Tröllaskagi Fjallaskíði

81.000 kr.113.400 kr.

Fjögurra daga fjallaskíðaferð
13.-16. apríl

Magnaðir fjallaskíðadagar á fáfarna fjallstoppa á Norðurlandi. Gist í þrjár nætur í tveggja manna herbergjum í Svarfaðardal þar sem hópurinn hefur aðgang að gufubaði og glæsilegu sameiginlegu rými.

Tröllaskaginn er fjallaskíðasvæði á heimsmælikvarða enda flykkist þangað skíðafólk hvaðanæva að á ári hverju. Nokkrir góðir vordagar á skíðum á þessum slóðum ættu að vera fastur liður á skíðadagskrá allra sem elska fjöll og skíði. Útsýnið yfir óteljandi hvíta fjallstoppa sem rísa brattir upp úr sjónum er guðdómlegt.

Í þessari ferð er skinnað upp og skíðað niður tindana Messuhnjúk, Hest og Jökulkoll, einn á dag. Þetta eru mikilfenglegir Tröllaskagatindar sem þó hæfa breiðu getustigi skíðafólks. Hins vegar eru öll fjöllin yfir 1000 m há og kalla á gott líkamlegt form og úthald. Við mælum t.d. með æfingaferðum á Bláfell og Snæfellsjökul.

Ferðin hefst fimmtudaginn 13. apríl en gert er ráð fyrir að hópurinn sé kominn norður í Svarfaðardal fyrir kl. 21 um kvöldið. Þá verður haldinn upphafsfundur og farið yfir skipulag næstu daga.

Skráðir þátttakendur fá nánari upplýsingar í tölvupósti þegar nær dregur. Haldinn verður rafrænn undirbúningsfundur og einn búnaðarskoðunarfundur til að yfirfara skíðabúnað fyrir ferð.

Innifalið: Gisting, undirbúningsfundur og búnaðarskoðun, leiðsögn og utanumhald.

14.928 kr. í 6 mánuði

Title

Go to Top