Klassíska Rondane leiðin Ferðaskíði
70.000 kr. – 236.000 kr.
Sígild gönguskíðaperla í Noregi
15.-20. mars
Ný gönguskíðaferð á milli skála í Rondane héraði í austur Noregi, skammt norðan við Lillehammer. Héraðið er þekkt fyrir mikla náttúrufegurð, góð snjóalög og stöðugt veðurfar sem gerir svæðið að ákjósanlegum áfangastað fyrir vetrarferðir af öllum toga.
Þetta er skíðaferð í léttari kantinum. Gengið er á ferðaskíðum (utanbrautarskíðum með stálköntum) um frekar slétt landslag. Mest megnis eftir dalbotnum, inni á milli hárra fjalla. Gengið er með létta dagpoka á milli skála og dagleiðirnar eru aðeins um 15 km, fyrir utan einn dag þar sem skíðaðir eru 20 km.
Ferðin hefst á lestarferðalagi frá Gardemoen flugvelli í Osló og að upphafsstað göngunnar, nyrst í Rondane. Á leiðinni eru töskur með aukafatnaði skildar eftir í Lillehammer þar sem hópurinn gistir síðustu nóttina. Þennan fyrsta dag er gengið á skíðum um 4 km að fyrsta næturstað þar sem kvöldmatur bíður og gist er í uppábúnum rúmum.
Næstu fjóra daga er gengið á milli huggulegra og vel útbúinna fjallaskála þar sem boðið er upp á alla þjónustu, þ.e. kvöldmat, morgunmat og dagsnesti, hægt að kaupa drykki og ýmsan smávarning og komast í sturtu. Eina nótt er hins vegar gist í ómönnuðum skála þar sem hópurinn þarf að vinna saman og elda sjálfur kvöldmat og morgunmat.
Síðasta daginn er skíðað aftur til byggða. Hópurinn tekur svo rútu og lest niður til Lillehammer þar sem farangurinn bíður. Gist er síðustu nóttina á hóteli í Lillehammer og gert vel við sig í mat og drykk. Daginn eftir er haldið með lest til Gardemoen flugvallar og flogið aftur heim til Íslands.
Þátttakendur þurfa að hafa einhverja reynslu á gönguskíðum og gott er að undirbúa sig í aðdraganda ferðar með því að taka námskeið eða fara í æfingaferð.
Haldinn er rafrænn undirbúningsfundur fyrir ferð þar sem m.a. verður farið ítarlega yfir búnað og annað skipulag.
Innifalið í verði eru lestar- og rútufargjöld og annar flutningur á fólki og farangri innan Noregs. Gisting í fimm nætur og allur matur, fyrir utan tveir kvöldverðir og einn morgunmatur. Undirbúningsfundur, leiðsögn og utanumhald. Athugið að flugið til og frá Noregi er ekki innifalið í verði.
Hægt er að greiða ferð að fullu eða staðfestingargjald 70.000 kr. og eftirstöðvar í síðasta lagi sex vikum fyrir ferð. Hægt er að skipta greiðslum eins og hver og einn kýs inni í greiðsluferlinu sjálfu.
Lágmarksþátttaka miðar við 8 manns.