Dólómítaævintýri
Sérferð fyrir hópa
Ertu að leita að ævintýri í ítölsku Dólómítunum?
Það er eitthvað við þennan stað – útsýnið, náttúruna, matinn og söguna sem allir þurfa að upplifa.
Þessi ferð er sérhönnuð fyrir hópa – þeirra óskir og væntingar. Við sjáum um allt skipulag frá A-Ö og leiðsegjum um undraveröld Dólómítana.
Dólómítarnir eru heimsfrægir fyrir alla útvistarmöguleikana sem þar eru í boði. Það er hægt að ganga eða hlaupa um dögunum saman, alltaf með nýtt útsýni fyrir augunum, hjóla á frábærum stígum, klifra í klettum og svo auðvitað skíða á veturnar.
Svæðið er ríkt af sögu m.a. frá fyrri heimsstyrjöldinni og bæði Tre Cimes og Cinque Torri á heimsminjaskrá UNESCO.
Leiðsögumaður í þessari ferð er Helga María en hún hefur mikla reynslu af því að ferðast og leiðsegja um Dólómítana – bæði sumar og vetur, gangandi, hlaupandi, skíðandi eða klifrandi. Hún er menntaður náttúruland- og jöklafræðingur, og er mjög fróð um náttúru, jarðfræði, menningu og sögu Dólómítana.
Sendu okkur póst á utihreyfingin@utihreyfingin.is fyrir allar frekari upplýsingar og verð.