Landvættir
Þjálfun og undirbúningur til að ljúka heilum Landvætti. Þetta er heppilegur næsti áfangi fyrir þá sem hafa lokið hálfum Landvætti.
Þjálfunin byggir á æfingagrunni Útihreyfingarinnar en verður því sérhæfðari þegar nær dregur keppnunum með sértækri æfingaáætlun og þjálfun.
Vörðurnar á leiðinni eru fjórar.

Fossavatnsgangan
50 km skíðaganga
Bláalónsþrautin
60 km hjólreiðar
Þorvaldsdalsskokkið
25 km fjallahlaup
Urriðavatnssundið
2500 m vatnasund
Innifalið í Landvættanámskeiði Útihreyfingarinnar er 8 mánaða æfingaáætlun með tveimur til þremur sameiginlegum æfingum á viku. Þátttakendur fara í gegnum upphafsviðtal um stöðu og markmið og fá góða eftirfylgni allt tímabilið. Í gegnum allt námskeiðið er mikil kennsla og fræðsla, m.a. um tækni, búnað, keppnisundirbúning og keppnisnæringu. Þá fá þátttakendur stuðning og fylgni í gegnum keppnirnar sjálfar.
Margir þjálfarar með sérhæfða þekkingu og reynslu í hverri grein fyrir sig, koma að námskeiðinu. Landvættaþjálfarar Útihreyfingarinnar eru allir með margfalda Landvættatitla og hafa þjálfað vel yfir 50% af öllum þeim sem klárað hafa Landvættaþrautirnar frá upphafi.
Námskeiðið kostar 161.100 kr. eða 20.200 kr. á mánuði í 8 mánuði. Ef keypt er 12 mánaða áskrift af Útihreyfingunni er veittur afsláttur af námskeiðsgjaldinu. Þá kostar námskeiðið 192.800 eða 16.100 á mánuði og hægt að skipta greiðslum með því að senda póst á utihreyfingin@utihreyfingin.is
Landvættanámskeiðið hefst með upphafsfundi mánudaginn 21. nóvember og fyrsta æfingin er daginn eftir.
Tvær til þrjár sameiginlegar æfingar í viku
Upphafsviðtal um stöðu og markmið
Fræðsla, kennsla og stuðningur
8 mánuðir. 20.200 kr. á mánuði
12 mánuðir. 16.100 kr. á mánuði