Sólheimajökull Jöklaganga
19.000 kr. – 25.000 kr.
Dagsferð á skriðjökul
20. janúar
Við festum á okkur brodda og með öxi í hönd og hjálm á höfði könnum við sprungið og ísað landslag Sólheimajökuls.
Skriðjökullinn er vinsæll áfangastaður ferðamanna í háönnum ferðasumarsins en hann er ekki síður fallegur fagurblár og slípaður í fámennri vetrarbirtu.
Fræðsla um leiðarval og öryggi og æfingar í brodda- og axarnotkun á sama tíma og skoðaðar eru gjár, gil, sprungur, hryggir og toppar bláíssins. Að öðru leyti er útfærsla göngunnar háð veðri og færðinni á jöklinum.
Sameinast er í bíla og lagt af stað úr Reykjavík kl. 8 að morgni. Hægt er að aka fólksbílum að upphafsstað göngunnar. Gert er ráð fyrir að komið verið aftur til Reykjavíkur fyrir kl. 17. Ef veðurspá er óhagstæð fyrir laugardaginn, er möguleiki að ferðin verði færð yfir á sunnudag.
Ferðin kostar 19.000 kr. fyrir meðlimi Útihreyfingarinnar en 25.000 kr. fyrir aðra.
Innifalið í verði er allur búnaður, þ.e. jöklabroddar, ísöxi, jöklabelti, karabína og hjálmur, kennsla, leiðsögn og utanumhald.
Skráðir þátttakendur fá nánari upplýsingapóst þegar nær dregur ferð.