Klöngur og klifur Námskeið

22.500 kr.32.000 kr.

Þriggja kvölda getuskipt námskeið í klifri og fjallabrölti
24. maí, 7. og 12. júní

Námskeið fyrir þau sem vilja læra líkamsbeitingu og handtökin til að auka öryggi og færni í fjallabrölti, klettagöngu (via ferrata), klöngri og klettaklifri.

Námskeiðið tekur þrjú kvöld. Fyrsta kvöldið lærum við á mismunandi búnað og förum yfir öryggismálin áður en við prufum línuklifur á vegg innanhúss. Næstu tvö kvöld verður farið í línuklifur utandyra, á tveimur mismunandi klifursvæðum í nágrenni Reykjavíkur.

Námskeiðið er tilvalið fyrir þau sem vilja yfirstíga ótta við krefjandi hindranir á fjöllum enda einstaklingsmiðað, svo að allir þátttakendur fá kennslu og verkefni við hæfi. Hentar því bæði þeim sem hafa aldrei prufað að klifra, sem og þeim sem vilja bæta færnina og læra betri líkamsbeitingu sem gerir þau að betri klifrurum.

Meðal kennara er Íslandsmeistarinn í klifri innanhúss en allir hafa kennararnir víðtæka reynslu af klifri og fjallabrölti, bæði hér heima og erlendis.

Námskeiðið hefst kl. 19 öll þrjú kvöldin, þ.e. miðvikudagskvöldin 24. maí og 7. júní og mánudagskvöldið 12. júní.

Verð: 22.500 kr. fyrir meðlimi Útihreyfingarinnar / 32.000 kr. fyrir aðra

Innifalið: Allur nauðsynlegur búnaður, aðgangur að Klifurhúsinu, kennsla og utanumhald.

Title

Go to Top