Hvata- og óvissuferðir

Allar ferðir er hægt að aðlaga að ólíkum vinnustöðum, litlum eða stórum hópum og mismunandi getustigum. Ferðirnar geta verið frá dagsferð eða tveggja daga leiðangur þar sem hópurinn gistir í eina nótt. 

Jöklaævintýri á Sólheimajökli

Við festum á okkur brodda og með öxi í hönd og hjálm á höfði könnum við sprungið og ísað landslag Sólheimajökuls.

Hópurinn fær fræðslu um leiðarval á jökli og öryggi og æfingar í brodda- og axarnotkun á sama tíma og skoðaðar eru gjár, gil, sprungur, hryggir og toppar bláíssins.

Boðið er upp á hádegisverðarborð við jökulröndina þegar komið er á áfangastað og fjallahressingu, drykki og snaps í stóru samkomutjaldi þegar göngu lýkur.

Söguslóðir undir Eyjafjöllum

Áfangastaðir í þessari ferð tengjast miklum söguslóðum undir Eyjafjöllum ásamt því að fossar og gljúfur eru skoðaðir í meira návígi en fólk gerir að öllu jöfnu.

Göngurnar eru einfaldar og henta flestum. Þær kalla samt á að fólk hjálpist að og styðji hvort annað sem stuðlar að því að þétta hópinn og efla liðsheildina.

Allur rammi ferðarinnar er í gömlum og góðum íslenskum anda. Ferðast er í langferðabifreið, Íslendingasögur og þjóðsögur sem tengjast svæðinu eru rifjaðar upp. Maturinn er með gömlum íslenskum brag og um kvöldið er slegið upp kvöldvöku með söng og gítarspili.

Sérferðir

Enginn þekkir Ísland eins og við. Hvert viltu fara? Hvað viltu gera? Hversu lengi viltu vera? Komdu með þínar hugmyndir og við skipuleggjum draumaferð sem er sérsniðin og hönnuð utan um þinn starfsmanna- eða stjórnendahóp. 

Sendu okkur póst á utihreyfingin@utihreyfingin.is fyrir frekari upplýsingar og sjáðu hvað við getum gert fyrir hópinn þinn.

Title

Go to Top