Fimmvörðuháls Ferðaskíði

56.000 kr.78.000 kr.

Þórsmörk í nýju ljósi
2.-3. mars

Þórsmörk og Fimmvörðuháls breyta algerlega um svip á veturnar þegar snjór liggur yfir öllu og landslagið fær á sig mjúkan blæ í blárri birtu. Í þessu ævintýralega ferðalagi kynnumst við Fimmvörðuhálsi á nýjan hátt og göngum á ferðaskíðum þessa vinsælu leið frá Skógum yfir í Þórsmörk.

Ferðin hefst í rauðabítið á laugardagsmorgni á Hvolsvelli. Þaðan er farangur hópsins fluttur inn í Bása í Þórsmörk á meðan hópnum sjálfum er skutlað að Skógum.

Miklar líkur eru á því að það verði snjólaust fyrstu hæðarmetrana og því þurfi að festa skíðin utan á bakpokann og bera þau fyrsta spölinn. Svo verður hægt að skella skíðunum á fæturnar og svífa af stað með nesti og hlý föt á bakinu.

Alls konar skemmtileg viðfangsefni bíða skíðafólksins á Fimmvörðuhálsi áður en komið er niður í Þórsmörk; hækkanir og lækkanir, þveranir og hliðranir! Að auki er líklegt að á einhverjum stöðum þurfi, með öryggið að leiðarljósi, að skella skíðunum á bakið og feta sig áfram gangandi, mögulega með stuðningi af línu. Allt fer eftir aðstæðum og snjóalögum.

Þegar komið er í Bása bíður farangurinn í heitum skála og slegið verður upp veglegri matar- og gleðiveislu. Daginn eftir geta þeir sem það vilja gengið á skíðunum sem leið liggur út úr Þórsmörk til móts við jepparúturnar sem sækja hópinn og farangurinn.

Þátttakendur þurfa að eiga eða leigja ferðaskíði (utanbrautarskíði með stálköntum) og kunna að beita þeim í mismunandi landslagi. Til að læra og æfa sig þá bendum við m.a. á námskeiðin Ferðast á gönguskíðum og Gönguskíðafestival í Kerlingarfjöllum, ásamt dagsferð yfir Snæfellsnesfjallgarðinn og helgarferð yfir Vestfjarðakjálkann.

Ferðin kostar 58.000 kr. fyrir meðlimi Útihreyfingarinnar en annars 79.000 kr. Hægt er að greiða ferðina í einu lagi eða skipta greiðslum eins og hver og einn kýs inni í greiðsluferlinu sjálfu.

Innifalið í verðinu er trúss á farangri inn í Bása, skutl frá Hvolsvelli að Skógum og til baka frá Þórsmörk á Hvolsvöll, gisting í svefnpokaplássi í Básum, kvöldmatur á laugardagskvöld og morgunmatur á sunnudag, leiðsögn og utanumhald.

Athugið að veður getur sett strik í reikninginn og ef veðurspá er óhagstæð fyrir laugardaginn, er möguleiki að gangan yfir Fimmvörðuhálsinn verði færð yfir á föstudag eða sunnudag. Skráðir þátttakendur fá ítarlegan upplýsingapóst þegar nær dregur ferð.

Title

Go to Top