Liðsheild og forysta
Góð stjórnun er lykillinn að vel heppnaðri liðsheild.
Við bjóðum upp á námskeið fyrir stjórnendur og millistjórnendur, þar sem er unnið í krefjandi aðstæðum úti í náttúrunni með þá þætti sem gera hóp ólíkra einstaklinga að öflugri liðsheild.
Í krefjandi og framandi aðstæðum er nauðsynlegt að þétta hópinn, styrkja liðsheildina og ýta undir það að allir rói í sömu átt, hvetji og hjálpi hver öðrum. Verkefni í náttúrunni eru því tilvalin til að efla leiðtogahæfileika og undirstrika nauðsyn árangursmiðaðrar samvinnu.
Á þessu námskeiði tekst hópurinn saman á við áskoranir í náttúru Íslands en hvergi verður nauðsyn góðrar forystu og liðshugsunar meira afgerandi eins og þar. Leiðarvalið upp brekkuna, yfir ána, gegn vindinum kallar á ákvarðanatöku sem grundvallast á áhættumati, opnum og greinargóðum samskiptum og skýrri verkaskiptingu.
Við lofum skemmtilegu, óvæntu og valdeflandi ferðalagi í íslenskri náttúru.
Sendu okkur póst á utihreyfingin@utihreyfingin.is fyrir frekari upplýsingar og sjáðu hvað við getum gert fyrir hópinn þinn.