Tindfjöll. Giljaganga

36.000 kr.49.000 kr.

Stórbrotin gil undir Tindfjöllum
12.-13. október

Okkur finnst fátt skemmtilegra en að skoða fáfarin svæði og nýjar slóðir og þessa hausthelgi er ferðinni heitið á svæðið í og undir Tindfjöllum. Þar leynast ótal náttúruperlur, gil og gljúfur sem ferðalöngum yfirsést oft þegar stefnt er á hærri og þekktari tinda fjallanna, svo sem Ými og Ýmu.

Gengið er með vistir og svefnpoka á bakinu báða dagana, en gist er í nýuppgerðum skála Útivistar í Tindfjöllum, Tindfjallaseli, sem liggur í 700 metra hæð.

Ferðin hefst snemma á laugardagsmorgni þegar ekið er í samfloti úr Reykjavík. Við notum þennan fyrri dag til að ganga gamla bakdyraleið upp í Tindfjallasel, meðfram gljúfrum sem liggja að baki Þórólfsfelli, um 12 km leið.

Daginn eftir, á sunnudegi, eru byrðar axlaðar og haldið norðvestur yfir fjöllin í Austurdal, sannkallaðan leynidal sem kúrir undir Tindfjallajöklinum. Þegar búið er að skoða þennan grösuga dal og leyndardóma hans verður haldið niður með stórbrotnu gljúfri Valárinnar, Stóra-Valagili. Ferð líkur með því að gengið er yfir Eystri-Rangá á traustu vaði.

Ferðin kostar 35 þúsund fyrir meðlimi Útihreyfingarinnar en annars 49 þúsund. Innifalið er gisting, leiðsögn og utanumhald. Gert er ráð fyrir að þátttakendur sameinist í bíla og hjálpist að við alls konar bílatilfæringar 🙂

Skráðir þátttakendur fá nánari upplýsingapóst þegar nær dregur ferð.

Title

Go to Top