem finnst gaman að vera úti í náttúrunni, kynnast nýjum stöðum, bæta við færni sína á fjöllum, eða þau sem langar að dusta rykið af göngubúnaðinum.
Haustdagskráin er fjölbreytt. Áhersla er lögð á góða blöndu af kunnuglegum fjöllum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og fjöllum sem eru sjaldfarnari og krefjast aðeins lengri aksturs.
Gengið er á laugardögum, tvær helgar í mánuði og flestar göngurnar taka 3-6 klst.
Haustdagskrá Útigengisins
- 20. sept. Hlöðufell
- 4. okt. Ármannsfell
- 18. okt. Bjólfell
- 1. nóv. Litla-Sandfell
- 15. nóv. Sveifluháls
- 6. des. Eyrarfjall
Athugið að ef veður hamlar för á laugardegi, getur verið að göngu verði seinkað til sunnudags.
Þátttaka í haustdagskrá Útigengisins kostar 32.000 kr. Innifaldar eru tvær prufuvikur með Útiræktinni, þ.e. á milli tveggja fyrstu fjallganganna, frá 20. september til 4. október.
Þau sem æfa nú þegar með Útiræktinni fá afslátt af Útigenginu og greiða 27.000 kr. Smelltu hér ef þú æfir með Útiræktinni.
Umsjónarmenn Útigengisins eru Brynhildur Ólafsdóttir og Róbert Marshall ásamt öðru leiðsögufólki Útihreyfingarinnar.
Skráðir þátttakendur fá upplýsingapóst í aðdraganda námskeiðsins.