Fyrirlestrar og fræðsla

Allar vörur er hægt að aðlaga að ólíkum vinnustöðum, litlum eða stórum hópum og mismunandi getustigum.

Úti líf

Er ævintýraleg upplifun fyrir starfsmannahópinn. Getur verið einn dagur eða heil vinnuvika þar sem lögð er áhersla á hreyfingu, heilsu og útivist.

Starfsmenn eru klæddir fyrir hreyfingu sem að við tvinnum inn í vinnudaginn. Morgunjóga, hugleiðsla og alls kyns útihreyfing og allir starfsmenn fá nestispakka með hollri eftirmiðdags hressingu.

Heilsuhvetjandi skilaboð og hádegisfyrirlestur þar sem fjallað er um það hvernig hreyfing og áskoranir í útivist geta aukið lífshamingju og bætt árangur í starfi og fjölskyldulífi. 

Úti heilsa

Er sérsniðið að þínum vinnustað. Hvað viltu gera? Hversu lengi? Komdu með þínar hugmyndir og við skipuleggjum upplifun sem tengist hreyfingu, heilsu og útivist og er hönnuð utan um þinn starfsmannahóp.

Sendu okkur póst á utihreyfingin@utihreyfingin.is fyrir frekari upplýsingar og sjáðu hvað við getum gert fyrir hópinn þinn.

Title

Go to Top