Útigengið
Price range: 32.000 kr. through 48.000 kr.
Fyrir öll sem elska fjöll!
Níu göngur frá 18. jan til 17. maí
Útigengið er fyrir fólk sem finnst gaman að vera úti í náttúrunni og vilja nýta hana til líkamsræktar, kynnast nýjum stöðum og bæta við færni sína á fjöllum.
Vordagskráin er fjölbreytt og áhersla er á að ganga sig upp í getu til að geta glímt við meira krefjandi göngur, ásamt því að æfa sig í vetrarferðamennsku og því að nota brodda og ísöxi. Við bendum fólki sem er að byrja að ganga á fjöll að vetri til, á örstutt byrjendanámskeið í vetrarfjallamennsku.
Útigengið heldur til fjalla á sunnudögum, að meðaltali aðra hvora helgi frá janúar til maí. Fyrstu göngurnar taka 3-4 klst. en þegar líður á og göngurnar verða meira krefjandi, þá verða þær líka lengri og sumar taka allan daginn, að akstri til og frá meðtöldum.
Vordagskrá Útigengisins
- 18. jan. Bjarnarfell við Geysi
- 1. feb. Þyrill í Hvalfirði
- 15. feb. Kálfatindar upp af Lyngdalsheiði
- 1. mar. Vikrafell ofan við Hreðavatn
- 15. mar. Mýrarhyrna á Snæfellsnesi
- 29. mar. Skessuhorn í Borgarfirði
- 19. apr. Hvalfell í Hvalfirði
- 3. maí. Hrútaborg á Mýrunum
- 17. maí. Blikdalshringurinn í Esju
Athugið að ef veður hamlar för á sunnudegi, getur verið að göngu verði flýtt til laugardags.
Hópurinn hefur samskipti sín á milli og sameinast í bíla inni á sérstakri Facebook síðu og skráðir þátttakendur fá að auki upplýsingapóst í aðdraganda hverrar göngu.
Umsjónarmenn Útigengisins eru Brynhildur Ólafsdóttir og Róbert Marshall, ásamt öðru leiðsögufólki Útihreyfingarinnar.
Þátttaka í hópnum kostar 48 þúsund krónur en 32 þúsund krónur fyrir þá sem æfa með Útirækt Útihreyfingarinnar.



